Coleman framlengdi samning sinn

Mynd: Everton FC.

Séamus Coleman skrifaði í dag undir 5 ára samning við Everton sem ætti að binda enda á allar slúðursögurnar undanfarið um að hann sé á leiðinni í annað lið. Coleman var keyptur frá Sligo Rovers fyrir um fimm árum og kostaði aðeins 60 þúsund pund — einhver bestu kaup Everton síðari tíma. Hann var lánaður til Blackpool til að byrja með og hjálpaði þeim að komast upp í Úrvalsdeildina en vann sér svo fast sæti í aðalliði Everton og hefur nú leikið 143 leiki fyrir félagið og algjörlega eignað sér hægri bakvarðarstöðuna. Fyrir utan frábæra frammistöðu í vörninni skoraði hann 7 mörk og átti nokkrar stoðsendingar að auki. Það reyndist stærsta framlag varnarmanns til markaskorunar í Úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og leiddi til þess að hann var valinn PFA lið ársins í Úrvalsdeildinni að tímabili loknu. Nú hefur hann samið við Everton til fimm ára eða til sumars 2019 og er það vel.

Coleman sagði við þetta tilefni: „With how much I love playing at Everton, I was delighted to get the chance to sign another contract. I’ve been at Everton five years now and I love everything around the place. I love working with all the players, the staff, the coaching staff – everything. It was a very happy decision to make. With the manager and some of the players we have, we’re going to the right places.“

„The previous manager was brilliant with me and Roberto’s come in and believed in me as well. He’s been brilliant for me, and it was a big reason to sign – how respected he is by all the players. He is the type of manager who gives you confidence every week and I really enjoyed the confidence he was giving me last season. It allowed me to show my best performances really.“

Hægt er að sjá fimm bestu mörk Coleman í skemmtilegu vídeói hér.

Þetta eru að sjálfsögðu frábærir fréttir fyrir okkur sem fylgja Everton að málum en nýlega hafa einnig Tim Howard, Leighton Baines, Sylvain Distin og Roberto Martinez framlengt.

2 Athugasemdir

  1. Ari G skrifar:

    Frábær byrjun. Þá er bara að semja lengur við Barkley, McCarthy, John Stones o.fl.

  2. Halli skrifar:

    Þetta er gott skref í áframhaldandi velgengni. Það á að semja við okkar bestu leikmenn með langtímasamningum og kaupa svo menn í þær stöður sem eru veikastar.