Everton – Arsenal 2-2

Mynd: Everton FC.

Everton byrjaði síðasta tímabil á þremur mjög frústrerandi jafnteflum og virðist ætla að endurtaka leikinn á þessu tímabili.

Uppstillingin fyrir Arsenal leikinn: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Pienaar, Mirallas, Naismith, Lukaku. Varamenn: Robles, McGeady, Besic, Atsu, Osman, Stones, Alcaraz.

Eftir leikinn kom í ljós að Lukaku var ekki alveg heill en hann fékk högg á tána en náði samt leiknum. Líkt og í fyrri leiknum staðsetti Martinez Lukaku á hægri kanti til að keyra á hægri bakvörð Arsenal og aftur virkaði það afskaplega vel.

Bergmál fortíðar virtist vera ráðandi í leiknum, því líkt og í síðasta heimaleik gegn Arsenal þá var leikmanni Everton skipt út af snemma vegna samstuðs við leikmann Arsenal. Síðast var það Osman sem fór blóðugur út af eftir að hafa fengið takka í augabrúnina eftir aðeins örfáar mínútur en í þetta skipti var það Pienaar, eftir að Chambers, miðvörður Arsenal, sparkaði í bakið á honum í skallaeinvígi. Og nú kom það í hlut Osman að vera skipt inn á. En það kom í ljós undir lok leiks að það hefði komið sér mjög vel að eiga skiptinguna eftir í lokin þegar menn voru farnir að þreytast.

Vörnin virkaði hálf kærulaus í byrjun, bæði Jagielka og Coleman sekir (en bötnuðu þegar leið á). Sá fyrri lét næstum því sóknarmann stela af sér boltanum og sá síðarnefndi vann boltann vel í vörninni en átti svo glórulausa sendingu út úr teig beint á mótherja en Chamberlain hitti ekki markið í skoti sínu.

Everton náði fljótt ágætum tökum á leiknum og komust yfir á 18. mínútu. Baines gaf á Barry sem var rétt utan teigs vinstra megin og hann hafði nægan tíma til að senda fyrir markið. Sendi á fjærstöng, boltinn barst rétt yfir Lukaku en Coleman, sem hafði stungið Özil af, kom á ferðinni á fjærstöng og skallaði inn. 1-0 fyrir Everton og allt vitlaust á Goodison Park, enda uppselt á leikinn og greinilega heyrðist í áhorfendum syngja hástöfum:

We play from the back
We boss in attack
The School of Science
Is on its way back.

Og Everton virtist ekki eiga í nokkrum vandræðum með að komast gegnum miðjuna og aftur fyrir varnarmenn Arsenal og var Mirallas stöðugur þyrnir í síðu Arsenal. Hann komst stuttu síðar í algjört dauðafæri þegar Naismith framlengdi skalla á hann, sem setti Mirallas inn fyrir vörnina en á ögurstundu, með aðeins markvörðinn eftir og varnarmenn nartanda í hælana, missti Mirallas jafnvægið og setti boltann rétt framhjá stönginni. Mirallas vildi meina að hann ætti að fá eitthvað út úr þessu — ekki viss hvort hann vildi víti eða hornspyrnu, en það var erfitt að sjá á endursýningu hvort það væri rétt.

Hann var svo ekki langt frá því að komast einn inn fyrir en síðasti varnarmaður Arsenal náði að loka á hlaupaleiðina og komast í boltann á undan honum. Mirallas var þó ekki hættur því að á 34. mínútu tók hann aukaspyrnu fyrir framan teig vinstra megin sem endaði rétt framhjá samskeytunum.

Everton fékk svo flott færi á 40. mínútu þegar stórhættuleg sending kom frá Mirallas af vinstri kanti inn í teig en boltinn aftur fyrir Lukaku sem var í ákjósanlegu færi.

En á 44. mínútu kom það sem maður hélt að myndi reynast rothögg fyrir Arsenal þegar Lukaku vann boltann af vinstri bakverðinum, náði að vippa yfir miðvörðinn Chambers sem seldi sig illa í tæklingu og sprettur fram á við, sendi boltann á Naismith í dauðafæri einn á móti markverði sem setti boltann í gegnum klofið á markverði Arsenal. 2-0 Everton. Það verður þó að viðurkennast að endursýning sýndi að Lukaku hafði líklega brotið á Mertesacker þegar hann vann boltann af honum og Naismith var líklega rangstæður þegar sendingin kom. En markið fékk að standa.

2-0 í hálfleik og Everton litið mjög vel út í fyrri hálfleik, meira með boltann og virkuðu meira ógnandi. Gátu leyft sér að slaka á og beita skyndisóknum á Arsenal liðið og litu út fyrir að vera mun líklegri til að bæta við marki en Arsenal að skora. Arsenal ekki með EITT skot sem hitti á markið í öllum fyrri hálfleiknum og lítið að gerast hjá þeim.

Og það er svo skrýtið með þetta lið okkar undir stjórn Martinez að því meiri sem yfirburðirnir eru í fyrri hálfleik því meira bakslag virðist koma í þeim seinni. Það virðist eins og liðið eigi svakalega erfitt með að halda fengnum hlut því líkt og gegn Leicester þá kastaði liðið frá sér tveimur stigum og þurfti að sætta sig við jafntefli.

Wenger var greinilega ekki ánægður með nýja framherja sinn rándýra, Alexis Sanchez, því þó hann hafi verið harðduglegur í leiknum þá var ekki mikil ógnun af honum. Hann skipti honum því út af í hálfleik fyrir Giroud.

Everton stóðst pressuna ágætlega til að byrja með en eftir um 60 mínútna leik fór að halla aðeins á okkar menn. Baines hefði átt að fá vítaspyrnu þegar brotið var á honum innan teigs en hann er of heiðarlegur; lét sig ekki detta og því ekkert dæmt.

Howard átti sína fyrstu markvörslu sína í leiknum á 69. mínútu (!) þegar hann varði vel frá Giroud. Arsenal menn urðu pirraðari þegar á leið og juku pressuna stöðugt. Oft fannst manni Everton liðið bakka full mikið, kannski afturhvarf til Moyes fortíðar? Og á 80. mínútu rúmri var eins og mark lægi í loftinu. Það kom svo á 83. mínútu þegar Cazorla sendi fyrir á Ramsey sem potaði inn.

Staðan 2-1 og fjandakornið, það hlýtur að vera hægt að halda út í örfáar mínútur og landa þremur stigum? Christian Atsu strax skipt inn á fyrir Mirallas, sem hafði verið á sprettinum allan fyrri hálfleik og farið að draga svolítið af. En á 90. mínútu gerðist slysið, þegar Monreal elti arfaslaka fyrirgjöf frá Ramsey alveg upp að hornfána vinstra megin, sendir fyrir og Giroud skallar inn. BBC náði reyndar mynd af Giroud þar sem hann sést togandi í skyrtuna á Distin akkúrat þegar hann skallar í netið, en dómarinn (Kevin Friend) sá það ekki. Staðan orðin 2-2 og maður trúði varla eigin augum því annan leikinn í röð hendir liðið frá sér tveimur stigum. Síðasta tímabil hófst með óverðskulduðum jafnteflum og byrjaði ekki fyrir alvöru fyrr en á fjórða leik þegar Everton vann Chelsea heima 1-0. Eigum við ekki að vona að bergmál fortíðar haldi áfram og Naismith aftur sigurmarkið gegn Chelsea (sitt þriðja mark í þremur leikum)? Það má alltaf vona. 🙂

Einkunnir Sky Sports eru mun hliðhollari Everton en Arsenal, þó þeir gefi Howard 5 í einkunn (en segja svo jafnframt að hann hafi ekki átt neina sök í mörkum Arsenal!). Einkunnirnar: Howard 5, Baines 7, Distin 6, Jagielka 6, Coleman 7, Barry 8, McCarthy 7, Osman 6, Mirallas 7, Naismith 7, Lukaku 7. Varamenn: Pienaar 5 (tel hann sem varamann þar sem hann fékk bara örfáar mínútur), McGeady 6, Atsu 5 (fékk afar lítinn tíma). Arsenal fengu slæma útreið: 6 með FIMM í einkunn, tveir með 6 og aðeins þrír úr aðalliðinu með 7 en varamaðurinn Giroud talinn þeirra besti maður með 8.

46 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Er að telja uppá TÍU.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Fyrri hálfleikur allt í lagi ekkert spes en allt í lagi.
    Seinni hálfleikur. ÞVÍLÍKT RUSL!!! Hvað hafa þessir menn verið að gera í sumar?? Hvar er vörnin????
    Það er greinilegt að menn verða að fara að æfa betur varnarleikinn og kannski reyna að byggja upp smá þol. Mér fannst menn alveg komnir á hælana síðustu 20 mínúturnar eða svo.

    Arsenal voru mjög slakir sem betur fer. Betra lið hefði slátrað okkur.

  3. Gunnþór skrifar:

    Við skulum átta okkur á því að arsenal voru að hvíla likilmenn eftir erfiðann evrópuleik.

  4. Finnur skrifar:

    Hmmm… Hvaða lykilmenn þeirra voru hvíldir? Við höfðum einmitt orð á því á Ölveri að þetta væri um það bil þeirra sterkasta lið?

  5. Gunnþór skrifar:

    Hverjir komu inná í hálfleik?Og ég endurtek voru í leik í vikunni.

  6. Finnur skrifar:

    Þetta stenst enga skoðun…

    Szczesny — hefur byrjað alla fjóra leiki Arsenal hingað til.
    Debuchy — hefur byrjað alla fjóra leiki Arsenal hingað til.
    Mertesacker — fyrsti valkostur Wenger í miðverði, rétt náði þessum leik (var að jafna sig á meiðslum).
    Chambers — hefur byrjað alla fjóra leiki Arsenal hingað til.
    Monreal — er bara í liðinu því Gibbs meiddist í síðasta leik.
    Flamini — er bara í liðinu því Arteta meiddist.
    Wilshere — hefur byrjað alla fjóra leiki Arsenal hingað til.
    Sánchez — hefur byrjað alla fjóra leiki Arsenal hingað til.
    Ramsey — hefur byrjað alla fjóra leiki Arsenal hingað til.

    Oxlade-Chamberlain og Özil eru þeir sem eru nýir inn. Nú þekki ég ekki Arsenal nógu vel til að vita hvar þeir fitta inn, en ég veit þó að þetta eru nú engir kjúklingar. En fyrst þú nefnir varamennina: Giroud hefur fengið einn byrjunarleik en annars verið notaður sem varamaður hingað til. Cazorla hefur fengið þrjá leiki í byrjunarliðinu og verið skipt út af tvisvar. Sâ hann gera þó nokkur mistök án pressu gegn Crystal Palace, til dæmis. Það er ekkert óeðlilegt við það að leyfa honum að verma bekkinn í einn leik.

    Arsenal voru einfaldlega að spila því liði sem er í toppformi hjá þeim og langt í frá hægt að halda fram að hér hafi Wenger verið að hvíla lykilmenn fyrir Meistaradeildarleikinn.

  7. Gunnþór skrifar:

    Ég sagði aldrei að hann væri að hvíla menn fyrir næsta leik,var einfaldlega að benda á að þeir voru að spila erfðann leik í vikunni og ættu eðlilega og voru þungir í leiknum,sem við náðum ekki að nýta okkur.

  8. Finnur skrifar:

    Fyrirgjöfin í jöfnunarmarkinu var of há til að Jagielka næði að skalla frá en Giroud var brotlegur inni í teig þegar hann skallaði inn, eins og BBC náðu á mynd:
    http://ichef.bbci.co.uk/onesport/cps/400/media/images/77139000/jpg/_77139654_454014964.jpg

    Greining Executioner’s Bong á leiknum:
    http://theexecutionersbong.wordpress.com/2014/08/24/everton-collapse-2-poor-defending-or-fatigue/

  9. þorri skrifar:

    Fyrri hálfleikur var okkar eign og við nýtum það mjög vel enda 2-0 í hálfleik.En þetta snerist smá saman í Seinnihálfleik.Þá tóku Arsenal öll völd á síðustu 10 mín.Mér fanst varnar vinnann á þeim kafla vera mjög léglegur vægast sagt.Kanski að Martínes ætti að breita varnarlínuni.Hættum að væla og seigum ÁFRAM EVERTON.

  10. Gestur skrifar:

    Ég var að spá í úthaldið í liðinu og er liðið ekki bara að vera of gamalt og hefur ekki úthald í svona hátempu leik.
    Howard 35ára, Jagielka 32ára, Distin 37ára í des, Barry 34ára, Pienaar 33ára í mars, Osman 33ára og Baines er að verða 30 ára des. Stone ætti að fara að kom inn fyrir Distin. Bara smá vangaveltur. Áfram Everton

  11. Finnur skrifar:

    Gestur: Erfitt að segja. Mér finnst samt pínu einföldun að einblína bara á úthaldið. Það er örugglega faktor en ég held það sé fleira sem spilar þar inn í, t.d. hugarfarið (liðið bakkaði full mikið undir lokin, „tvö mörk nóg?“) og svo hafði Arsenal náttúrulega eina úthalds-skiptingu aukalega á okkar menn því Pienaar fór út af á fyrstu mínútunum.

    Mér fannst samt hvorugt markið bera keim af þreytu sérstaklega. Fyrra markið var flott einstaklingsframtak hjá Cazorla (göngubolti inni í teig og sendi fyrir) og hið síðara (sending frá hornfána) skallamark eftir brot hjá Giroud á Distin. Ég held að ef dómarinn hefði séð brotið hefði enginn verið að tala í dag um úthaldsleysi í Everton liðinu.

    Bara mínar vangaveltur. 🙂

    Einar G: Welbeck er búinn að vera orðaður við Everton um nokkurn tíma og menn eru ekki á einu máli um hann. Einhver sagði mér að hann hefði hjá United oft verið notaður í „rangri“ stöðu (hef ekki fylgst með því) þannig að kannski blómstrar hann annars staðar en hjá þeim. Maður veit aldrei.

  12. Gestur skrifar:

    já það getur verið rétt, en við vorum líka heppnir með markið hjá Naismith. Og þegar Lukaku fór útaf þá vantaði mikið í liðið. Atzu kom sprækur og er eldfljótur . Það vantar einhvern fyrir Barkley, Osman var ekki að höndla þetta.

  13. Elvar Örn skrifar:

    Samuel Eto’o er á leið til Everton á 2 ára samningi, hvernig lýst mönnum á það?

    Held þetta sé ansi solid.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Æ ég veit ekki. Fyrir nokkrum árum hefði maður hoppað hæð sína af gleði yfir því að það væri jafnvel bara möguleiki. En núna??? Æ ég veit ekki. Held að hann sé kominn nokkur ár yfir síðasta söludag.

  14. Finnur skrifar:

    Það er sama hvaðan gott kemur. Ef hann skorar mörk þá setur hann pressu á aðra að gera vel og það er það sem við viljum.

  15. Ari S skrifar:

    Ingvar og Gunnþór þið eruð ömurlegir í neikvæðninni. Gestur frekar neikvæður líka… Af hverju bara yfir höfuð að vera að leggja það á sig að styðja Everton ef þetta er svona erfitt? Þið eruð snarvitlausir eftir tvo leiki þegar tímabilið er nýbyrjað…. ja hérna hér… hehe 🙂

    Gestur þetta er misskilningur hjá þér… það er Naismith sem skellir sér inn fyrir Barkley að mínu mati, ekki Osman…

    Ég er bara orðlaus yfir neikvæðninni og fýlunni sem kemur fram hérna.

    kær kveðja,

    Ari

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Ari þú hittir naglann beint á höfuðið. Tímabilið er nefnilega byrjað. En þér finnst kannski allt í lagi að vinna ekki leik fyrr en eftir 4 eða umferðir eða hvað.

      • Ari S skrifar:

        Sko ég hefði viljað vinna báða þessa leiki sem við erum að tala um. En ég eyði ekki tíma í að væla yfir því þegar við vinnum þá ekki. Það fer allt of mikil orka í það. (I´ve been there eins og englendingurinn myndi segja) Þess vegna læt ég af öllu væli og sný mér að næsta leik. Og neikvæðnin hjá ykkur er líka alveg ótrúleg en talaðu við mig eftir 4 leiki og sjáum hvort að staðan verði ekki aðeins öðruvðísi þá kæri Ingvar minn. Ég get því miður eki svarað þessari fáránlegur spurningu um það hvernig mér mun líða eftir 4 leiki þegar bara eru búnir 2… eða getur þú það Ingvar?

        kær kveðja, Ari

        ps. og Eto’o verður flottur hja´okkur ef hann kemur ég get fullyrt það 🙂

        • Finnur skrifar:

          Það er vel þekkt að erfitt er að lesa tón úr því sem menn láta frá sér fara og kannski er þetta spurning um að orða hlutina aðeins öðruvísi svo þeir virki ekki jafn neikvæðir.

          Ég nefni sem dæmi: Þegar vörn sem spilar gegn Arsenal fær ekki svo mikið sem eitt skot á eigið mark í 70 mínútur er flokkuð eftir leikinn sem „rusl“. Minni á að þetta er sama vörnin og fékk á sig… var það ekki næst-fæstu deildarmörkin á öllu síðasta tímabili? Ég skil ekki alveg hvernig hægt er að setja Baines, Coleman, Distin og Jagielka í rusl-flokk eftir tvo leiki.

          Ég held við getum öll verið sammála um það að spilamennskan síðustu 20 mínúturnar var ekki nærri því jafn góð og fyrstu 70 og það var mjög sárt að sjá tvö stig fara í súginn. Látum samt vera að snúa hnífnum í sárinu með því að rakka niður liðið því það skilar engu jákvæðu.

    • Gestur skrifar:

      Þetta er ekki neikvæðni, er ég að spuglera hvað mætti betur fara hjá Everton. Eigum við bara að vera ánægðir að vera með tveggja marka forustu og missa hana niður?
      Nei, ég get ekki sætt mig við það og ef að menn geta ekki rætt um hlutina, þá tilhvers er þessi síða?

      Ég gat ekki betur séð en Naismith væri fremstur

      • Ari S skrifar:

        Jú rétt Naismith var fremstur en það var vegna þess að Lukaku spilaði meiddur með hugsanlegt tábrot. Og þegar Eto’o verður kominn þá verður Naismith í Barkley stöðunni.

      • Ari S skrifar:

        Gestur þessi upptalning á aldri liðsins á varla rétt á sér nema kannski að engir ungir leikmenn væru sjáanlegir. Þá mættum við hafa áhyggjur. distin er sá eini sem er að komast á aldur að mínu mati og svo fer þeð reyndar ekki eftir aldri heldur ástandi þeirra. Við erum með menn í vinnu til að tryggja að þessir GÖMLU kallar séu nógu góðir til þess að spila og við ættum alls ekki að hafa of miklar áhyggjur af aldrei þeirra.

        Til hvers er þessi síða? „menn verða að geta rætt hlutina“? er ég ekki að því? mér finnst þið neikvæðir og ég setti þá skoðun mína fram hér. Þú heldur bara áfram að koma fram með þínar skoðanir á hlutunum og ekki vera að skella því á mig að ég sé að banna þér að skrifa hérna sem er bara alls ekki réTT! Miklu frekar að ég taki mér pásu svo þið getið verið eins og þið viljið.

        kær kveðja,

        Ari

        • Finnur skrifar:

          Það stuðaði mig pínulítið við þessa upptalningu á aldri leikmanna að verið var að gefa í skyn að vandamálið væri ekki svo mikið skortur á úthaldi (sem tekur bara tíma leysa) heldur það að liðið sé orðið svo gamalt að það getur ekki lengur tekið þátt (sem er mun erfiðara vandmál að leysa með tilheyrandi röskun á liðsheildinni). Þetta er jú sama liðið og náði besta árangri Everton í Úrvalsdeild frá upphafi + Besic og kannski Eto’o.

          Ég hef ekki séð tölur fyrir þetta tímabil en á einni síðunni sem útlistaði meðalaldur liða á síðasta tímabili var Everton um miðbik hvað aldur varðar (11. sæti) með yngra lið en bæði City, Chelsea svo dæmi séu tekin.

        • Gestur skrifar:

          Er ég ekki að ræða hlutina að þínu mati? Ég hef sett hér fram skoðanir mínar og ekki verið að rakka neinn niður.

          Ég get ekki séð að ég hafi verið að skella því á þig að banna mér að skrifa!

          Upptalningin á aldri liðsins var að benda á að í liði Everton eru menn að eldast og það er verið að fá eldri menn inn , sem mér finnst ekki gott.

          • Ari S skrifar:

            Jú þú ert að ræða hlutina Gestur, en þú ert samt neikvæður (að mínu mati, Gunnþór og Ingvar samt verri) og hvergi hef ég séð að því sé haldið fram að þú sért að rakka menn niður.

            Ég held að við séum ekkert með eldri leikmenn en önnur lið. Unglingastarf Everton er með því besta sem gerist á Englandi og jafnvel þótt víðar væri leitað.

            Stones getur leyst Distin af og Bešić getur leyst Barry af ef að þeir verða skyndilega OF gamlir allt í einu. Barry var samt besti maður liðsins á heildina litið á síðasta tímabili og virðist ekki vera að slá af allavega EKKI í tæklingunum sem er bara gott. Distin er mesti og besti íþróttamaðurinn í hópnum að sögn hinna leikmanna, það er samt að koma tími á hann tek undir það en hann virðist samt ekki slaka á líkamlega samt. Howard er EKKI gamall allavega ef miðað er við frammistöðu hans á HM. Jagielka er 32ja og hann er enn að standa sig, engar áhyggjur þar. Aldur liðsins er ekki ástæðan fyrir því að svo fór sem fór gegn Arsenal, þó að hugsanlega hafi elsti maður liðsins átt sök í einhverjum atvikum í mörkunum sem við fengum á okkur.

            kær kveðja,

            Ari

  16. Ari S skrifar:

    Eto’o verður flottur fyrir Everton. Og Ingvar 33 er enginn aldur og ef að Martinez heldur að Eto’o geti gert gagn fyrir félagið okkar þá treysti ég Martinez.

    Það þarf nú engann speking til þess að sjá að Eto’o er ekki eins góður og hann var fyrir nokkrum árum. Jú þá voru menn líka að tala um að þetta væri einn besti striker í heimi á einhverjum tímapunkti. Hann er alveg örugglega nógu góður ennþá til þess að stækka hópinn okkar og styrkja. Hver veit nema hann skori gegn sínum gömlu félögum í Chelsea um næstu helgi?

    Talið er að támeiðsli Lukaku hafi gert það að verkum að Eto’o er fenginn til félagsins núna. Hann er reyndar ekki kominn ennþá en ég vona að svo verði og einn besti striker í heimi fyrir nokkrum árum verður ekki allt í einu lélegur þó hann sé 33ja ára.

    kær kveðja,

    Ari

  17. þorri skrifar:

    Ég held að Eto verði bara góður hjá okkur Hann er búinn að skrifa undir 2 ára samning.Það er allt í lagi að ræða málin hér á síðuni á jákvæðis nótum.Komon við erum bara í 10 sæti eftir umferðina ekkert væl ÁFRAM EVERTON.

  18. Elvar Örn skrifar:

    Jæja strákar, núna eru bara 3 dagar í það að dregið verði í riðla í Evrópu-deildinni.
    Nánar um það hér:
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/europa-league-draw-you-need-7672532?
    Ég veit að menn hafa verið að huga að því að fara á leik í vetur á Goodison Park og helst að ná leik í Europa League í leiðinni, þ.e. tvo leiki í sömu ferð. Ég held að menn geti lagst betur yfir málin þegar búið er að draga í riðla og gaman að heyra hverjir hafa áhuga.

    Hvað er annars að frétta af árshátíð Everton á Íslandi, hafa menn rætt hvenær og hvar ætti að halda hana?

    Ég er pínu sammála mönnum að neikvæðnin er kannski aðeins að bera menn ofurliði og vil meina að spilamennskan er heilt yfir ekki eins slæm og menn tala um.
    Það má ekki gleyma því að Everton var betra liðið gegn Leicester þó seinni hálfleikur hafi verið afleitur. Bæði mörk þeirra komu eftur óheppilega hreinsun frá Distin annarsvegar og Jagielka hinsvegar, meira óheppni en lélegur varnaleikur fannst mér, mörkin okkar voru hinsvegar stórbrotin bæði.
    Leikurinn gegn Arsenal var þannig að Everton voru klárlega betri fyrstu 70-75 mínúturnar (betri ending en gegn Leicester) en gáfu eftir í lokin og ótrúlegt að fá þessi tvö mörk á sig, en enn og aftur Everton klárlega betra liðið í þeim leik sem sést greinilega á einkunn sem leikmenn fengu fyrir þennan leik.
    Mest ber á gremju hjá mér að hafa misst báða þessa leiki í jafntefli en á seinustu leiktíð var þetta ótrúlega oft svona, þ.e. mjög sjaldan sem við vorum heppnir með jafntefli eða verri í jafnteflis leikjunum.
    Á seinustu leiktíð gerðum við þrjú jafntefli gegn slakari liðum í byrjun leiktíðar og unnum síðan Chelsea ef ég man rétt og rukum síðan upp töfluna, spurning hvað menn segja ef við vinnum Chelsea um helgina?
    Sýnist Man City vera ógnasterkt sem og Chelsea (hafa þó ekki mætt sterkum andstæðingum) en klárlega veikleikar hjá Arsenal, Man Utd og Liverpool svo dæmi sé tekið.

    Ég er alveg klár á því að ef Eto’o kemur (hann fer í læknisskoðun í dag skv. miðlum) þá getum við klárlega gælt við Meistaradeildar sæti, engin ástæða til að annars.

    Það verður einnig frábært að sjá Everton spreyta sig í Evrópu deildinni og sjá hvaða áhrif fleiri leikir hafa á liðið og stemninguna.

  19. Elvar Örn skrifar:

    Eiður Smári verður með Jamie Redknapp á Sky Sports næsta laugardag þegar leikur Everton og Chelsea fer fram.
    http://www.visir.is/redknapp-bokadi-eid-smara-i-leik-a-sky-sports-a-instagram/article/2014140829212

  20. Finnur skrifar:

    Takk fyrir innleggið, Elvar. Mjög kærkomið.

    Línurnar fara að skýrast fljótlega. Hvað næstu ferð varðar erum við að bíða eftir að dregið verði í riðla í Europa League, sem ætti að gerast í lok mánaðar og þá er leikjaplanið ljóst. Deildarleikurinn sem við horfum til er Crystal Palace heima-leikurinn (21. sept) því það er Evrópuleikur á undan honum og ef sá Evrópuleikur er á heimavelli þá er komin forsenda fyrir því að ná tveimur leikjum með Everton í einni ferð. Þeir sem vilja geta tekið líka Meistaradeildarleik en það gætu verið allt að tveir í nágrenninu — á miðvikudegi, að mig minnir. Ef leikjaplanið er okkur ekki hagstætt myndum við mögulega skipta og fara á Aston Villa leikinn í staðinn.

    Hvað árshátíð varðar þá kom upp hugmynd að hafa Everton dag þann 22. nóvember fyrir norðan (fyrir West Ham leikinn) og halda árshátíð þar um kvöldið. Okkur finnst kominn tími á að gera eitthvað með ykkur fyrir norðan svo þið þurfið ekki alltaf að koma suður. Athugið samt að þetta hefur ekki verið fastákveðið og gæti því breyst; er bara á hugmyndastiginu.

    Það þarf líka að fara að boða til aðalfundar og dagsetning derby leiks var nefnd í því samhengi á Ölveri (27. september).

    Þannig að: Dagsetningar sem vert er að skoða og taka frá:
    21. sept og nokkrir dagar á undan: Möguleg Everton ferð á tvo leiki.
    27. sept: Möguleg aðalfundur.
    18. okt: Möguleg Everton ferð á Aston Villa leikinn.
    22. nóvember: Mögulega Everton dagur og árshátíð fyrir norðan.

  21. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja þá er Etoo kominn (jibbí). Vonandi stendur hann sig.

  22. Finnur skrifar:

    Staðfest: http://everton.is/?p=7708

  23. Gunnþór skrifar:

    Hr neikvæður hér þið pollyarnar eruð frábærir,af hverju þurfa menn alltaf að vera sammála hér á þessari síðu,af hverju er það neikvæðni að tala um liðið eins og það spilar leik fyrir leik og sjá galla í leik liðsins,ef liðið spilar illa þá talar maður ekki eins og liðið hafi spilað vel (hef aldrei skilið það )hins vegar ef það spilar vel og á góðan leik þá talar maður þannig um liðið.Við erum aðdáendur Everton og eigum að gagnrýna liðið það er eðli aðdáenda til að liðið taki framförum og dafni sem lið.Það er nefnilega ekkert réttara það sem Ari eða Finnur seigja heldur en Invar eða Gestur bara misjafnar skoðannir. það yrðu ekki miklar framfarir á liðinnu ef allir væru alltaf í skýjunnum yfir öllu sem leikmenn,þálfarar og liðið gerði sama hversu heimskulegt það væri innan sem utan vallar.Þannig að við skulum bara virða skoðannir hvors annars hér á þessari síðu því það gerir lífið miklu skemmtilegra að skiptast á skoðunnum og ræða um okkar lið EVERTON.(við skulum líka passa okkur að verða ekki eins og aðdáendur litla liðsins í Liverpool sem sjá aldrei neitt að hjá sínu liði)

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Sammála.

      • Ari S skrifar:

        Sammála vel sagt Gunnþór við skulum virða skoðanir allra en samt ekki alltaf vera sammála. Það yrði hræðilegt að mínu mati.

    • Diddi skrifar:

      Orð í tíma töluð Gunnþór, mér hefur stundum fundist menn svolítið hörundsárir hér. Gott innlegg.

  24. Halli skrifar:

    Komið þið öll sæl hér. Ég hef átt svo lítið erfitt með að tjá mig um þennan leik um síðustu helgi og hef verið að skoða hann aftur og aftur mín skoðun er sú að Everton liðið yfirspilaði Arsenal nánast allan leikinn taktíkst með yfirhöndina allan tímann, við vorum mun öruggari í öllum aðgerðum og hreinlega bara óheppnir að vinna ekki því Arsenal átti ekki neitt skilið útúr þessum leik. En þá kemur að þeim faktor sem ég hafði áhyggjur af þegar tímabilið var að byrja og það er úthald liðið búið að spila 4 æfingaleiki og þá flesta á leikmönnum sem hafa lítil eða engin hlutverk í liðinu í keppnisleikjum og hefur það því miður reynst rétt sem sést á jöfnunarmarki í uppbótartíma í báðum leikjum tímabilsins. En einsog ég sagði áðan að þá finnst mér liðið spila vel og skapa sér vel af færum og lið einsog Arsenal á ekki möguleika á móti okkur í 70 mín þannig að frá þessum punkti vonum við það besta COYB

  25. þorri skrifar:

    Heilir og sælir félagar það er gott að heira að það sér líf og fjör á síðunni okkar.Og menn eru að tjá sig sem er gott.Ég held að Eto verið okkur góður reinslu bolti.Á þessum 2 árum.Eigum við ekki bara að einbeita okkur að Chelsea leiknum næstu helgi.Ég held að Martínes breiti ekki liðinu mikið.Það verður spurnig með Pienaar hann meiddist eitthvað smá í baki.Hvað seigið þið er Lukaku tábrotin.Er ekki þá fínt að láta Etoo byrja inn á hvað haldi þið og koma svo ÁFRAM EVERTON

  26. Elvar Örn skrifar:

    Lukaku getur varla verið tábrotinn þar sem Martinez sagði hann eiga ágætis séns á að spila næstu helgi. Pienaar er þó klárlega frá skv. honum.

    Það eru greinilega skiptar skoðanir á frammistöðu Everton í þessum tveimur leikjum en nú hef ég verið að ræða við gallharða Arsenal menn og allir sammála um að Everton hafi verið mikið betri í fyrstu 70-75 mínútur og Arsenal hafi verið heppið með jafntefli. Auðvitað mega menn vera svektir að ná ekki sigri en ég bara get ekki verið sammála t.d. Ingvari og Gunnþóri að allt sé glatað hjá okkar ágæta klúbb í byrjun leiktíðar. Það er einfaldlega þannig að Everton er mjög óheppið að vera ekki með 4 stig hið minnsta í dag en klárlega eru hlutir sem má bæta og tel ég t.d. innkomu Eto’o vera stóran lið í því að stoppa í götin. Auðvitað óvanalegt að Jagielka og Distin fái á sig tvö mörk í þessum fyrstu tveimur leikjum en ég einmitt gagnrýndi það í undirbúningsleikjum að þeir spiluðu aldrei eða nánast aldrei saman. Fyrir 2-10 árum síðan hefði það talist stórtíðindi að Everton næði jafntefli gegn Arsenal og þættu betri í leiknum en þetta var að ég held 5 taplausi leikurinn í röð gegn Arsenal.

    Sá einhver MK Dons og Man Utd í gær? Þar geta menn sko drullað yfir allt og alla, það var viðbjóðsleg frammistaða af hálfu Man Utd. og hef ég ekki enn séð Everton vera verra liðið á vellinum og enn og aftur,,,,,við erum að fara að vinna Chelsea um helgina, vitiði til.

    Góðar stundir.

    • Halli skrifar:

      Við reyndar töpuðum fyrir Arsenal í FA cup í fyrra

    • Finnur skrifar:

      5. taplausi *deildar*leikurinn í röð gegn Arsenal, átti hann við.

  27. Gunnþór skrifar:

    Elvar þetta er týpískt svar pollyönnurnar hver sagð að allt væri glatað? enginn. En að vera 2-0 og tíu mín eftir er svo svekkjandi að tapa niður í jafntefli að engin annar en Pollyanna getur reynt að gera gott þeim úr úrslitum.Við vorum miklu betri en arfaslakt Arsenal lið og það sem ég er búinn að vera að reyna að benda á er að Arsenal var og er að spila í meistaradeildinni,og það hefur áhrif á lið að vera að spila leiki inná milli leikja í deildinni.Það var engin að segja að Everton liðið væri slakt heldur að þeir noti ekki svona aðstæður til að ná hagstæðum úrslitum.Þetta væri ekkert svekkjandi ef Everton væri svona miðlungslið sem það er ekki.Nú bið ég menn eitt skipið fyrir öll að gera meiri kröfur á okkar lið en sumir eru að gera hér á síðunni.

  28. Ari S skrifar:

    Það er þó óþarfi að vera með minimáttarkennd Gunnþór fyrir Arsenal þó þeir hefi verið í evrópu síðustu 17 árin. Þetta er bara ekkert Pollýanna þó þú hafir trú á Everton og styðjir!

    Arsenal er bara ekkert betri stærri né merkilegri klúbbur en Everton, alls EKKI! Hættum að éta allt saman eftir fjölmiðlum sem að mata almúgann og fá hann til þess að trúa því að þetta sé einkaréttur ákveðinna liða að vinna titla og allt eigi alltaf að vera eins.

    kær kveðja,

    Ari

  29. Elvar Örn skrifar:

    Ef þú Gunnþór gefur þér leyfi til að kalla menn Pollyönnur alveg hægri vinstri þá kalla ég ykkur bara neikvæða svartsýnispésa. 🙂
    Drullist bara upp úr svartolíunni og sjáið ljósið.

  30. Gunnþór skrifar:

    Ari minn spurning um minnimáttarkend hver var að tala um að Arsenal væri stærri eða minni,Og Elvar þetta líkar mér menn orðnir ákveðnir svona á þetta að vera.