Brendan Galloway skrifar undir

Mynd: Everton FC.

Everton keypti bráðefnilegan varnarmann, að nafni Brendan Galloway, frá MK Dons en hann er 18 ára og hefur leikið með enska U17, U18 og U19 ára landsliðunum. Þetta var búið að liggja í loftinu um nokkurn tíma en nokkuð er síðan greint var frá því að Everton væri í samningaviðræðum um hann. Galloway varð yngsti leikmaður sem nokkurn tímann hefur leikið með aðalliði MK Dons þegar hann vann sæti í liðinu aðeins 15 ára gamall og lék 17 leiki með þeim á síðasta tímabili, suma á miðjunni. Kaupverðið var ekki gefið upp en Brendan skrifaði undir samning til 5 ára. Brendan kemur til með að leika með U21 árs liðinu, til að byrja með allavega. Velkominn Brendan!

Af öðrum ungliðum er það að frétta að U18 ára lið Everton tapaði upphafleik sínum 0-2 gegn Santos U19 í sínum riðli Durban (alþjóðlegs) móts leikmanna 19 ára og yngri. En Mjólkurbikarlið Everton vann North Dublin SL 3-0 í undanúrslitum og mætir Swindon Town í svokölluðum „Salver“ úrslitum, sem er ekki aðal verðlaun keppninnar.

2 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Vel gert.

  2. Ari G skrifar:

    Frábært að byggja upp framtíðarlið. Efast ekki um að þessi verði góður samt er ekkert öruggt þegar lið kaupa unga leikmenn en þeir eru 10 sinnum ódýrari þess er áhættan oftast þess virði. Lýst vel á framhaldið 4 komnir núna þurfum við 3 í viðbót þá er þetta orðið fínt. 1 sóknarmann, 1 vængmann, 1 markvörð treysti ekki þessum Spánverja ef Howard meiðist.