Everton vs. Aston Villa

Mynd: Everton FC.

Þá er komið að leik þeirra tvegga liða sem oftast hafa att kappi í efstu deildinni í enska boltanum: Everton og Aston Villa, en liðin mætast á Goodison Park á laugardaginn kl. 14:00.

Villa menn byrjuðu tímabilið feykilega vel með þremur sigrum og einu jafntefli í sínum fyrstu fjórum leikjum en eftir sigurleik þeirra á útivelli gegn Liverpool tók við erfitt prógram gegn Arsenal, Chelsea og City sem þeir töpuðu öllum með samanlagðri markatölu 0-8 (mætti halda að þeir hafi verið að spila við íslenska landsliðið!). 🙂

Executioner’s Bong greindu lið Aston Villa á tímabilinu og þeirra niðurstaða var að Aston Villa menn eru minnst með boltann allra liða í Úrvalsdeildinni, vinna fæstar tæklingar og ná fæstum skotum á lið andstæðinganna. Þeirra plan er að stilla upp vel skipulagðri vörn sem bíður eftir mistökum andstæðingsins og nýtir sér skyndisóknir með góðum árangri.

Martinez hefur þó aldrei tapað fyrir stjóra Villa (Lambert) og vonandi að hann fari ekki að byrja á því núna. Þess má geta að þrjú eða fleiri mörk hafa verið skoruð í síðustu 7 af 8 innbyrðis leikjum þessara tveggja liða þannig að væntanlega verður þetta fjörugur leikir einnig.

Stones og Mirallas eru frá en Oviedo, Coleman, Pienaar og Barkley eru allir nálægt fullri heilsu — of snemmt að segja þó hvort þeir verði með um helgina.

Landleikjahléið hefur þó örugglega gert þeim öllum gott með aukinni hvíld en þeir sem tóku þátt í landsleikjunum þóttu standa sig vel og rétt að nefna sérstaklega Naimsith, sem skoraði fyrir Skota í mikilvægu jafntefli þeirra í Póllandi, og Jagielka sem skoraði í sigurleik Englands gegn San Marino.

Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Besic, McGeady, Naismith, Lukaku.

Í öðrum fréttum er rétt að minnast á að U18 ára liðið vann Stoke 2-0 og einnig Bolton 0-3.

Og í lokin er rétt að geta þess að Everton bolirnir eru enn til sölu (í takmarkaðan tíma) og hafa fengið frábærar viðtökur.

8 Athugasemdir

  1. halli skrifar:

    Ég var að lesa það í blöðunum hér ađ Barkley kæmi óvænt inn í liðið á móti Aston Villa. Væri það ekki bara frábært. Það að vera á vellinum er alltaf svo gaman ég spái 3-1 fyrir okkar mönnum Lukaku með 2 og Barkley 1. Kv frá Liverpool Halli og fjölskylda

  2. Teddi skrifar:

    5-1 fyrir Everton

  3. Halldór Sig skrifar:

    4-1 nú fer þetta í gang

  4. Diddi skrifar:

    ég held að við töpum 1-2 🙂

  5. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin. Athygli vekur að nokkur nöfn sem áður voru á meiðslalistanum er að finna í byrjunarliðinu! Landsleikjahléið að vinna með okkur í þessu tilfelli…
    http://everton.is/?p=8131

  6. Diddi skrifar:

    ðruggur sigur eins og ég spáði 🙂 frábært að fá Barkley og Coleman inn og liðið var að virka í dag 🙂

  7. Orri skrifar:

    Mér sýnist eins og einhver sem býr norður í landi,þurfi að endurskoða bókhaldið hjá sér.

  8. Ari S skrifar:

    Frábær dagur hjá okkar mönnum og sérstaklega gaman að sjá þá Barkley, Coleman og McCarthy byrja inná í dag. Alcaras stóð sig einnig vel. Á köflum yfirspiluðu okkar Everton menn andstæðinga sína í dag og vonandi er þetta það sem koma skal.

    Áfram Everton!