Man United – Everton 2-1

Mynd: Everton FC.

Everton lék við United á Old Trafford í dag og tapaði naumlega 2-1 í leik þar sem Everton átti fátt gott skilið í fyrri hálfleik en hefði getað unnið seinni hálfleikinn 3-0 miðað við færin sem fengust.

Uppstillingin: Howard, Baines, Jagielka, Stones, Hibbert, Barry, Besic, Pienaar, Mcgeady, Naismith, Lukaku. Varamenn: Joel, Gibson, Eto’o, Oviedo, Osman, Browning, Alcaraz.

Sem sagt, Pienaar kominn aftur en enginn Coleman og heldur enginn McCarthy. Mata inn fyrir Rooney eins og búist var við.

Fyrri hálfleikur var slakur hjá okkar mönnum, eins og áður sagði, og United mun beittari.

Falcao byrjaði með flottan skalla að marki eftir fyrirgjöf frá Di Maria strax á 3. mínútu en Howard varði. Horn það eina sem Everton bauð upp á í framlínunni fyrstu 15 mínúturnar en United héldu áfram að sækja þó þeir ættu erfitt með að skapa sér almennileg færi. Tvö skot hátt yfir hjá þeim á fyrstu 15 mínútunum og eitthvað um það líka síðar í hálfleiknum.

Di Maria náði þó að höggva á hnútinn á 26. mínútu þegar Mata lagði fyrir hann boltann í upplagt skotfæri við D-ið og náði að skjóta milli þriggja Everton manna, þmt. einn sem reyndi að renna sér í tæklingu til að blokkera skotið. 1-0 United.

Di Maria átti svo flotta aukaspyrnu sem stefndi í samskeytin á 29. mínútu en Howard varði vel í horn.

Fyrsta skot Everton kom á 38. mínútu en þar var Lukaku að verki. Baines af vinstri kanti við miðjan völl sendi langa sendingu beint á Lukaku inn í teig og hann losaði sig auðveldlega við McNair en skotið hitti ekki á markið. Hefði átt að gera betur þar.

Hibbert var svo við það að komast í dauðafæri á 45. mínútu, Luke Shaw sofandi og leyfði Hibbert að læðast inn fyrir en fellir hann svo. Allan daginn víti. Baines á punktinn en, dömur mínar og herrar, í fyrsta skipti í sögu Úrvalsdeildarinnar tekst Leighton Baines ekki að skora úr víti. Andvarp. De Gea varði spyrnuna og því 1-0 í hálfleik. Ekki svo sem hægt að segja að Everton hafi átt mikið skilið úr fyrri hálfleiknum, liðin skiptu tíma á bolta með sér nokkuð jafnt en lítið sem ekkert að gerast í sóknarleik Everton.

Risastórt verkefni framundan — United aldrei tapað á heimavelli Í Úrvalsdeildinni þegar þeir hafa verið yfir í hálfleik.

Blint var heppinn á 50. mínútu að sleppa við annað gult spjald þegar hann stoppaði skyndisókn Everton með því að tækla aftan í leikmann Everton. Valencia jafnframt heppinn að sleppa við spjald þegar hann fór aftan í ökklann á Lukaku.

En upp úr þeirri aukaspyrnu skoraði Everton. Baines sendi lágt á Barry sem stóð við vítateig og hljóp Baines að honum, fékk boltann aftur og sendi strax fyrir, beint á kollinn á Naismith sem skallaði í netið. 1-1!

Þögn sló á áhorfendur á Old Trafford, nema þá bláu sem sungu hástöfum. Naismith komst í færri á 57. mínútu en varið í horn. Jagielka með skalla á fjærstöng en Falcao bjargaði á línu!

Miklu meiri ákefð í Everton í seinni hálfleik og allt annað að sjá sóknarleikinn. Maður hafði á tilfinningunni að annað mark hjá Everton lægi í loftinu.

En í staðinn kom mark frá Falcao á 61. mínútu — hans fyrsta mark í Úrvalsdeildinni. Di Maria aftur aðalmaðurinn þar (greinilega allt í öllu í United liðinu), sendi frábæra sendingu inn í teig, þar sem Falaco potaði inn. Falcao hafði verið hálf slakur fram að því og farið illa með sín færi, líkt og Persie, en var nú búinn að koma United yfir. Pienaar náttúrulega út af meiddur strax þar á eftir, til að bæta gráu ofan á svart. Tveir byrjunarleikir hjá Pienaar á tímabilinu og tvenn meiðsli. Orðið frekar þreytandi. Oviedo inn á.

Osman og Browning komu inn á fyrir McGeady og Hibbert á 77. mínútu. Rétt um korter til að bjarga allavega stigi og Osman sérstaklega átti frábæra innkomu.

Everton náði góðri pressu á United í lokin og náðu að gera harða hríð að marki. Naismith komst í gott skallafæri en varið í horn frá honum. Osman átti svo flott skot utan teigs sem De Gea varði vel.

Osman fékk svo stungusendingu inn í teig og komst í algjört dauðafæri á 90. mínútu en De Gea bjargaði United enn á ný. Varði í horn og á góðri leið með að verða kjörinn langbesti leikmaður vallarins.

Á 93. fékk Everton tvö færi til að jafna í sömu sókninni, Barry skaut í bakið á Blackett en boltinn barst til Oviedo sem náði glæsilegu skoti sem stefndi inn en De Gea varði — aftur — stórkostlega yfir slána.

Í þeirri sókn meiddist Stones og var borinn út af. Akkúrat það sem við þurfum, fleiri meiðsli og Everton manni færri undir lokin.

Ekkert kom úr horninu, Lukaku skallaði langt yfir og stuttu síðar flautaði dómarinn til leiksloka.

Frekar ósanngjarnt tap miðað við spilamennskuna í seinni hálfleik. Vítið sem Baines tókst ekki að skora úr ansi dýrt og sárt að ná ekki að setja allavega eitt mark úr nokkrum frábærum tækifærum til að jafna. En, svona er þetta stundum.

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 7, Stones 6, Jagielka 6, Hibbert 6, Barry 6, Besic 6, Pienaar 6, McGeady 6, Lukaku 6, Naismith 7. Varamenn: Oviedo 6, Osman 6, Browning 5. United fengu nánast 6 á línuna hjá United (sjö talsins) nema tveir með 7, Di Maria með 8 og De Gea með 9 (að sjálfsögðu).

40 Athugasemdir

  1. Gunni D skrifar:

    Sælir félagar.Mér lýst vel á þennan leik og þá sérstaklega á vörnina hjá man u.Það ætti að vera hægt að stríða henni svolítið. Spái okkar mönnum sigri í dag. Verst að ég næ sennilega ekki leiknum. Er útá sjó og helvítis hnötturinn virkar ekki. Góðar stundir og skemmtun.

  2. Halli skrifar:

    Seinni hálfleikurinn í dag var besta frammistaða liðsins í deildinni á þessari leiktíð og alveg með ólíkindum að ekki náðist í stig úr leiknum. Hern fjandann var Howard að spá þegar hann elti boltann út á hliðarlínu og gefur beint á þeirra mann í stað þess að hreinsa uppí stúku. De Gea maður leiksins klárlega þvílíkar vörslur frá honum. vonandi förum við að taka inn eitthvað af stigum það er svo erfitt að vera svona neðarlega á töflunni

  3. Ari G skrifar:

    Skil ekki einkunnagjöfuna hjá sumum. Lukaku var mjög lélegur í þessum leik. Besic heillar mig ekki og Gready langt frá sínu besta. Aðrir leikmenn stóðu fyrir sínu. Annars flottur seinni hálfleikur bara óheppni að tapa leiknum áttu mun betri færi en Utd. Finnst furðulegt að Eto´o skuli ekki koma inná í stað Lukaku.

  4. Ari S skrifar:

    Mér fannst liðið okkar spila vel í seinni hálfleik. Stór slæm ákvörðun hjá Howard að senda boltann fram… hefði átt að sparka boltanum útaf…

    Mér fannst Besic ágætur en var ekki með góðar sendingar. Ég var hissa á þegar Osman kom inná og hugsaði … núna kemur Eto’o ekki inná…

    en Osman átti samt góða sénsa og hefði getað jafnað leikinn fyrir okkur en markvarsla ársins hjá DeGea kom í veg fyrir það.

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég sá ekki leikinn en hef lesið slatta af kommentum á ýmsum vefsíðum og þau eru flest keimlík.
    Nánast öll innihalda orð eins og shite, lazy, embarassing, pathetic, lacklustre, lethargic, tired, predictable, clueless, rubbish, crap og fleira í þessum dúr.
    Það var oft sagt um Moyes að hann hefði aldrei plan b ef plan a klikkaði, jæja mér finnst eins og Martinez hafi ekki einu sinni rænu á að hafa plan a.
    Það er svo sem alveg hægt að segja að útlitið sé ekki svo slæmt þar sem við erum bara fjórum stigum frá topp 10 og bara 5 stigum frá fjórða sæti.
    Ef menn vilja blekkja sjálfa sig með því að þetta verði allt í lagi og okkar menn muni bæta sinn leik og fara að klifra upp töfluna þá er það þeirra mál.
    Ég ætla ekki að gera það.
    Í dag var okkar TÍUNDI leikur á tímabilinu í öllum keppnum og það er oft sagt að eftir tíu leiki geti maður farið að sjá hvernig tímabilið muni enda.

    Ég verð að segja að ég hlakka ekki til í maí 2015.

    Miðað við þessa tíu leiki er ekkert annað en fallbarátta framundan eða í besta falli miðjumoð.
    Menn mæta í leikina eins og þeir séu að spila fyrsta leik á pre-seasoni og eru að gera sömu mistök leik eftir leik og ekkert breytist.

    Og í guðanna bænum ekki koma með komment eins og „tímabilið er bara nýbyrjað“ eða „Þetta er nú bara einn leikur“. Það er kominn október. Tímabilið byrjaði hjá öllum hinum liðunum í ágúst.

    Ég var einn af þeim sem var viss um Martinez væri búinn að enduropna The School of Science. Jæja!! Hann var ekki lengi að loka honum aftur.

    Ein spurning að lokum.
    Er einhver af ykkur sem ennþá hefur trú á því að Everton verði í baráttu um meistaradeildarsæti á þessu tímabili???
    Ég hafði trú á því fyrir tímabilið en ekki lengur.

    • Gestur skrifar:

      Ég er svo sammála þessu hjá þér Ingvar , Everton er í algjöru bulli núna. Ég held að barátta um meistaradeildarsæti sé farið með lélegri spilamennsku í þessum fyrstu leikjum eða kannski er réttara að segja með lélegum úrslitum.

  6. Orri skrifar:

    Sæll Ingvar.Ég er þess fullviss að Everton verður í topp 4 í maí 2015.

  7. Diddi skrifar:

    Sammála Orra !!!!!!

  8. Ari S skrifar:

    Þetta reddast Ingvar…

  9. halli skrifar:

    Ég vil fyrir mitt leyti vera stuðningsmaður liðsins oh hvetja þá áfram til góðra verka sjá glasið hálffullt en ekki hálftómt.

  10. Ari G skrifar:

    Skil ekki þessa svartsýni hjá Ingvari. Everton hefur spilað langt undir getu óheppnir með meiðsli og klaufar. Ég er viss um að Everton keppi um 4 sætið allavega verði ekki neðar en 8 sæti mín skoðun. Allavega geta Everton mun meira og þegar bestu mennirnir koma úr meiðslum þá lagast þetta en það þarf smá heppni að ná 4 sætinu en ekkert er ómögulegt.

  11. Finnur skrifar:

    > Ég sá ekki leikinn en hef lesið slatta af kommentum á ýmsum vefsíðum og þau eru flest keimlík.

    Þú fyrirgefur vonandi en ég gat ekki annað en hætt að lesa þegar þú sagðist ekki einu sinni hafa séð leikinn. Ég er kannski einn um þá skoðun en mér finnst algjört lágmark að menn allavega horfi á leikina og formúleri sína eigin skoðun — sérstaklega ef menn ætla að reyna að túlka hvað úrslitin þýða fyrir langtímahorfur Everton í deildinni.

    > það er oft sagt að eftir tíu leiki geti maður farið að sjá hvernig tímabilið muni enda.
    > Ég verð að segja að ég hlakka ekki til í maí 2015.

    Mig minnir reyndar að Martinez hafi sagt að hægt sé að merkja ákveðnar línur þegar október endar. En látum það liggja á milli hluta í bili.

    Everton endaði síðasta tímabil með sinn hæsta stigafjölda í Úrvalsdeildinni frá upphafi og var þá SJÖ stigum frá sæti í Meistaradeild. Í dag er liðið FIMM stigum frá sæti í Meistaradeild og er auk þess í fínum málum í Europa League sem gefur aðgang (bakdyramegin) í Meistaradeildina. Ég get ekki séð annað en að hvoru tveggja sé framför frá síðasta tímabili, sem var mikil framför frá síðasta tímabili (tímabilum).

    Gleymum því heldur ekki að liðið er nú, með sínum fyrstu 7 leikjum núverandi tímabils, búið að spila við liðin sem urðu í öðru, þriðja, fjórða og sjöunda sæti (á síðasta tímabili), sem er töluvert erfiðara plan en leikjaplanið í byrjun síðasta tímabils sem samanstóð af ÖLLUM liðunum sem enduðu á að falla niður um deild (Cardiff, Fulham, Norwich) og liðinu sem rétt slapp (West Brom).

    Finnst því aðeins of snemmt að örvænta eftir 7. leik tímabilsins. Ég læt þetta allavega ekki raska svefninum í nótt.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Ég er heldur ekki að tala um leikinn heldur frammistöðuna á tímabilinu hingað til.

    • Diddi skrifar:

      þú hefur nú samt greinilega haldið áfram að lesa Finnur 🙂

      • Finnur skrifar:

        Jú, það er rétt. Frasinn sem kom fyrst upp í huga mér þegar ég las kommentið hans var sá enski: „You lost me at ‘I didn’t watch the game’…“. Ég hef hins vegar reynt, sérstaklega eftir að hafa búið í tíu ár í Bandaríkjunum, að vera sem minnst enskuskotinn í bæði töluðu og rituðu íslensku máli (með kannski misjöfnum árangri). Gallinn er bara að í þessu tilfelli („you lost me at“) veit ég ekki um góða þýðingu sem virkar hér þannig að ég notaði það sem ég taldi vera nærtækast í merkingu, sem er: „ég hætti að lesa“. Kannski hefði í þessu tilfelli bara verið betra að sletta. 🙂

  12. Finnur skrifar:

    Gleymdi að bæta við… greiningu Executioner’s Bong á leiknum:
    http://theexecutionersbong.wordpress.com/2014/10/05/tactical-deconstruction-man-united-2-1-everton/

  13. Teddi skrifar:

    Ingvar Jónsson hvað, þessi De Gea ætlar að redda þessu tímabili með Di Mariu stóru systur sinni. 🙂

    Góður Joker hjá þessum sem stökk út úr Evertonklúbbs -salnum þegar Everton jafnaði. Vinnum næstu 2 leiki, engar áhyggjur.

    • Ari S skrifar:

      Ingvar Jónsson er einn aðalstuðningsmaður Everton á Íslandi. Var í fyrstu stjórn félagsins að mig minnir og var einn af aðalhvatamönnum um stofnun félagsins okkar á Íslandi……… AÐ mig minnir.

      bara svona af því þú spurðir eða sagðir Ingvar Jónsson hvað…

      • Finnur skrifar:

        Held að þetta sé mestmegnis rétt hjá Ara. Ingvar Jónsson er númer 3 í félagatali klúbbsins og sat sem gjaldkeri í tvö ár í stjórn (95-97), alveg þangað til Þórir Tryggva tók við af honum.

        Hann hefur hins vegar, mér vitanlega, aldrei staðið milli stanganna í Stjörnumarkinu — en það hlutskipti hefur alnafni hans. 🙂

  14. Gunnþór skrifar:

    Fínn leikur hjá Everton liðinnu í þessum leik,vorum óheppnir en með svona spilamensku eins og í þessum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleik þurfum ekki að hafa áhyggjur, smá reynsluleysi hjá Stones í senna markinnu og ef eitt eða tvö skot væru inni af þessari stórskotahríð þá hefði þessi leikur orðið okkar.

  15. Halli skrifar:

    Ef það reynist rétt að Stones verði frá vegna meiðsla þá væri ég til í að sjá Martinez prufa Jags og Barry í miðvörðunum og þá McCarthy með annaðhvort Gibbson eða Besic sem djúpa miðjumenn. Ereinhver hér sem væru til í að sjá þessa stillingu á varnarleiknum?

  16. Diddi skrifar:

    það er töluvert talað um í netheimum að Distin og Martinez hafi lent saman vegna þeirrar ákvörðunar Martinez um að setja Stones inn í stað Distin. Það hefur verið talað um að hann hafi ekki mætt á æfingu í einhverja daga vegna þessa og framtíðin sé frekar óljós fyrir hann. Eins og vanalega er okkar frábæra knattspyrnufélag ekkert að greina frá þessu. Kannski seinna, kannski seinna 🙂

  17. Finnur skrifar:

    Yfirleitt eru þessir orðrómar um að hinn og þessi hafi rokið á dyr ekkert meira en það — orðrómar. Þetta tilfelli hljómar alls ekki „in character“ fyrir leikmann eins og Distin enda erfitt að finna mann sem er léttari í skapinu en einmitt hann. En maður veit aldrei. Grunar samt að okkar frábæra knattspyrnufélag sé ekkert að greina frá þessu vegna þess að það er engin frétt þarna á bak við. Distin er, að ég held, á meiðslalistanum sem skýrir æfingaleysið.

    Hvað miðverði varðar þá væru Jags og Barry athyglisverður kostur að prófa. Sakar ekki prófa það, svo sem. Ég er samt ekki einn af þeim sem hafa gefist upp á Alcaraz ennþá. Sumir leikmenn þurfa góðan sprett með aðalliðinu og spila marga leiki í röð til að sýna sitt rétta andlit. Man vel eftir Heitinga þegar hann fékk tækifæri þegar Jagielka meiddist. Hafði verið slakur fram að því í þeim fáu leikjum sem hann fékk að spila en endaði á að vera kjörinn leikmaður ársins, ef ég man rétt.

  18. Einar G skrifar:

    Jæja hvernig væri að anda inn og út síðan í þessari röð 😉 Örvæntum ekki. Hafa verið Everton áðdáandi af lífs of sálarkröftum síðan 1984 (6 ára gamall þá) Þá er ég undirbúinn undir allt, að sjálfsögðu væntir maður að klúbbur sem er búinn að vera að rísa og rísa undanfarið geri betur en í fyrstu leikjum tímabilsins, en eins og Finnur bendir réttilega á þá eru Everton búnir að mæta mjög sterkum og erfiðum andstæðingum. Held samt að ekki megi gleymast að deildin er að jafnast (ef undan er skilin sæti 1 og 2) Þannig að við getum ekki búist við í raun að vinna neitt lið en á móti kemur að við getum einnig unnið öll lið. Eins og ég sagði áður örvæntum ekki. Finnst að gagnrýni á Martinez sé óþörf hann veit alveg hvað hann er að gera, allavegana hefur hann mér ekki vitandi hringt í neinn sérfræðinginn hér ;). Við munum rísa upp aftur 😉 og jú tímabilið er nýbyrjað. Góðar stundir 😉

    • Gestur skrifar:

      Ég held að þessir erfiðu tímar séu ekki alveg það sem Martinez vill og þannig ekki eftir bókinn. Hann er bara í verulega erfiðum málum og þá reynir mest á stjórann. Það að hafa byrjað svona ílla er ekki eftir hans plani en ef við skoðum stöðuna í deildinni þá er hún mjög jöfn og það þarf ekki langt rönn til að komast í topp 5-6.
      En Everton þarf að fara að vinna leiki til þess, og ef að þessi evrópu keppni er orsökin fyrir lélegu gengi í deildin , þá spyr ég hvort hún sé að skila einhverju fyrir félagið? Það virðist allavega ekki vera ástæða til að spila með sterkasta liðið hverju sinni, þetta var eins hjá Moyes, þá fengu oft ungu leikmennirnir að spreyta sig. Tímabilið verður ekki lengur nýbyrjað það er búið 1/5 af mótinu. Áfram Everton

  19. Ari S skrifar:

    Það er svo sem ágætt að vera kominn á jörðina, núna býst maður við jafnteflli hjá Everton (aldrei tapi sko) í næsta leik og verður miklu meira gaman ef þeir vinna. Bónus ef þeir vinna með miklum mun… 🙂

    Ekki rétt félagar?

  20. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja Stones verður að fara í aðgerð og verður líklega frá í 10 til 14 vikur.
    Ekki eru þær fréttir til að fylla mann bjartsýni.

  21. Diddi skrifar:

    það er nú reyndar helvíti oft sem sögusagnir (rumours) hafa einhverjar rætur, það er svo annað mál hvort menn viðurkenna það. En þetta rennir allavega stoðum undir að það hafi eitthvað gengið á í herbúðunum. http://royalbluemersey.sbnation.com/2014/10/9/6951913/martinez-clears-the-air-on-distin-rumors-everton-training.
    Mér finnst á þeim fjölmörgu árum sem ég hef fylgst með og hrærst í fótbolta þá hafi einmitt mjög oft hlutir verið þaggaðir niður en það er erfitt nú á tímum þegar veggirnir hafa eyru og tæknin er orðin þvílík. En sem sagt Distin fær að halda áfram og það er gott.

  22. Finnur skrifar:

    Athyglisvert…. Ég veit ekki hvaða fréttaefni þú ert að lesa en ég les töluvert af efni um Everton í hverri viku og mér finnst einmitt helvíti oft sem sögusagnir hafi enga stoð í raunveruleikanum. Kannski er það bara ég.

    Fyrir hvern orðróm um leikmann á leið til/frá félaginu sem reynist réttur eru 50 aðrir sem eru rangir. Aðrir orðrómar virðast í miklum minnihluta. En ég sé ekkert í þessari grein sem staðfestir að Distin hafi rokið á dyr í fússi, tja… nema fyrirsögnin kannski, sem mér sýnist vera það sem kallast á blaðamannamáli „link-bait“ — (fyrirsögnin höfð svolítið ögrandi og viljandi teygt á sannleikanum svo þú smellir og þar af leiðandi fá þeir sem skrifuðu fréttina borgað fyrir auglýsinguna á síðunni).

    Það er erfitt að segja hvort Distin hafi í raun og veru farið í fýlu. Mikið rétt — stundum er sannleikskorn í þessu. Kannski núna, hver veit? Í grunninn til þó þá eiga allir leikmenn Everton að vera ósáttir við það að vera ekki fastamenn í liðinu. Sá leikmaður sem er það ekki hefur einfaldlega ekkert erindi í hópinn. Sé ekki að það sé fréttnæmt þegar það gerist eða að félagið skuldi útskýringu á því.

    Mér sýnist þó á öllu sem hér sé um að ræða vel þekkt fyrirbæri úr blaðamannaheiminum: Skálda upp krísu og birta æsifrétt um það. Snúa svo út úr svörum við krísunni og fá þannig ekki bara „staðfestingu“ á því að krísan hafi verið til staðar heldur líka tækifæri til að birta aðra frétt: „Búið að leysa úr krísunni!“. Tvöfaldur sigur (að þeirra mati).

  23. Diddi skrifar:

    ekkert í mínum athugasemdum sem segir að það sé eitthvað staðfest, aðeins að það renni stoðum undir, tvennt ólíkt. Ég er sammála því að það er ekki oft mikið að marka orðróminn í félagaskiptaglugganum varðandi leikmenn að koma eða fara en ansi oft hefur eitthvað svona upphlaup milli leikmanna og þjálfara byrjað sem orðrómur og ég les allt sem ég finn um Everton á hverjum degi og hef gert síðan internetið kom til skjalanna, nánast allar fréttir koma á Newsnow.co.uk og svo margar fleiri 🙂 Það er annars merkilegt að ef ég rita eitthvað hér á þennan þráð þá þarft þú alltaf að koma rétt á eftir og rengja eða gera lítið úr því sem ég skrifa Finnur og kann ég þér sérstaklega miklar þakkir fyrir það 🙂

    • Finnur skrifar:

      Sæll Diddi minn,

      > Það er annars merkilegt að ef ég rita eitthvað hér á þennan þráð þá þarft þú
      > alltaf að koma rétt á eftir og rengja eða gera lítið úr því sem ég skrifa

      Þessi ummæli þín komu mér mikið á óvart því ég taldi mig ekki hafa sérstaklega gert í að rengja þig á þessum þræði. Ég las hann því allan frá upphafi aftur (til að vera alveg viss) og sé þessi samskipti (eða skort á svörum) okkar á milli:

      1) Þú sagðist vera sammála Orra og ég hnýtti ekki í það, enda engin ástæða til.

      2) Þú bentir á að ég hefði í raun ekki hætt að lesa kommentið hjá Ingvari, líkt og ég hélt fram (rengdir mig 😉 — og allt í lagi með það). Ég staðfesti að þar hefðir þú heilmikið til þíns máls og velti svo fyrir mér hvað ég hefði betur sagt.

      3) Þú komst með ágætis tillögu að þýðingu á orðunum „lost me at“ sem ég gerði enga athugasemd við. Fín tillaga.

      Ekkert við þetta að athuga, geri ég ráð fyrir. Þannig að þú hlýtur að vera að vísa annaðhvort í það hvort sannleikskorn sé í meirihluta orðróma almennt eða hvort nákvæmlega þessi orðrómur um Distin sé sannur. Í báðum tilfellum er þó einfaldlega um ólíkar skoðanir hjá okkur að ræða og ólíkar túlkanir á einhverju sem birtist í fréttamiðli út í heimi. Ég sé ekki hvernig tveir aðilar sem greina frá því hvernig þeir sjái hlutina með ólíkum hætti séu að rengja hinn eða gera lítið úr málflutningi hvors annars. Þetta eru einfaldlega tvær ólíkar skoðanir/sýnir á hlutina og því enginn sem hefur rangt fyrir sér þegar hið rétta í málinu kemur í ljós.

      Athugaðu að ég orðaði mín svör á þræðinum þannig að ég velti fyrir mér hvort *orðrómurinn* væri réttur — ekki hvort *þú* hefðir rétt eða rangt fyrir þér. Það er mikilvægt að gera greinarmun þar á milli. En ég gaf líka til kynna að orðrómurinn *kynni* að vera réttur og bætti við „hver veit?“ og „maður veit aldrei“. Og mér finnst það eiginlega fínt ef hann er réttur því ég vil að Distin sé alveg brjálaður yfir því að vera ekki í liðinu.

      Allavega. Ég vona að þetta útskýri mína afstöðu betur, valdi ekki neinum misskilningi og að við getum snúið okkur að einhverju meira skemmtilegu. 🙂 Talandi um það: Jagielka var að skora í kvöld fyrsta mark Englands gegn San Marino í Evrópukeppninni. Vonandi að þetta hvetji hann áfram og að þeir Distin nái aftur fyrra formi sem fyrst. Þurfum svo sannarlega á því að halda.

  24. Diddi skrifar:

    ég kallaði þetta spjallborð „þráð“ þegar auðvitað þráðurinn er bara kannski þessi grein en ég átti við Spjallborðið í heild 🙂 Já og ég vona að Distin og Jagielka verði báðir á meðal markaskorara í næsta leik fyrir EVERTON 🙂

  25. Ari S skrifar:

    Ég las newsnow.co.uk í mörg ár… alltof margar neikvæðar fréttir af Everton sem að ná að troða sér þarna fram… er hættur að fara þangað og þú ættir að gera það líka Diddi… 🙂

    „Það er annars merkilegt að ef ég rita eitthvað hér á þennan þráð þá þarft þú alltaf að koma rétt á eftir og rengja eða gera lítið úr því sem ég skrifa Finnur … “

    Ertu ekki smá að grínast Diddi?

    kær kveðja,

    Ari

  26. Diddi skrifar:

    Okei, forðumst neikvæðar fréttir af Everton 🙁

  27. Ari S skrifar:

    „Mourinho likes the way Stones is playing“

    „Manchester United have an interest in Leighton Baines“

    „Liverpool should have won Everton“

    „Distin and Martinez are enemies“

    „Everton were better last season“

    Þetta eru nú tilbúnar fyrirsagnir hjá mér.. en svona upplifði ég newsnow.co.uk og er hættur að fara þangað. Þú mátt alveg halda því áfram Diddi minn, ekki misskilja mig þarna að ofan og endilega ekki forðast neikvæðar fréttir af Everton 😉

  28. Ari S skrifar:

    Ég er sammála þér og Martin.

  29. Finnur skrifar:

    Ég þori ekki öðru en að vera sammála. 🙂

    Er reyndar sammála. Finnst kannski full mikið gert úr þætti Martins í greininni og full lítið úr þætti Martínez, sem gaf honum leyfi til að þróa sinn leik á tímabilinu og gera mistök.

  30. Ari S skrifar:

    Ég var ekki McGeady maður eftir fyrstu leikina hans með Everton. Ég hélt að Martinez hefði gert mistök með því að fá McGeady til Everton. Svo er alls ekki að mínu mati í dag, en samt er McGeady misjafn og það er helsti dragbítur margra góðra leikmanna að hafa ekki stöðugleikann. Ég hef samt trú á því að hann sé að koma til og hann á það til að vera góður í tveimur leikjum í röð… long may it continue ……. afsakaðu slettuna Finnur 😉