Tottenham – Everton 1-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin fyrir Tottenham leikinn: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Pienaar, Mirallas, Barry, McCarthy, Osman, Naismith. Traore á bekknum ásamt Joel, Hibbert, McGeady, Deulofeu, Barkley og Stones. Við erum smám saman að nálgast okkar sterkasta lið, þó enn vanti leikmenn (sem nýlega eru komnir aftur) nokkuð á leikskerpu.

Uppstillingin hefðbundin miðað við mannskap, Naismith og Mirallas skiptust á að vera frammi sýndist mér en aðrir í sínum stöðum. Clattenburg að dæma — og ekki laust við að maður hugsaði: „what could possibly go wrong?“

Everton, með Osman í fararbroddi, byrjaði leikinn af miklum krafti og ákefð. Osman átti einhver þrjú-fjögur færi á upphafsmínútunum, bæði skot og skalla rétt framhjá samskeytunum, eitt skot sem var stórkostlega varið út við stöng í horn af Lloris og eitt skot sem fór beint á markvörð.

Tottenham voru í ruglinu í öllum hálfleiknum, náðu ekki skoti á rammann allan fyrri hálfleik og góðan part af seinni hálfleik. Það vantaði allt bit í þá og sóknirnar brotnuðu niður um leið og nær dró marki. Þeir áttu þó gott færi þegar Rose náði fyrirgjöf fyrir markið en Adebayor náði ekki til boltans fyrir framan markið. Að öðru leyti engin hætta frá þeim enda ekki mörg skot sem komu frá þeim (Eriksen átti eitt úr aukaspyrnu sem fór yfir) — ekkert allavega sem ógnaði marki.

Þeir virkuðu á tíðum shaky í vörninni og voru næstum búnir að gefa Mirallas dauðafæri þegar einn varnarmaður þeirra skaut boltanum í magann á félaga sínum en Lloris reddaði þeim með því að kæfa þá sókn áður en Mirallas komst í boltann.

Coleman átti skot utan teigs á 24. mínútu sem var varið út við stöng og Mirallas fékk á 35. mínútu þrjú afskaplega góð tækifæri í sömu sókninni til að gefa á Naismith í dauðafæri en ákvað í öll skiptin að halda boltanum og að lokum skjóta. En hitti svo ekki markið! Það hefði mátt fyrirgefa það ef hann hefði náð að láta reyna á Lloris (hvað þá skorað) en menn verða einfaldlega að nýta félagana betur.

0-0 í hálfleik. Fyrir leik var maður sáttur við jafntefli en fór hundfúll í hlé yfir því að sjá færin ekki nýtt.

Tottenham bötnuðu aðeins í seinni hálfleik en Everton litu samt út fyrir að vera líklegri til að skora. Þrisvar komst Everton í góðar sóknir — Mirallas næstum í tvö skipti kominn einn á móti markverði en dæmdur rangstæður í fyrra skiptið og Lloris náði að hreinsa í seinna skiptið áður en Mirallas komst í boltann. Mirallas tók einnig sprettinn upp hægri kantinn í eitt skiptið og náði að senda eitraða sendingu fyrir mark en leikmenn beggja liða féllu hver um annan þveran innan teigs og sóknin fór forgörðum. Barkley inn fyrir Pienaar á 62. mínútu. 

Ekki hafði mikið borið á dómaranum Clattenburg í leiknum sem hefði mátt láta mun meira til sín taka því hann sleppti brotum hægri vinstri (á bæði lið) allan leikinn. Á 64. mínútu gerði hann ein slík mistök sem áttu eftir að reynast okkar mönnum afdrifarík. Hann lét liggja milli hluta á dæma brot á miðjumann Tottenham við miðju vallar en dæmdi svo nokkrum sekúndum síðar, líklega réttilega, á leikamann Everton. Hann leyfði svo Tottenham að taka snögga aukaspyrnu á kolvitlausum stað, að mér sýndist. Þeir bombuðu beint fram völlinn úr aukaspyrnunni á Adebayor sem var hársbreidd frá því að vera rangstæður (erfitt að sjá) en hann tók boltann á kassann og þrumaði framhjá Howard. 1-0 fyrir Tottenham þvert gegn gangi leiks.

Tottenham ekki náð að koma einum bolta á rammann hjá Everton í 65 mínútur á heimavelli en kemst yfir með sínu fyrsta skoti eftir smá momentary lapse of focus. Týpískt. Hvernig væri nú að fara að klára þessa leiki svo maður lendi ekki í að tapa leikjum á svona mörkum?

Tvöföld skipting hjá Everton á 72. mínútu: McGeady og Deulofeu inn fyrir Naismith og Osman. Sú skipting skilaði hins vegar litlu og rétt að segja að lítið hafi komið út úr skiptingunum í þessum leiknum.

Á 91. mínútu hefði Coleman getað fengið víti þegar hann féll við eftir snertingu frá varnarmanni innan teigs. Ég skal alveg viðurkenna að það hefði verið pínulítið harður dómur og maður hefði verið hundfúll með að fá víti á sig fyrir svona brot hinum megin vallar. Gallinn er bara sá að við höfum lent í þessu fyrr á tímabilinu en þá var það Jagielka sem var dæmdur brotlegur. Uppfærsla: BBC litu svona á málið: Roberto Martinez’s side will feel hard done by after Seamus Coleman saw a strong penalty appeal turned down when he went down under Etienne Capoue’s lunging challenge in injury time.

Everton sótti stöðugt í kjölfarið og reyndi að jafna — en uppskáru ekki erindi sem erfiði. Defoe lagaði aðeins shot-on-target tölfræði þeirra rétt undir blálokin upp úr dauðafæri, en Howard varði. Þetta var annað skot þeirra á rammann í öllum leiknum. Þetta einfaldlega reyndist ekki okkar dagur.

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 7, Distin 6, Jagielka 6, Coleman 7, Pienaar 6, Mirallas 7, McCarthy 7, Barry 6, Osman 7 (umsögn þeirra: „Might have had a first half had trick“), Naismith 6. Varamenn: McGeady 6, Deulofeu 7, Barkley 6. Nánast sömu einkunnir hjá Tottenham nema hvað ein sjöa breyttist í áttu, hjá Adebayor (huh?). Nokkuð sammála einkunnum Everton, nema hvað Jagielka var frábær og átti meira en 6 skilið.

Stig út úr þessum leik hefði síður en svo verið ósanngjarnt og ég held að Tottenham menn hefðu ekki getað kvartað þó Everton menn tækju öll þrjú stigin. En, svona er þetta stundum.

 

8 Athugasemdir

  1. Ari G skrifar:

    Frábært að fá Coleman aftur. Rosalega sterkur bekkur Traore, Barkley og Deulofeu gætum sett þessa 3 inná í seinni hálfleik ef illa gengur. Osman er veiki hlekkurinn og kannski Naismith kemur í ljós hinir eru þeir bestu sem völ eru á núna.

  2. Halli skrifar:

    Þetta er svo pirrandi tap Everton liðið skárri aðilinn í leiknum kanski ekki frábærir eb halda bolta vel og sendingar á milli manna góðar allt uppspil gott ekki nógu hratt til að vera enn meira ógnandi en svo kemur vandamálið undanfarnar vikur hver á að slútta sóknunum það er ekki nægjanleg ógn fremst á vellinum. Svo er ég samála Finni með einkunnina hans Jagielka

  3. Ari S skrifar:

    Ég er ekki sammála því að Osman sé einhver veikur hlekkur. Ekkert veikari hlekkur en nokkrir aðrir í liðinu.

    Ég sagði við frænda minn og vin fyrir leikinn þegar ég sá uppstillinguna með þá Pienaar, Osman og Naismith alla inná miðjunni að Martinez ætlaði sér að setja Barkley, Deulofeu og McGeady inná í staðinn einhvern tímann í leiknum.

    Ég hélt hins vegar að hann myndi skipta strax á 60 mínútu eða nálægt þeirri mín. Mér fannst skiptingin koma of seint. Barkley er ekki enn kominn í form Deulofeu er langt frá því að ná fyrri styrk og McGeady er bara alls ekki nógu góður finnst mér. Vonandi bætir hann sig á næstunni og sýnir okkur eitthvað og vonandi hef ég rangt fyrir mér með hann.

    Osman bestur í dag.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Enn og aftur!!!!

  5. Ari G skrifar:

    Fannst Coleman koma mjög sterkur inn aftur nema í markinu. Naismith var hræðilega lélegur. Osman var mjög góður framan af og svo datt hann niður. Fannst enginn standa uppúr. Stundum hefur verið dæmt viti á brotið. Fyrri hálfleikur ágætur en svo datt Everton niður í seinni hálfleik. Mjög ósanngjarnt að tapa og núna sér maður að það voru mjög slæm mistök að kaupa ekki alvöru framherja Naismith ekki boðlegur nema sem varamaður alls ekki meir.

  6. Hallur skrifar:

    Því miður er Naismith ekki boðlegur sem vara maður
    vara maður þarf að geta komið inn á og breytt leikjum og ég held að hann hafi það einfaldlega ekki og ég hef áhyggjur með framhaldið sýnist stefna í 6/7 sæti eins og síðustu ár