Orðsending frá formanni

Mynd: Everton FC.

Formaðurinn okkar, Haraldur Örn, tók sig til og leit til baka yfir farinn veg. Ég gef honum orðið:

Komið öll sæl og blessuð, þið góða Evertonfólk þarna úti. Planið er að reyna að gera veturinn svolítið upp hér og er eftirfarandi eru mínar pælingar og mín hugðarefni eftir veturinn.

Um þetta leiti í fyrra var Stjóri okkar til 11 ára að hætta til að fara í „Stærra verkefni“ og voru nokkrir nefndir til sögunnar til að taka við liðinu. Roberto Martinez var á endanum ráðinn og viðurkenni ég það að ég var einn af efasemdarmönnum með það. En myndi ég vilja skipta í dag? Nei takk. Árangur hans í vetur er algjörlega frábær, hvert metið af öðru slegið með glæsibrag: 21 sigur í deild, 72 stig, 15 skipti haldið hreinu þannig að þetta er frábært og kannski til að toppa þetta allt þá er maður svekktur með að hafa ekki náð meistaradeildarsæti! Byrjunin hjá RM var kannski ekki til að hrópa húrra fyrir — fyrst 2-2 jafntefli við Norwich og svo markalaust jafntefli við West Brom. Eftir deildarbikarleik við Stevenage sem vannst með herkjum (eftir framlengingu) 2-1 þá kom röðin að einum leiðinlegasta leik sem ég hef horft Everton spila: markalaus jafnteflisleikur við Cardiff. En svo hófst veislan þegar komið var að 1-0 sigurleik gegn Chelsea í leik sem maður var ekki bjartsýnn á fyrirfram. Og þar með var liðið komið á sigurbraut sem var meiriháttar, fótboltinn góður og árangurinn sömuleiðis, eins og áður sagði, og kemur maður út úr vetrinum mjög ánægður. Ég held að ég verði að vera sammála sérfræðingunum í Messunni og velja 3-3 jafnteflisleik Everton og Liverpool á Goodison Park leik vetrarins.

En þá að einstökum leikmönnunum og aftur er það mitt mat sem endurspeglast hér.

Tim Howard – Sennilega besta leiktímabilið hans hjá klúbbnum og er orðinn besti markvörður sem Everton hefur haft síðan Neville Southal var. Hann fékk samt eina rauða spjald vetrarins hjá liðinu.
Baines – Hver vill ekki hafa hann? Frábær eins og alltaf.
Distin – Er bara eins og gott franskt rauðvín — batnar bara með aldrinum.
Jagielka – Hann er okkar fyrirliði og er frábær í að leiða liðið áfram, mikill baráttumaður sem gefur allt í alla leiki.
Coleman – Sannaði sig í vetur sem besti hægri bakvörður deildarinnar. Að fá 6 mörk frá hægri bakverði er snilld.
Barry – Þvílíkur leikmaður. Það að hafa fengið svona góðann leikmann á lánssamningi er bara happdrætti. Hann er samt slæmi strákurinn: það var enginn með fleiri áminningar en hann.
McCarthy – Herra stöðuleiki. Alltaf jafngóður, duglegasti maðurinn í hópnum og svo skoraði hann líka mark fyrir rest (bara fyrir Finn að ég held!) — Leikmaður ársins að mínu mati.
Pienaar – Vonbrigði í ár, svona í heildina — aðeins eitt mark og ekki upp á sitt besta en samt finnst mér að hann eigi að vera í liðinu því að mér finnst Baines alltaf betri þegar Baines er með Pienaar með sér frekar en einhvern annan.
Barkley – Framtíðin er björt hjá okkur að eiga menn eins og hann. Er draumur ef hann nær að bæta skotnýtinguna hjá sér verður hann kominn 10-15 mörk á ári fljótt.
Mirallas – Frábær í sinni stöðu, skorar vel. 8 mörk í deild og flestar stoðsendinga líka. Algjör lykilmaður í liðinu.
Lukaku – Loksins erum við með framherja sem skorar vel. 15 mörk í 30 leikjum er mjög gott og eins og sást í janúar þegar hann meiddist þá var hann í vetur nánast eina ógnin fram á við hjá okkur.
Osman – Þarna er leikmaður sem veður eld og brennistein fyrir klúbbinn. Kannski ekki besti leikmaðurinn en hefur þetta Evertonhjarta sem gerir hann að mjög miklvægum hlekk í liðinu.
Naismith – Ekki besti fótboltamaðurinn en þarna fer dugnaðurinn langt með hann. Gríðarlega góður varamaður og kom oft inn með mörk í leiki og breytti þeim með innkomu sinni. Flottur leikmaður.
Deulofeu – Þarna eru gríðarlegamiklir hæfileikar og gaman að horfa á hann spila fótbolta en ef eitthvað ætti að setja út á hann þá er hann svolítið fyrirsjáanlegur og eigingjarn.
McGeady – Mér finnst ég ekki búinn að sjá nógu mikið af honum til að meta hann en gríðarlega spennandi leikmaður.
Stones – Þarna kom fram leikmaður algjörlega tilbúinn í þessi átök sem enska úrvaldsdeildin er og búinn að spila sig inn í landsliðið enska. Síðustu kaup Moyes og voru þau svo sannarlega góð

Aðrir leikmenn spiluðu það lítið að ég set ekki mat á það.

Væntingar til næsta tímabils hljóta að vera Meistaradeildarsæti og sigur í annari bikarkeppninni. Ég mundi vilja sjá Martinez kaupa minnst 2 framherja og væri til í Lukaku og Bony, ná svo Barry inn á samning hjá okkur og Deulofeu á annan lánssamning. Værum við þá ekki bara nokkuð líklegir á næsta ári.

Og þá að klúbbnum hér heima.

Við höfuðborgarbúar höfum haft Ölver sem heimavöll og er mætingin þar alltaf að aukast og er það vel. Það væri gaman að vita ef Evertonmenn eru að hittast út um landið og þá hvar. Við vitum af Everton setustofunni (uppi á lofti hjá Elvari) — það er topp staður.

Við fórum einnig í tvær vel heppnaðar ferðir á árinu. Að vísu hittum við ekki á sigurleiki: 0-0 jafntefli við Tottenham í nóvember og 2-3 tap fyrir Englandsmeisturunum í Man City. En það er alltaf jafn gaman í þessum ferðum og kynnist maður alltaf nýu og skemmtilegu fólki.

Þá er bara að þakka fyrir veturinn og hafið það sem allra best í sumar!

Með Everton kveðju
Halli

10 Athugasemdir

  1. Eyþór Hjartarson skrifar:

    Takk fyrir þetta Haraldur, þetta var frábært og skemmtilegt tímabil.

  2. Georg skrifar:

    Flottur pistill Halli. Það er fullt af jákvæðum hlutum við þetta tímabíl og hefur Martínez fengið mann til að trúa því að við getum barist við þessi lið um meistaradeildarsætið. 72 stig duga nánast alltaf til að enda í topp 4 og er því í raun svekkjandi miðað við þennan árangur að hann dugi ekki til.

    Nú er bara að byggja ofan á þetta tímabil, reyna að klófesta leikmenn eins og Barry og Lukaku, mögulega fá Deulofeu að láni annað ár. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að auka breiddina í liðinu fyrir evrópukeppnina, ef við ætlum að vera með að alvöru í öllum keppnum þá þarf meiri breidd. Flott að fá Gibson til baka næsta tímabil, hann er byrjaður að æfa og var aðeins of seinn að ná síðasta leiknum. Flott að hann fái allt undirbúningstímabilið. Spurning svo hvort Kone fari ekki fljótlega að koma til baka. Hann á ennþá eftir að sanna sig í Everton treyjunni en var ávalt mjög erfiður að mæta þegar Everton mætti Wigan. Þurfum meiri breidd frammi og því kærkomið að fá hann til baka. Oviedo ætti vonandi líka að koma til baka á undirbúningstímabilinu. Svo það er eru nokkrir leikmenn sem koma voandi inn til að auka breiddina.

    Við ættum að eiga einhvern pening í sumar til að kaupa, held að Everton hafi fengið í krinigum 90m punda fyrir sjónvarpsrétt, stöðu í deild o.fl. ásamt því að við komum út í góðum plús síðasta sumar þegar við seldum Fellaini (27,5m pund) og Anichebe (Kringum 6 m pund) og eyddum ekki miklu, Einu stóru kaupin voru á McCarthy á 13 m pund.

    Þetta verður spennandi sumar á leikmannamarkaðnum fyrir okkar menn. Það væri frábært ef við gætum keypt Lukaku þar sem hann var okkur gríðarlega drjúgur á þessu tímabili og í hans fjarveru misstigum við okkur í jan og feb þegar hann var meiddur og sást hvað hann skipti okkur miklu máli. Hann er bara ný orðinn 21. árs og á eftir að verða heimsklassa framherji.

    • Halli skrifar:

      Að tekjunum þá var líka nýr Chang samningur eftir áramótin

  3. Georg skrifar:

    Svo var gott fyrir okkar menn að Arsenal vann FA bikarinn með tilliti til þess að við förum núna beint í riðlakeppni Europa League. Ef Hull hefði unnið þá hefðum við þurft að spila 1 leik í undankeppninni heima og heiman til að komast í riðlakeppnina. Flott að fara beint í riðlakeppnina.

  4. Baddi skrifar:

    Frábær pistill frá þér Halli og þetta er búið að vera frábær vetur hjá okkur EVERTON mönnum .kv Baddi.

  5. Orri skrifar:

    Góður pistill hjá þér Halli.þetta var gott tímabil hjá okkur,en verður vonandi enn betra næsta vetur.

  6. þorri skrifar:

    Þetta er góður pistil hjá þér Halli. Þetta var frábært tímabil hjá EVERTON mönnum, hvað að slá þessi met er frábært. Við þurfum að halda Barrry og Lukaku og Deuloefu. Með þessa og alla hina í liðinu og bætum við einum framherja, þá held ég að við yrðum nokkuð góðir. Svo mætum við ferskir eftir sumarið á Ölver og svo ALLIR SAMAN ÁFRAM EVERTON.

  7. þorri skrifar:

    sællir félagar.Nú er þetta tíma bil búið.Nú bíður maður spentur eftir næsta tímabil.Veit einhver hvort menn séu að skoða eða hvort einhver sé kominn til okkar.Og hvort einhver sé farinn.Eru menn ekki samála því að stefna á meistaradeildinna á næsta tímabili.Og fá okkur eins og einn markaskorara til okkar.Mit mat á síaðasta tímabil.Var æðislegt og ekkert við það að kvarta.Nema það hefði verið gaman að taka 4 sætið.Martnes var góður ekkert við hann að saka.Það var líka gaman að sjá ný andlit hjá klubnum okkar Vonandi að það aukist mætingin hjá okkur á ölveri frábært staður til að hittast og horfa á leikina hjá Everton mönnum jaaja þetta er gott í bili heirumst síðar

  8. þorri skrifar:

    Sælir félagar getur einhver sagt mér hvort eitthvað sé að gerast í leikmanna málum hjá okkur

  9. Finnur skrifar:

    Það er ekkert staðfest, bara fullt fullt af sögusögnum. Klúbbarnir eiga það auk þess til almennt séð að draga það að selja leikmenn til að bíða eftir því að kaupendur verði örvæntingarfyllri eftir því sem líður á gluggann. Og á HM sumri eru þeir einnig að vonast eftir því að verð leikmanna sinna hækki með góðri frammistöðu. Reikna ekki með að hlutirnir fari að gerast fyrr en í fyrsta lagi eftir riðla (þegar fyrstu liðin halda heim á leið).