Everton vs. Crystal Palace

Mynd: Everton FC.

Þorir maður að láta sig dreyma? Sjö sigurleikir í deild í röð og Everton nú komið upp fyrir Arsenal í fjórða sætið þegar aðeins fimm leikir eru eftir. En nú er komið að Crystal Palace á Goodison Park næsta miðvikudagskvöld, kl. 18:45 og sá leikur verður síður en svo auðveldur. Deildin er óvenju spennandi á öllum vígstöðvum (titilbaráttan, Champions League sem og fallbaráttann) en Crystal Palace eru ekki ýkja langt frá því að sogast í botnbaráttuna.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þann sprett sem Everton er á þessa dagana (sérstaklega á heimavelli) en Crystal Palace hafa náð frábærum árangri að undanförnu, eins og sigrar þeirra gegn Aston Villa, Cardiff (úti) og Chelsea í síðustu þremur leikjum sýna. Sem betur fer (fyrir Everton) er árangur Crystal Palace á útivelli í deild slakur undanfarið: aðeins einn sigur í átta síðustu leikjum. Þetta er að sjálfsögðu must-win leikur, eins og þeir örfáu leikir sem eftir eru, til að setja almennilega pressu á Arsenal sem eiga, að margra mati, auðveldara plan en Everton það sem eftir lifir tímabils.

Staðan á hópnum hvað meiðsli varðar er svipuð og verið hefur — algjörlega óvíst með Jagielka en að öðru lítið að frétta. Engin ný meiðsli. Líkleg uppstilling því: Howard, Baines, Distin, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Deulofeu, Mirallas, Barkley, Lukaku.

Í öðrum fréttum er það helst að U21 árs liðið gerði 1-1 jafntefli við Liverpool U21 en Ryan Ledson skoraði mark Everton og var jafntefli ekkert minna en Everton átti skilið. Einnig er hægt að sjá hér vídeó af 1-1 jafnteflisleiknum þar á undan við Leicester U21. Og í lokin rétt að minnast á að framherjinn okkar, Hallam Hope, hefur verið að gera það gott með Bury undanfarið en hann hefur skorað mark í síðustu tveimur leikjum sem lánsmaður fyrir þá.

En, Crystal Palace næsta miðvikudagskvöld. Hver er ykkar spá?

26 Athugasemdir

  1. Teddi skrifar:

    Vinnum 3-2.
    Lukaku með þrennu.

  2. Orri skrifar:

    Ekki spurning, nú er að duga eða drepast. 4-0 fyrir okkur og málið dautt, og mér er alveg sama þó að öll mörkin verði sjálfsmörk, það er sama hvaðan gott kemur.

  3. Halli skrifar:

    9 sigurleikir í röð á Gooison Park og fjörið heldur áfram 2-0 Coleman og Lukaku með mörkin. Góða skemmtun hvar sem þið horfið af þessum leik missi ég þar sem ég verð á keyrslu í Páskaleyfið með fjölskyldunni.

  4. Elvar Örn skrifar:

    Það yrði gríðarlega góður árangur hjá Everton ef þeir ná 4 sætinu.
    Crystal Palace verið sterkir að undanförnu en Everton á þvílíku rönni og ekki síst á Goodison.
    Vil sjá eilítið meira af McGeady svo hann komi enn sterkari inn á næsta ári.

    Fannst Stones og Howard magnaðir í seinasta leik en fengu bara 6 í einkunn hjá Sky. Ótrúlegt að Everton hafi unnið alla þessa leiki í röð og það án Jagielka en Stones kemur frábærlega út í þeirri stöðu.

    Sjáumst á Ölver á morgun.

    Halli ertu á leið í frí á Akureyri? Á þá ekki að horfa á Everton mæta United næstu helgi?

    • Halli skrifar:

      Ég er á leiðinni í Súgandafjörðinn til fjölskyldu konunnar

  5. Halli skrifar:

    Svo eru menn með þarna úti að tala um að Liverpool vilji Barkley fyrir 35-40 mills punda piff aldrei

  6. Gunnþór skrifar:

    Barkley er ekki að fara hætta í fótbolta strax, þetta er snildar slúður, er þetta svona 1 apríl þeirra Breta?

  7. Gunni D skrifar:

    Sælir félagar. Auðvelt hjá Arsenal hvað? Árangur þeirra í síðustu sex: 1 sigur 2 jafntefli 3 töp!! Helvíti að þeir fari að vinna rest, en það var einmtt það sem Wenger sagði að myndi „sennilega duga til að enda fyrir ofan Everton“ Ekki mikill pungur í þeim ummælum. En sjáum til, Palace fyrst. Góðar stundir.

  8. Elvar Örn skrifar:

    Hefur vörn Palace ekki verið frekar góð eftir að Pulis tók við? Ekki betri en Everton samt 🙂
    Verður gaman að sjá hvort Arsenal misstígi sig í kvöld.

  9. þorri skrifar:

    Arsenal tapar á morgun og við vinnum palace, þá fer munurinn að verða okkur í hag. Við viljum heimasigur ekkert múður.

  10. Diddi skrifar:

    West ham getur alveg strítt Arsenal í kvöld og við verðum að vinna CPalace annaðkvöld, Cp spilar Pulis bolta og kemur til að liggja aftur og verjast og beita skyndisóknum, þeir hafa verið nokkuð sprækir í því en við eigum (ef við mætum með rétta hugarfarið) að salta þá í þessum leik. Ég spái 3-0. Áfram EVERTON

  11. Ari G skrifar:

    Hættuleg þessi umræða um Barkley. Finnst hún ekki tímabær. Lágmarksverð er 60 millur mín skoðun og hann fer örugglega ekki til Liverpool það er ég næstum viss um. Erfiður leikur við Palace á morgun. Vill vera varkár og spái 2:1 sigri Lukaku og Barkley með mörkin.

  12. Gunnþór skrifar:

    Sammála Ara með verðið og hann er ekki að fara í pool ekki séns, erfiður leikur á morgun en þetta er í okkar höndum.

  13. Steingrímur A skrifar:

    Hrikalega flott ræða sem að Martinez flutti í dag í Hillsborough minningarathöfninni. Alvöru maður þar á ferð. Gaman að sjá hvað fótbolta rígur skiptir engu máli þegar að það kemur að svona málum. Mikið sem ég vona núna að þið takið síðasta cl sætið. Helst með því að sigra City og vonandi með þeim sigri koma Englandsmeistaratitlinum heim 😉

    Verð samt að lýsa furðu minni yfir að síðuhaldari minnist ekkert á Hillsborough eða baráttuna fyrir þeim 96 í öðrum fréttum í grein sinni. Eina stuðningsmannasíðan eða blog hér á skerinu sem ekki gerir það.

    • Halli skrifar:

      Sæll Steingrímur við Evertonmenn berum mikla virðingu fyrir þessum atburði á Hillborough fyrir 25 árum síðan þar fórust líka ástvinir og vinir Evertonmanna og hef ég til að mynda alltaf tekinn mikinn þátt í þessum degi með mínum Liverpoolfélögum sem eru fjölmargir. Justice for 96.

      Kv

      Halli

  14. Diddi skrifar:

    ég verð nú að segja að ég vona að Liverpool sjái sjálfir um að landa þessum titli, það færi mikið í taugarnar á mér ef við yrðum til þess að það tækist. Eeeeeeen ef það er eina leiðin til að við hljótum CL sæti þá skítt með það. En þakka þér Steingrímur fyrir falleg orð í garð Martinez, hann er flottur og falleg ræða á fallegri athöfn 🙂

  15. Finnur skrifar:

    Já, þakka líka hlýleg orð í garð Martinez. Flottur stjóri sem er „alveg með þetta“, eins og sagt er og rétt að rifja upp líka að Bill Kenwright flutti einnig áhrifaríka ræðu á Anfield fyrir ekki svo löngu síðan, sem var mjög vel tekið af bæði rauðum og bláum (og víðar). Myndi finna link á það ef ég væri ekki út á landi með bara símann í augnablikinu (sem skýrir líka aðgerðaleysið á Everton.is). Þetta ákveðna atvik (slysið) er ágætis ástæða til að slíðra sverðin, sýna samstöðu og láta af því að senda pillur á nágranna sína — svona í tilefni dagsins.

    Og talandi um það… Það kemur mér nokkuð mikið á óvart þegar sagt er að allar aðrar stuðningsmannasíður hafa rifjað upp þetta atvik í dag, því síðast þegar ég skoðaði síður „samkeppnisaðilanna“ var afskaplega lítið að gerast í fréttaflutningi hjá öllum öðrum klúbbum en Merseyside liðunum. Þú mátt gjarnan senda linka á þær síður sem hafa sett inn greinar, því ég er greinilega að skoða vitlausar síður, hlýtur að vera.

    Hvað um það… Remember the 96.

  16. Steingrímur A skrifar:

    Já afsakaðu þessa pillu. Átti ekki rétt á sér. ég var bara búinn að sjá nokkra virðingarvotta inn á facebook síðum stuðningsmanna annara liða og svo einhvað á twitter frá öðrum. Eins og sést þá er ekkert inn á öðrum síðum frekar en hér. Smá morfín víma að trufla mig í dag. Vona að þú hafir nú ekki móðgast of mikið.

  17. Finnur skrifar:

    Nei, ég er góður. 🙂

  18. Finnur skrifar:

    … og komst í tölvu rétt áðan til að setja inn uppfærslu á bæði Google+ og Facebook. Átta mínútur í miðnætti — ekki of seinn! Tékk! 🙂

  19. Kiddi skrifar:

    Mikil spenna í gangi og erfitt leikjaprógramm hjá okkar mönnum frammundan.
    Ég vil engu að síður vera bjartsýnn og tel að Everton eigi góða möguleika að landa þeim stigum sem með þarf til að tryggja CL sætið, gæðin eru til staðar en alltaf spurning um dagsformið en það er hlutverk Martines að sjá til að stemmingin sé í lagi og menn gefi sig alla í leikina.
    Spái 1-0 sigri okkar manna Mirallas með markið í fyrri hálfleik.
    Sjáumst sprækir á morgun 🙂

  20. þorri skrifar:

    Sælir félagar. Þetta er og verður erfiður leikur. ÉG held að Martines finni góða lausn verði flottur sigur. Halli ef þú dettur hér inn geturðu sent á sms hjá mér 8955412 Þorri hér. Hvar á Ísafirði þú ætlar að horfa á leikinn Everton ManU? Við hittumst kátir á Ísafirði.

  21. Finnur skrifar:

    Sammála Þorra. Þetta verður erfiður leikur þar sem Palace menn koma til með að parkera rútunni fyrir framan markið sitt. Grunar að það verði ekki mikið um mörk; úrslitin líkleg til að ráðast á einu marki. Vonandi að Howard sé ekki í brottrekstrarskapi og markið lendi því okkar megin. 🙂 Kominn tími á mark frá Coleman.

  22. þorri skrifar:

    Já Finnur hann verður það.er ekkert viss um það að þeir pakki í vörn.En þeir verða á verði.Já eigum við ekki seigja 2-1 þeir sem skora eru Coleman og Lukaku.En góða skemtun í ölveri í kvöld ÁFRAM EVERTON og náu 4 sætinu aftur.

  23. Finnur skrifar:

    Uppstillingin (löngu) komin:
    http://everton.is/?p=7206

  24. Diddi skrifar:

    Það er rosalegur sóknarhugur í Martinez í dag og þetta hlýtur að duga til að eitthvað gefi sig. held mig við mína spá 3-0