full screen background image

Everton vs. Chelsea

Mynd: Everton FC.

Everton tekur á móti Chelsea á Goodison Park á laugardaginn kl. 16:30 en þetta verður þriðji leikur tímabilsins. Everton hefur byrjað tímabilið líkt og í fyrra með tveimur mjög óverðskulduðum jafnteflum en á síðasta tímabili var það ekki fyrr en liðið mætti Chelsea á heimavelli (í sigurleik) sem tímabilið byrjaði fyrir alvöru. Vonandi að það gerist aftur á laugardaginn.

Eto’o er gjaldgengur í leikinn, sem og Lukaku — sem hefur hingað til ekki mátt spila gegn Chelsea þar sem hann var þeirra leikmaður á láni til okkar. Það kemur hins vegar í hlut Christian Atsu að horfa á leikinn úr stúkunni þar sem hann er nú í sömu stöðu. Pienaar, Kone, Oviedo og Barkley verða pottþétt á hliðarlínunni og spurningarmerki með Lukaku sem hefur átt við meiðsli í tá að stríða. Maður á þó frekar von á því að hann geti tekið þátt í einhverri mynd. Aðrir eru heilir.

Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Mirallas, Barry, McCarthy, McGeady, Naismith, Lukaku.

Hjá Chelsea er Diego Costa líklega meiddur og Schurle líka en þessir tveir hafa skorað þrjú af fimm mörkum Chelsea á tímabilinu. John Terry, fyrirliði Chelsea, lét réttilega hafa það eftir sér að Chelsea ættu alltaf í vandræðum með Everton á Goodison Park, en þeir hafa aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum á Goodison Park. Myndin hér að ofan sýnir einmitt Pienaar að skora gegn þeim en hann verður fjarri góðu gamni.

Það var frábært að sjá Seamus Coleman ná heilum leik síðast enda er hann mjög mikilvægur hlekkur í liðinu, ekki bara varnarlega heldur líka drjúgur að skora mörk eins og þetta viðtal (sjá vídeó) útlistar (mörk hans á síðasta tímabils byrja um miðbik myndskeiðs).

En í öðrum fréttum er það helst að:

– Varnarmaðurinn efnilegi og fyrirliði U21 árs liðsins, Tyias Browning (20 ára), skrifaði undir þriggja ára samning á dögunum eða til loka 2016/17 tímabilsins. Hann fylgir þar með í fótspor fjölmargra liðsmanna Everton sem hafa framlengt eða skrifað undir langtímasamning með liðinu. Gott mál!
– Baines segist ekki vera að horfa annað, hann langar að spila ferilinn til enda með Everton, vinna titla og vera partur af liðinu sem færir klúbbnum velgengni.
– Samuel Eto’o tilkynnti að hann hefur lagt landsliðsskóna á hilluna og getur því einbeitt sér að því að raða inn mörkum fyrir Everton.
– Dregið var í þriðju umferð deildarbikarsins og kemur það í hlut Everton að mæta Swansea í á útivelli í vikunni sem hefst 22. september.
– Og í lokin má geta þess að Everton hefur hafið útvarpsútsendingar með fréttum af klúbbnum á hverjum miðvikudegi á prime time milli 17:00 og 18:00. Þátturinn er endurtekinn um helgar á City Talk í Liverpool FM 105.9. Það væri ekki leiðinlegt að komast í upptökur af því á netinu en ekki víst hvernig verður með það.
– Á morgun verður dregið í Europa League og þá kemur í ljós hverjir mótherjar Everton verða í þeirri keppni.

En, Chelsea næst á laugardaginn kl. 16:30, í beinni á Ölveri, heimavelli Everton á Íslandi. Ekki missa af honum!

1 athugasemd

  1. þorri skrifar:

    mjög líklegt að ég komist ekki.En ég ælta að reyna að horfa á hann á ísafirði.Skemmtið ykkur vel félagar og ég ælta að því að nú komi fyrsti sigurin 2-1 fyrir okkar mönnum KOMA SVO ÁFRAM EVERTON

%d bloggers like this: