Stoke vs. Everton

Mynd: EFC.

Everton á útileik við Stoke City á nýársdag kl. 15:00 en Stoke eru í 12. sæti deildarinnar með rétt rúmlega eitt stig per leik (21 stig í 19 leikjum). Það er ekki lengra síðan en í nóvember sem Everton lék við þá á heimavelli og unnu mjög sannfærandi 4-0 sigur en síðan þá hefur Stoke gert 0-0 jafntefli heima við Cardiff, unnið Chelsea 3-2 heima, gert 0-0 jafntefli úti við Hull, tapað 0-2 heima fyrir United, unnið Aston Villa 2-1 heima en nú síðast tapað stórt úti gegn bæði Newcastle (5-1) og Tottenham (3-0). Þetta segir þó bara hálfa söguna því fyrir utan tapleikinn gegn United hafa þeir náð ágætis úrslitum á heimavelli en þeir eru taplausir síðan í september. Þetta verður því mjög erfiður leikur, sérstaklega þegar litið er til þess að Everton hefur aðeins unnið á þeirra heimavelli einu sinni í fimm tilraunum í deild (síðan Úrvalsdeildin var stofnuð) — og reyndar einu sinni í FA bikar. Reyndar verð ég að viðurkenna að tölfræðin hljómar aðeins betur þegar rifjað er upp að aðeins einn leikur af síðustu 6 á þeirra heimavelli hefur tapast, þremur lyktað með jafntefli en tveir gefið þrjú stig.

En nú eru nýir tímar, bæði lið með nýjan stjóra og tölfræðin skiptir því kannski enn minna máli. Ljóst er að Jagielka er frá og náttúrulega Gibson og Kone (langtímameiðsli). Mirallas ætti þó að vera orðinn góður og ekki hefur heyrst af neinum nýjum meiðslum í okkar herbúðum.

Ég ætla að spá því að Howard taki stöðu sína á ný og Barry er náttúrulega fyrsti maður á blað. Líkleg uppstilling því: Howard, Baines, Alcaraz, Distin, Coleman, Pienaar, Barry, McCarthy, Mirallas, Barkley, Lukaku.

Í öðrum fréttum er það helst að Martinez sagði að Coleman, sem er markahæsti varnarmaðurinn í deildinni, gæti orðið besti bakvörður sem Everton hefur nokkurn tíman átt. Coleman var þó hógvær að vanda í viðtali eftir leikinn.

Af öðru má nefna að Osman bætti met David Unsworth en í síðasta leik var hann að leika sinn 303. Úrvalsdeildarleik með Everton. Flott framtak en svo vildi til (þar sem Jagielka var meiddur) að Osman bar einnig fyrirliðabandið í leiknum sem hann sagði að hefði verið sérstakur heiður. Osman telur að eitt af fjórum efstu sætunum sé raunhæft markmið að tímabili loknu og miðað við stöðu í deild þegar tímabilið er hálfnað er þetta eiginlega bara spurning hvort seinni helmingur spilist eins og sá fyrri — og þá er Everton í góðum málum. Martinez sagði auk þess að það væri tryggt að Baines færi ekki í janúarglugganum en hann væri lykilmaður í að Everton nái markmiðum sínum. Martinez hefur náttúrulega lokaorðið þegar kemur að sölu leikmanna þannig að það er vonandi að þetta gangi eftir.

Þetta kemur samt allt saman í ljós. Næsti leikur er við Stoke á nýársdag kl. 15:00. Hver er ykkar spá?

9 Athugasemdir

  1. Kiddi skrifar:

    Ég ætla að spá sama markaregni og í nóvember eða 0-4.
    Barkley verður á skotskónum aldrei þessu vant og setur eins og tvö stykki, Alcaraz eitt og að venju er eitt frátekið fyrir Lukaku.
    Sjáumst nýársdag 🙂

  2. Ari S skrifar:

    Ég spá aldrei öðru en sigri. Annað er ekki hægt. 2-0 sigur hjá okkar mönnum með mörkum frá Mirallas og Lukaku.

    Gleðilegt ár félagar stuðningsmenn (karlar/kerlingar) og takk fyrir árið sem er að líða… 🙂

    kær kveðja,

    Ari

  3. Diddi skrifar:

    0-3 og komið að þrennunni hjá LUKAKU!!!!

  4. Halli skrifar:

    Ég ætla að spá okkarmönnum sigri að sjálfssögðu. Stoke eru alveg í ruglinu það er eins og Sparky sé að reyna að kenna málaliðunum hans Pulis að spila fótbolta en þad er ekki alveg að ganga hjá honum. Erum við ekki að tala um 0-3 á markalistanum verða Baines úr víti Barkley og Naismith.

  5. Gunni D skrifar:

    Sammála Didda, og gleðilegt meistaradeildarár.

  6. Gunnþór skrifar:

    Spái sigri á morgun.Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

  7. Diddi skrifar:

    snilld hvernig hann svarar spurningu varðandi 50m punda tilboð frá manutd í Barkley :http://www.bbc.com/sport/0/football/25560826?

  8. Finnur skrifar:

    Hahaha! Góður punktur, Diddi. 🙂

  9. Finnur skrifar:

    Liðsuppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=6338