Gareth Barry semur til þriggja ára

Mynd: Everton FC.

Gareth Barry skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Everton en hann var með lausan samning frá Man City eftir að hafa eytt síðasta árinu á láni hjá Everton. Þetta eru miklar gleðifréttir enda átti hann frábært tímabil á miðjunni með James McCarthy á síðasta tímabili og skoraði að auki þrjú mörk. Barry og Martinez höfðu þetta og þetta að segja um málið í viðtölum eftir undirskriftina.

Martinez sagði meðal annars: „Gareth is a model professional. He sets high standards in everything he does and that is the perfect model you want for your young players. And add to that his experience on the football pitch and knowing how to win big games. He has that winning mentality and it is something I am delighted to bring into the side on a permanent basis“.

Vel gert!

7 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Þetta er gargandi snilld #GB18

  2. Gestur skrifar:

    Er þetta ný stefna hjá Everon að semja við leikmenn eldri en 30.ára til svona margra ára? Ég hélt að það stefnan væri 1.ár. Er þetta ekki svoldið langt fyrir leikmann á þessum aldri?

  3. Finnur skrifar:

    Þetta er vissulega í lengri kantinum. Hann verður bara að taka Ryan Giggs á þetta. 😉

  4. Ari S skrifar:

    Gestur, miðað við hversu vel Barry stóð sig á síðasta tímabili…. þá er þetta fínn díll fyrir félagið. Vonandi að hann taki bara Giggs á þetta eða allavega eins og einn Richard Gough….

  5. þorri skrifar:

    Þetta er frábært að heyra. Hann verður bara betri og betri. Svo er hann bara 30 ára – hann á nóg eftir. Áfram EVERTON!