Af félagaskiptum

Mynd: Everton FC.

Eins og fram hefur hér komið sagði Martinez, eftir að Gareth Barry skrifaði undir nýjan samning, að hann vildi bæta við sig einum miðjumanni og þremur í framlínuna (þar af líklega einn á kantinn).

En nú hafa sögusagnirnar um miðjumanninn Muhamed Besic (sjá mynd) verið staðfestar því klúbburinn gaf út tilkynningu þess efnis að hann myndi fara með leikmannahóp Everton í æfingaferðina til Tælands. Hann virðist því við það að detta inn sem nýr leikmaður Everton og sagt er að hann kosti 4 milljónir punda frá Ungverska liðinu Ferencvaros. Hann er 21 árs Bosníumaður og tók þátt í öllum leikjum þeirra á nýloknu HM og þótti standa sig mjög vel.

Einnig var staðfest að Everton væri í samningaviðræðum við Anderlecht á ungum og efnilegum framherja, David Henen, sem United og Arsenal voru á höttunum eftir. Hann mun væntanlega kosta á bilinu 1-1.5M punda en Martinez sagði um hann: „He is a bright boy and we feel he is something different that we haven’t got in the Under-21s“.

Liðið ætti nú, með komu Besic, að vera vel búið af miðjumönnum (sem og markmönnum og varnarmönnum) og nú bíðum við spennt eftir því hvað gerist með framlínuna. Gera má fastlega ráð fyrir því að verið sé að reyna að ná samningum við Chelsea um Lukaku en Martinez hefur örugglega nokkra í huga ef þarf að leita annað.

Af ungliðunum er það að frétta að U21 árs liðið vann Wrexham U21 4-1 í vináttuleik og U18 ára liðið gerði 2-2 jafntefli á útivelli við Leeds U18.

8 Athugasemdir

  1. Ingi skrifar:

    Þetta er rosalegur tæklari, verst að ratboy er farinn. Það hefði verið gaman að sjá hann tudda soldið á honum. Besic verður bara að ráðast á Gerrard í staðin 😉

  2. Gestur skrifar:

    Á þessi að koma inn fyrir Barry eða hvað? Og að vera að kaupa sóknarmann á 1.milljón , þegar Everton vantar alvöru framherja. Hvað er að gerast hjá okkar mönnum?
    Það virðist vera algjört andleysi og eða peningaleysi til að landa eitthverju stóru eins og mörg lið eru að gera í deildinni.

  3. Orri skrifar:

    Sæll Gestur. Stríðið er ekki búið, það á eitthvað skemtilegt eftir að gerast hjá okkur.

  4. Ari G skrifar:

    Ég er mjög sáttur að kaupa framherja til framtíðar. Gott að hafa varamann fyrir Barry og McCarthy ef annar meiðist og tel gott að hvíla Barry öðru hvoru en McCarthy er yngri og getur þess vegna spilað fleiri leiki. Þetta er mjög góð byrjun Everton tapaði dýrmætum stigum vegna þess að leikmenn spiluðu of marga leiki. Hef miklar efasemdir um að við fáum Lukaku. Veit að hann er mjög góður, kannski finnst annar sem er duglegri og betri til framtíðar.

  5. Gunni D skrifar:

    Sælir félagar, nú er Drogba kominn til Chelsea. Er þá Lukaku ekki orðinn vara-varamaður á þeim bænum. Ekki víst að honum finnist það spennandi. Hvað ætli hann sé með langan samning? Veit einhver það?

  6. Finnur skrifar:

    Hann gerði 5 ára samning við Chelsea sem gildir til sumars 2016.

  7. Ari S skrifar:

    Sælir, til hamingju með Besic. Og jú hann er búinn að skrifa undir ef einhver er enn að pæla í því. 😉

    Gestur við skulum bara hætta að hafa áhyggjur af hinum liðunum ég segi eins og Orri vinur minn, stríðið er ekki búið það á eitthvað skemmtilegt eftir að gerast hjá okkur.

    Ég sá góða grein um miðjustöðuna hjá okkur þar sem við virðust vera með marga möguleika í stöðunni. Martinez talaði um það á síðasta tímabili að Baines gæti gert eins og Lahm gerði á sínum tíma… færir sig úr bakvarðarstöðu inn á miðjuna… þannig að við erum með 6 möguleika þar. Menn tala um að Ryan Ledson geri tilkall í þessa stöðu ásamt Baines en hinir fjórir eru að sjálfsögðu þar fyrir framan að mínu mati.

    – Barry, 33. Experienced midfield anchor.
    – Baines, 29. Creative holding midfielder. (Probably)
    – Gibson, 26. Deep-lying play-maker.
    – McCarthy, 23. Ball-winning midfielder.
    – Bešić, 20. Defensive midfielder.
    – Ledson, 16. Classic no. 4.

    http://www.therussianlinesman.com/blog/besic-mccarthy-endearing-vanity-martinezs-central-midfield-fixation/

    kær kveðja,

    Ari

  8. Ari S skrifar:

    Fín grein þar sem að Naismith okkar… einn af spútnikunum á síðasta ári talar vel um Bešić okkar 🙂

    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/steven-naismith-hails-signing-bosnian-7511006