Markvörðurinn Jindrich Stanek keyptur

Mynd: Everton FC.

Everton tilkynnti rétt í þessu um kaup á ungliðanum Jindrich Stanek frá Sparta Prague sem líklega fer beint í unglingaliðshóp Everton. Stanek er 17 ára landsmarkvörður Tékka U19 og er 193 cm á hæð. Kaupverð var ekki gefið upp en hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Everton.

Það er lítið annað að frétta úr glugganum en Martinez hefur þegar sagt að hann hafi náð þeim tveimur markmiðum sem stílað var á (sóknarmaðurinn Traore og kantmaðurinn McGeady) en að hann ætli að skoða markaðinn áfram. Hann staðfesti þó að ekkert verði gert nema Heitinga verði seldur fyrst. Ekkert er að frétta af þeim vígstöðvum, enn um sinn allavega.

Leikmannaglugginn er opinn til kl. 23:00 í kvöld en ég á eiginlega síður von á fréttum þar að lútandi — en við fylgjumst með áfram engu að síður.

4 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Allt bendir til þess að J. Heitinga sé á leiðinni til Fulham og ef svo er þá eru taldar miklar líkur á að Martinez nái einum inn í staðinn áður en glugginn lokar. Pínu spennó.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Heitinga er farinn til Fulham á free transfer. STAÐFEST.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Hver kemur þá í staðinn? Er viss um að við fáum einn inn fyrir lok gluggans.

  4. Finnur skrifar:

    Mikið rétt…
    http://everton.is/?p=6665