Everton vs. Norwich

Mynd: Everton FC.

Sannfærandi 4-0 sigur á QPR í FA bikarnum er að baki og næsti leikur í þeirri keppni ekki fyrr en 25. janúar, gegn Stevenage á útivelli. En nú er komið aftur að Úrvalsdeildinni því næsti leikur er gegn Norwich á heimavelli á laugardaginn kl. 15:00.

Eftir jafntefli við Stoke á útivelli og sigur gegn Southampton heima er Everton í 7. sæti í formtöflunni (síðustu 6 leikir) en væru líklega í öðru sæti þeirrar töflu ef slysið gegn Sunderland (rauða spjaldið) hefði ekki átt sér stað. Norwich hefur ekki gengið sem skyldi undanfarið (eru í 13. sæti formtöflunnar) en þeir hafa ekki unnið einn leik af síðustu 6 leikjum í öllum keppnum og aðeins einn af síðustu 8 útileikjum.

Martinez sagði að Barkley hefði meiðst lítillega (á tá) gegn QPR og gæti af þeim sökum misst af leiknum við Norwich. Distin og Jagielka verða væntanlega frá en það verður reyndar að segjast eins og er að Alcaraz og Stones hafa staðið sig frábærlega sem miðverðir í fjarveru þeirra, eins og Martinez reyndar minntist á í viðtali. Baines, sem missti af leiknum við QPR vegna krampa í baki, á séns í leikinn.

Líkleg uppstilling þó: Howard, Oviedo, Alcaraz, Stones, Coleman, Pienaar, Barry, McCarthy, Mirallas, Osman, Lukaku.

Ég vonast reyndar eftir því að sjá Jelavic frammi eftir frábæra frammistöðu í bikarnum og Lukaku hvíldan á móti, en á síður von á því.

Ekki er hægt annað en að minnast á slúðrið svona í janúarmánuði en Martinez sagði að stutt væri í að skrifaði væri undir samning við einn leikmann. Hann fór ekki nánar í þá sálma en einn leikmaður sem nefndur hefur verið nánast daglega er kantmaðurinn Aiden McGeady, sem er nálægt því að vera á free transfer. Tom Ince hefur einnig verið nefndur sem og tveir ungliðar frá Dundee. Erfitt að segja hvað er satt í þeim málum þannig að við sjáum bara hvað setur. Heitinga og Jelavic hafa jafnframt verið orðaðir við önnur lið en ekkert komið út úr því ennþá.

Martinez hefur verið áberandi í viðtölum undanfarið en hann sagði sitt álit á lánssamningum og játaði í viðtali að hann væri léti sig dreyma um glæstan árangur. Hann átti auk þess mjög skemmtilegt viðtal við Blue Kipper (sjá part eitt og tvö) sem er vel þess virði að lesa.

Í öðrum fréttum er það helst að hægt er að velja mark desembermánaðar hér og ég verð eiginlega að viðurkenna að valið var ansi erfitt, enda nokkuð um glæsimörk í mánuðinum. Einnig var Coleman á dögunum valinn leikmaður fyrri hluta tímabilsins 2013/14 og er vel að því kominn. Hann var nokkuð örugglega í fyrsta sæti en Barkley, Barry og McCarthy veittu honum harða samkeppni.

Thomas Hitzelsperger, fyrrum leikmaður Everton, kom út úr skápnum. Power to him, segi ég nú bara — og sorglegt að hafa ekki séð fleiri taka af skarið áður en þeir leggja skóna á hilluna.

Af ungliðunum er það helst að frétta að Everton U18 sigruðu Tranmere U18 3-1 með einu marki frá Dyson og tveimur frá Duffus. Einnig er af þeim að frétta að Chris Long fór til MK Dons að láni í einn mánuð og Matthew Kennedy til Tranmere í einn mánuð. Luke Garbutt framlengdi jafnframt lánssamning sinn hjá Colchester um einn mánuð. Gott mál. Þeim fjölgar því ört ungliðunum þessa dagana sem eru annars staðar í láni því þegar eru John Lundstram, Matthew Pennington, Hallam Hope og Francisco Junior annars staðar (og ég er örugglega að gleyma einhverjum).

En, Norwich á laugardaginn. Hver er ykkar spá um uppstillingu og markaskorara?

19 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Athyglisvert. Hér er tilvitunun frá Martinez um að bæði McGeady og Tom Ince gætu verið á leiðinni til Everton, en ekki fyrr en í sumar (á frjálsri sölu).
    http://www.mirror.co.uk/sport/football/transfer-news/everton-transfers-mcgeady-ince-targets-3005187#.Us8o1FeBk-l.twitter

    Ég spái annars 3-1 sigri. Oviedo, Mirallas og McCarthy með mörkin.

  2. Halldór S Sig skrifar:

    Mig langar að sjá Jela byrja á morgun, hef trú á að hann sé að komast í gang. Gott að prufa hann á móti svona minni spámönnum á heimavelli. Mér finnst Lukaku hafa verið frekar slakur í síðustu leikjum. Satt að segja finnst mér vanta aðeins uppá tæknina hjá honum og fyrsta snerting er soldið oft að klikka. En þegar kappinn er kominn á ferðina í átt að markinu er fátt sem stöðvar hann.
    Ég spái 3:0 Jela 2 Mirallas 1

  3. Finnur skrifar:

    Til þess að reyna að klára fréttina fyrir miðnætti í gær þá sleppti ég nokkrum greinum sem voru áhugaverðar… Bæti úr því hér að neðan:

    En fyrst, þá eru sögusagnir um það að Everton séu búnir að samþykkja tilboð Hull í Jelavic í dag…
    http://www.toffeeweb.com/season/13-14/news/26514.html

    Sjáum hvað setur. Greinarnar sem um ræðir eru eftirfarandi:

    Yfirlit yfir fyrri helming tímabilsins undir stjórn Roberto Martinez, frá Blue Kipper síðunni — góð lesning:
    http://www.bluekipper.com/fans/the_secret_fan/6993-roberto_martinez_half-term_report.html

    Flott grein úr Daily Mail sem ber saman stjórana Moyes og Martinez:
    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2534438/Martinezs-Everton-ready-Champions-League-Moyes-brainwashed-fans-thinking-8th-good-enough.html

    Skemmtilegur sigurleikur (stutt vídeóyfirlit) gegn Norwich árið 2004:
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2014/01/06/big-dunc-has-last-laugh

    Martinez sagðist jafnframt ætla að setjast niður með Seamus Coleman og ræða við hann um nýjan samning, enda er Coleman að verða algjör lykilmaður í liðinu.
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2014/01/10/martinez-plans-coleman-talks

    Og í lokin má geta þess að fyrirliði U21 árs liðs Everton, Tyias Browning, var lánaður til Wigan í einn mánuð (til að byrja með).
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2014/01/10/browning-loaned-to-latics

  4. Georg skrifar:

    3-0 sigur á morgun.

    Everton er búið að samþykkja tilboð Hull í Jelavic og því undir honum komið hvort hann fari þangað. Áhugavert verð ég að segja. Martínez hlítur að vera með annan framherja í sigtinu ef Jelavic fer. Það væri slæmt að missa Jelavic og fá engan í staðinn. Ef Lukaku meiðist þá eigum við bara Velios sem hefur ekkert verið að spila og Kone meiddur út leiktíðina.

  5. Finnur skrifar:

    Mikið rétt, þetta er staðfest á Everton síðunni:
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2014/01/10/jelavic-fee-agreed-with-hull

  6. Elvar örn skrifar:

    Finnst þetta ekki gott. Everton þarf tvo framherja tel ég ef liðið ætlar að klára leiktíðina með sóma.
    Það sem ég hef lesið á spjallinu þá virðast menn almennt á móti sölu á Jelavic.

  7. Elvar örn skrifar:

    Gef þó Martinez séns þar til glugginn lokast enda gerði hann bestu kaup/lán í seinasta glugga til margra ára.

  8. Diddi skrifar:

    Norwich hafa reynst okkur ansi erfiðir í síðustu leikjum og það er eins og þeir reyni af alefli að vinna okkur en leggjast svo niður og deyja á móti rauðu nágrönnum okkar. Mér finnst kominn tími á að taka þá almennilega í gegn og spái 4 – 1 og Lukaku, Mirallas, Pienaar og Coleman (hlýtur bara að skora) með mörkin, ég er miður mín yfir sölunni á Jela og ef fréttir af Defoe í staðinn eru réttar þá verð ég brjálaður. En ég treysti Martinez alveg til að gera ekki neina helvítis vitleysu. Hann er snillingur 🙂

  9. Finnur skrifar:

    Defoe er á leið til Bandaríkjanna og Jelavic er nú ekki seldur enn…

  10. Gunnþór skrifar:

    Sammála Didda vini mínum,þurfum að taka þá ærlega í gegn á morgun. 5-O

  11. Diddi skrifar:

    Þetta var í fréttum í morgun þannig að það virðist nú ekki endilega vera að það sé ákveðið að hann fari til USA. Það er margt að gerast á bak við tjöldin og vonandi er Martinez með eitthvað í pípunum sem hann kemur okkur á óvart með http://myevertonnews.com/everton-ready-to-swoop-for-defoe/?

  12. Diddi skrifar:

    í erlendum fréttamiðlum sem fjalla um söluna á Jelavic er talað um frá 5.25m punda upp í 7 m punda, talað um að það gæti farið í 7 og er þá örugglega inní því leikjafjöldi o.þ.h. en á fótbolti.net, þeirri skítasíðu, segja þeir að verðið sé um 4 milljónir, af hverju ætli þeir geri það og hvar eru heimildirnar sem þeir hafa, þetta eru hálfvitar 🙂

  13. Diddi skrifar:

    http://www.sportsmole.co.uk/football/lyon/transfer-talk/news/everton-want-lacazette_129579.html Það er eitthvað þessu líkt sem ég vil, einhvern nýjan, sem kemur svo á óvart og verður algjör markvarðahrellir 🙂

  14. Gunnþór skrifar:

    Þetta eru flottar tölur fyrir Jela ef satt er,þurfum nýjan graðan framherja.

  15. Finnur skrifar:

    Það væri frábært að fá meira fyrir hann en við borguðum á sínum tíma en það er erfitt að segja — Enginn hefur gefið út neina tölu ennþá. Ég held samt að talan verði í lægri kantinum (af því sem nefnt hefur verið) og kæmi mér ekkert á óvart þó 4M verði raunin. En maður veit aldrei, Fellaini var með 24M punda klausu í sínum samningi og Martinez plataði Moyes til að borga 27M þannig að það getur svo sem allt gerst í þessum málum…

  16. Ari G skrifar:

    Ég treysti Martinez alveg. Skil ekki hvað menn hér hafa mikið álit á Jelavic. Hann er góður leikmaður en hentar ekki stórliði Everton. Auðvitað kaupir Martinez sóknarmann. Ég ætla að spá að hann kaupi 2 sóknarmenn veðja á Alfreð og einn óvæntan annan. Efast um að Everton hafi bolmagn til að kaupa Lukuku eða Spánverjan unga það væri draumurinn.

  17. Halli skrifar:

    Ég spái 3-1 Lukaku, Osman og Mirallas með mörkin. Það lá svolítið í loftinu að Jelavic væri að fara

  18. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin og nokkrar óvæntar bæði breytingar á liði sem og andlit á bekknum:
    http://everton.is/?p=6384