Lentir í Bangkok; útitreyjan kynnt

Mynd: Everton FC.

Undirbúningstímabilið heldur áfram en hópurinn er kominn til Bangkok í Tælandi til að meðal annars taka þátt í vináttuleik gegn Leicester, sem jafnframt eru fyrstu mótherjar Everton í deild á nýju tímabili.

Brasilíufararnir Ross Barkley og Muhamed Besic eru komnir til liðs við hópinn, en Phil Jagielka, Leighton Baines, Tim Howard og Kevin Mirallas eru enn í sumarfríi. Ákvörðun var jafnframt tekin að skilja Arouna Kone, Bryan Oviedo og Seamus Coleman eftir á æfingasvæðinu hjá sjúkraþjálfara.

Nýi útibúningurinn var einnig kynntur í dag (sjá mynd) en hann er að langstærstum hluta alveg svartur með hvítum og bláum áherslum. Þess má geta að svartur er einmitt liturinn sem Everton spilaði í stuttu eftir stofnun árið 1878 og fékk liðið um tíma viðurnefnið black watch fyrir vikið. Hægt er að sjá búninginn nánar hér en þar er einnig hægt að forpanta treyjuna og fá hana senda fyrir Leceister deildarleikinn — sem er einmitt verður leikinn á útivelli.

Comments are closed.