Samuel Eto’o skrifar undir

Mynd: Everton FC.

Everton tilkynnti nú rétt í þessu að samkomulag hefði náðst við framherjann Samuel Eto’o sem kemur til okkar á frjálsri sölu. Eto’o er 33 ára framherji í landsliði Kamerún og skrifaði undir tveggja ára samning. Hann lék með Chelsea á síðasta tímabili, skoraði 12 mörk og átti 6 stoðsendingar í 34 leikjum sem, ef ég er að reikna þetta rétt, gerir mark eða stoðsendingu í rúmlega öðrum hverjum leik að meðaltali, sem verður að teljast ansi gott.

Eto’o var sem ungliði hjá Real Madrid en var lánaður til Mallorca sem leist nógu vel á kauða til að kaupa hann. Á fjögurra ára tímabili með þeim skoraði hann 48 mörk í 120 leikjum sem var nóg til Barcelona keypti hann fyrir litlar 24M Evrur. Hann lék í 5 ár með Barcelona og skoraði 108 mörk í 145 leikum (og að auki 27 mörk með landsliði Kamerún í 42 leikjum) en var svo seldur til Inter (í skiptum fyrir Ibrahimovic) þar sem hann hélt áfram að raða inn mörkum: 33 mörk í 67 leikjum. Rússnesku auðkýfingarnir Anzhi Makhachkala gerðu hann svo að launahæsta leikmanni heims þegar þeir keyptu hann af Inter og þar hélt hann áfram að skora: 25 mörk í 53 leikjum þangað til leiðin lá til Chelsea, þar sem hann lék aðeins eitt tímabil — þrátt fyrir fína tölfræði.

Ekki vantar Eto’o titlana því hann hefur unnið meistaradeildina þrisvar (með tveimur liðum), spænsku deildina þrisvar, spænska bikarinn tvisvar (með tveimur liðum), ítölsku deildina einu sinni og ítalska bikarinn einu sinni. Og svo má ekki gleyma Supercup á bæði Ítalíu og Spáni sem og FIFA club world cup og með landsliði sínu vann hann bæði Afríkubikarinn og gull á Ólympíuleikunum.

Eto’o sagði við þetta tækifæri: „I am very happy to be here, I am looking forward greatly to putting on the Blue shirt of Everton. I have been very impressed by the style of play Everton adopt.“

Hann bætti við: „I had the chance to speak with the manager over the last few days and we agreed that this was what we would do. I was impressed with his enthusiasm but also by the knowledge of football that Roberto Martinez carries, his vision of football and how he reads football. I still think I can learn a great deal from him here.“

Orð að sönnu. Við bjóðum Eto’o hjartanlega velkominn og hlökkum til að sjá hann í bláu treyjunni að skora mörkin.

Í öðrum fréttum er það helst að U21 árs liðið tapaði 2-1 fyrir Fulham U21 og U18 ára liðið vann Úlfana U18 á útivelli 0-1. Mörk liðanna skoruðu nýjasti meðlimurinn Brendan Galloway (fyrir U21 árs liðið) og Callum Connolly (fyrir U18 ára liðið).

15 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Það er mjög spennandi að fá svona mikinn sigurvegara og mann sem kann að vinna keppnir til liðs við okkur. Svo vantar töluvert uppá breiddina í sóknarleiknum og miðað við það sem ég hafði lesið þá er ég meira til í 2 ára samning við Eto’o heldur en árs lánssamning við Wellbeck. Mig hlakkar til að sjá hann byrja að skora mörk fyrir Everton

  2. Gunnþór skrifar:

    Líst vel á þetta hann mun vonandi nýtast okkur vel til að fá meiri gæði á fremsta fjórðung vallarins,sem kom augljóslega í ljós að vantaði í síðasta leik þegar Lukaku fór útaf.

  3. Finnur skrifar:

    Viðtal við Martinez um Eto’o:
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2014/08/26/eto-o-capture-thrills-martinez
    … þar sem meðal annars kom fram:

    “I’m very much excited because he is a perfect fit for what we have in the dressing room,” Martinez beamed after it was confirmed Eto’o had signed for Everton.

    “If there is anything you can use from Samuel Eto’o, it’s his appreciation of space and knowing how to move in the 18-yard box, create space and be a real threat in the final third. That’s something we can use straight away.

    “From Champions League finals, to being a reference in his national team where he won Olympic Gold, to playing in World Cups – everything in football, he has been through.“

  4. Elvar Örn skrifar:

    Spár mínar klikka bara ekki, var alveg viss að hann kæmi ☺ Hópurinn klárlega sterkari en í fyrra og verður gaman að sjá hann í Everton treyju.
    Er hræddur um að aukið momentum muni tryggja Everton sigur um næstu helgi gegn Chelsea, bara veit það strákar.
    Er ekki hópurinn bara klár?

  5. Finnur skrifar:

    20 skemmtilegustu mörk Samuel Eto’o á ferlinum:
    https://www.youtube.com/watch?v=lKS8wl4S_Gs

    Og mörkin hans á síðasta tímabili:

  6. Ari S skrifar:

    Maður getur ekki verið annað en ánægður með þetta. Þótt hann sé 33ja ára gamall þá held ég að hann eigi nóg eftir og geti nýst okkur vel næstu tvö árin. Ég er bara í skýjunum yfir þessu og Eto’o getur verið ungum sóknarmönnum hjá Everton mikil og góð innspýting til að gera þá betri.

  7. Ari G skrifar:

    Ég hef miklar efasemdir um Eto en hann hefur reynsluna og getur hjálpað öðrum það er hann stærsti kostur í dag. Héld að hann geti aldrei spilað nema til að koma inná til að leysa aðra af. Ég samt efast ekki um hans hæfileika en hann er samt stórt spurningarmerki. Maður á alltaf að hafa trú á sínu liði ef ekki þá á maður að leita að öðru liði annars ertu ekki sannur.

  8. Halldór Sig skrifar:

    Eto er góð viðbót til að breikka hópinn. Ég held hann sé ekki fenginn til að vera einhver lykilleikmaður en engu að síður er hann það sem vantaði uppá í sóknina hjá okkur. Ég held hann eigi eftir 2 góð ár. Barry er t.d bara ári yngri og hann átti frábært tímabil í fyrra og hann virðist ekkert vera að gefa eftir núna. Mjög jákvætt segi ég bara fyrir mína parta 🙂

  9. Gestur skrifar:

    Enn einn leikmaður í eldri kantnum og Martinez sagði í viðtali að hann væri dýr. Er þetta rétta leiðin til að byggja upp Everton liðið , að fá 33 ára leikmenn og eldri. Þetta er farið að minna á árið 2002. En ég vona að hann standi sig og skori nokkur mörk fyrir Everton.

  10. Ingi skrifar:

    Ég er viss um að hann muni gera góða hluti. Það meikar engan sens að fá ungan leikmann til að vera backup fyrir Lukaku sem er 21. Eto´o skoraði 10 mörk í 20 leikjum fyrir Chelsea í fyrra og flesta leikina byrjaði hann ekki heldur kom inná og setti mark. Og nota bene þetta var hans fyrsta season í enska boltanum. Ég er viss um að þetta eigi eftir að koma okkur vel. Þetta er allvegana meira safe en að kaupa super Mario á 16 millur. 😉

  11. Elvar Örn skrifar:

    Þetta sagði Eto’o

    “In the last 10 days I have travelled quite a lot and spoken to quite a few managers.

    “Over the course of those travels the person who I felt the most inspiring and would allow my contribution to best correspond was Roberto Martinez.”

    Leikstíll, framkoma og speki Martinez virðist vera að tryggja okkur þessa nýju flottu leikmenn,ekki slæmt það.
    Eto’o í þessu tilviki hefur ekki verið að tala við neina núbba stjóra svo þetta eru frábær meðmæli fyrir Martinez.

  12. Gestur skrifar:

    Ég las það einhverstaðar að Liverpool hefði ekki viljað semja við Eto´o vegna þess að hann hefði viljað 120þús. pund á viku. Ég ætla að vona að Everton sé ekki að borga honum svo mikið.

    Nú þegar búið er að semja við Eto´o þá er Everton komið á par við síðustu leiktíð. Deulofeu og Traore farnir og Besic og Eto´o komir inn. Ég hélt að Martinez hefði ætlað að stækka hópinn um 5-6 leikmenn vegna Evrópudeildarinnar þannig að næstu dagar verða ansi skemmtilegir að fylgjast með.

    • Halli skrifar:

      Mín skoðun er að við höfum ögn sterkari hóp í ár en í fyrra þar sem Atsu kemur í stað Deulofeu. Traore spilaði í 60 mín í bikar og ekkert í deild svo að mínu mati getur varla talist til leikmanna svo að Eto’o,Besic og Browning eru viðbótvið hópinn sem og að klubburinn gerði 7 atvinnusamninga við stráka úr akademíuni þar af einhverja sem urðu englandsmeistarar u-18 í vor

      • Gestur skrifar:

        jájá ég gleymdi Atsu , Everton er að fara að spila aðeins fleiri leiki en í fyrra. Traore var óheppinn en Martinez var að spá í að fá hann aftur var það ekki?

        Browning er keyptur í u21 þar sem í aðalliðinu eru Stones og Duffy og Alcatras á undan.

        Þessir 7 atvinnusamningar , eru við að fara að sjá þá spila?

  13. Finnur skrifar:

    Það lítur út fyrir að Costa nái ekki leiknum gegn okkar mönnum á laugardaginn.
    http://www.mbl.is/sport/enski/2014/08/28/costa_ur_leik_i_naestu_leikjum/