Man United – Everton 0-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin fyrir leikinn var eins og spáð var: Howard, Oviedo, Distin, Jagielka, Coleman, Pienaar, Barry, McCarthy, Mirallas, Barkley, Lukaku. Bekkurinn: Robles, Heitinga, Jelavic, Deulofeu, Naismith, Osman, Stones.

Fyrri hálfleikur var opinn og fjörugur og liðin skiptust á að hafa yfirhöndina og skapa glundroða fyrir framan mark andstæðinganna. Everton liðið mætti vel stemmt til leiks og tilbúið í átökin og greinilegt að gamla Old Trafford-hugarfar Moyes (að parkera rútunni fyrir framan markið og reyna að stela sigrinum með skallamarki úr horni) var ekki markmiðið hjá liðinu í dag. Þvert á móti, Everton sótti vel í leiknum og voru óhræddir pressa vel á United á þeirra eigin heimavelli.
Everton byrjaði leikinn betur, héldu boltanum vel og létu hann ganga vel manna á milli og virtust vera að vinna miðjubaráttuna nokkuð örugglega. Everton var með 55% possession (vs. 45% hjá United) fyrstu 10 mínúturnar og náðu tveimur skotum að marki — fyrst Lukaku á 4. mínútu (framhjá) og svo Mirallas á 8. mínútu þegar hann hljóp með boltann í átt að D-inu á vítateignum og dúndraði á markið (en De Gea varði í horn).
United gekk á þessum tíma illa að komast í sókn en þegar þeir gerðu það hélt vörnin ágætlega og Everton náði stundum góðum skyndisóknum á þá á móti, til dæmis á 7. mínútu þegar þeir komust þrír á móti tveimur varnarmönnum United en skot Lukaku var varið í horn. Maður hafði pínu áhyggjur af því að mark frá United kæmi eftir varnarmistök Everton því þeir áttu nokkrar sloppy sendingar í vörninni. Sem betur fer reyndust þær áhyggjur óþarfar.
United fór að komast betur inn í leikinn þegar stundarfjórðungur var liðinn og Valencia (?) átti fyrsta skot á markið á 13. mínútu en vel framhjá. En næstu mínútur létu þeir finna vel fyrir sér því Rooney átti skot (eftir varnarmistök) sem Howard varði og aðeins mínútu seinna var Rooney næstum kominn einn inn fyrir á móti markverði eftir stungusendingu en Howard mætti honum vel og hreinsaði.
Coleman átti skot á 20. mínútu þegar maður hélt að hann væri að fara að senda fyrir en De Gea vel á verði í markinu.
Kagawa átti skot innan teigs þegar hann fékk boltann eftir smá pinball í teig Everton (var reyndar rangstæður þegar hann fékk boltann) en Howard varði skotið. Ryan Giggs átti einnig stórhættulegan skalla eftir fyrirgjöf á 23. mín en skallinn hárfínt framhjá.
United á þeim tíma farnir að vinna upp muninn: bæði lið með þrjár tilraunir á markið eftir 25 mínútur og United að ná að halda boltanum betur.
Lukaku hirti boltann af vinstri bakverði United stuttu seinna, brunaði með boltann inn í teig og reyndi sendingu fyrir á tvo Everton menn sem komu á hlaupinu 3 vs 2 en boltinn beint á miðvörðinn og í horn.
Svo kom góður 10 mín kafli hjá United þar sem þeir náðu 58% possession vs. 42 hjá Everton. Þung sókn þeirra á 28. mínútu endaði með skoti frá Rooney sem breytti stefnu af Distin og endaði í stönginni. Kagawa var næstum búinn að ná frákastinu en Howard bjargaði meistaralega. Þeir náðu þó ekki að nýta sér þann kafla til að skora.
Barkley vann boltann vel af United mann á 37. mínútu og brunaði í átt að marki með boltann en skot hans framhjá. Lukaku átti svo fast skot á 41. sem fór í lappirnar á De Gea og skot Mirallas upp úr frákastinu var blokkerað af varnarmanni.
Á 41. mínútu komust Barkley, Mirallas og Lukaku í skyndisókn og náðu 3 vs 2 en sendingin frá Barkley yfir til vinstri á Lukaku allt of föst og færið fór forgörðum.  Það verður einfaldlega að nýta svona færi betur.
Rooney var næstum búinn að refsa Everton strax þegar boltinn barst óvænt til hans í vítateignum en hann reyndi einhvers konar flikk upp og aftur fyrir sig, sem Howard varði.
0-0 í hálfleik
Seinni hálfleikur var mun þéttari, færri færi og varnir liðanna héldu vel.
United átti fast skot af mjög löngu færi sem Howard sló frá en að öðru leyti var ekki jafn mikið að gerast og í fyrri hálfleik. Everton miklu meira með boltann — ég sá 69% possession statistic hjá Everton (sem ég á reyndar erfitt með að trúa) eftir 15 mínútur voru búnar af seinni hálfleik.
Ég man eiginlega ekki eftir neinum almennilegum færum fyrr en Deulofeu kom inn á á 68. mínútu og hann var næstum strax búinn að setja mark sitt á leikinn þegar hann tók á sprett upp vinstri kantinn og komst einn á móti markverði en De Gea varði frá honum.
United gaf í eftir að um 70 mínútur voru búnar, fyrst með skoti af löngu sem Howard varði en svo þungri sókn. Sköpuðu oft glundroða í vörninni án þess að fá almennileg færi. Þangað til þeir fengu horn á 71. og frían skalla að marki sem Howard varði með því að slá frá en United maður skallaði beint að marki aftur. Sem betur fer endaði sá bolti í neðanverðri slánni og niður og varnarmaður Everton hreinsaði frá. Þarna hefðu United menn átt að vera komnir yfir.
Þeir urðu meira og meira frústreraðir þegar á leið og brotin hjá þeim urðu ljótari og ljótari. Osman kom inn fyrir Pienaar á 80. mínútu og hann var varla kominn inn á þegar Fellaini renndi tökkunum niður eftir lærinu á McCarthy svo blæddi úr. Hann slapp einhverra hluta við spjald (what!?) og svo komu tvær ljótar tæklingar í röð frá United, fyrst Vidic og svo Valencia, báðir rétt utan teigs og báðir sluppu við gult, eftir því sem ég best merkti.
Mirallas tók aukaspyrnuna en boltinn í stöngina og út. United menn heppnir þar. Það kom þó ekki að sök því að á 85. mínútu náði Everton góðri sókn. Boltinn barst til Lukaku sem sendi fyrir markið þar sem Oviedo var mættur á fjærstöng og sendi boltann í gegnum klofið á De Gea. 1-0 fyrir EVERTON!!
United menn áttu fá svör við þessu — og Everton hélt bara áfram. Deulofeu með skot á 89. en beint á markvörð og Lukaku með skot á 92. (framhjá). Naismith inn á fyrir Mirallas á 91. en fleira markvert gerðist ekki og Everton tók því þrjú stig á erfiðum útivelli.
Og þvílíkur leikur! Everton að vinna sinn fyrsta sigur á Old Trafford í 21 ár!!!
Einkunnir Sky Sports: Howard 8, Oviedo 8, Distin 8, Jagielka 8, Coleman 7, Pienaar 7, Barry 7, McCarthy 7, Mirallas 7, Barkley 7, Lukaku 8. Varamenn: Deulofeu 6, Osman 7, Naismith 6. United menn voru allir í sexum og sjöum, engin með 8 á þeim bæ.

22 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    var að sjá uppstillinguna og ég get svarið það að þetta verður okkar fyrsti sigur á Old Trafford í langan tíma eða síðan 1992 er það ekki. Svei mér þá. COYB!!

  2. Gestur skrifar:

    þetta er alveg frábært, áfram Everton

  3. Finnur skrifar:

    Unun að horfa á þetta! 🙂

  4. Diddi skrifar:

    Hrikalega var ég ánægður með frammistöðu okkar manna í kvöld, Oviedo, mcCarthy, Mirallas, Lukaku, Barkley, BARRY, Coleman, Jagielka, Distin, Pienaar, Howard, og bekkurinn var meira að segja frábær, líka þeir sem komu ekki inná, nú sýndum við „varfærna moyes“ hvernig á að fara á old trafford. Húrra, og að minnsta kosti einn bjór í tilefni sigursins 🙂

  5. Tryggvi Már skrifar:

    Maður er eiginlega orðlaus – snilldarleikur!

  6. Ari G skrifar:

    Frábær leikur. Oviedo í stað Baines og er besti leikmaðurinn í báðum leikjunum stórkostlegur leikmaður. Barátta er til fyrirmyndar og dómgæslan góð nema vantar nokkur spjöld ekkert víti gott mál. Bjarttíðin er björt hjá Everton spila miklu skemmtilegri fótbolta núna. Næsti leikur Arsenal vá það er erfiður leikur.

  7. Gunni D skrifar:

    Frábær sigur!!!!! ÁFRAM EVERTON!!!!!!! Moyes í kennslustund!!!

  8. Kiddi skrifar:

    Þvílíkt lið sem mætti á Old Trafford í kvöld og þvílík skemmtun. Sungið og trallað á Ölver, frábær hópur stuðningsmanna. Oviedo, maður er orðlaus, James McCarthy var vinnusemin uppmáluð og Barkley með rokur upp völlinn, skyndisóknir er eitthvað sem við erum ekki vanir en þær venjast vel og ég verð að segja að þetta lið er augnakonfekt á að horfa..
    Sjáumst um næstu helgi

  9. Gunnþór skrifar:

    Sniiiild þá er það bara arsenal næst eða er maður orðinn full kröfuharður. McCarthy eru menn ekki að sannfærast um kaupin á honum hann er alveg með þetta.

  10. Elvar Örn skrifar:

    Þá er fyrri skildusigrinum lokið þessa vikuna, Arsenal næst á Emirates á Sunnudaginn 🙂

  11. Ari S skrifar:

    Yndisleg stund innilega til hamingju stuðningsmenn Everton. Ég gat því miður ekki fylgst með leiknum en fékk tvö góð símtöl frá bróður mínum, það fyrra þegar Ovideo skoraði og það síðara nokkrum mínútum síðar…. (staðfestingin á sigrinum)

    Þetta var virkilega gaman að upplifa og nú er bara leiðin uppá við fyrir Everton. Erfiður leikur um næstu helgi en Everton liðið er með þessum sigri í kvöld búið að sýna að það getur unnið hvaða lið sem er hvar sem er.

    Takk fyrir góða lýsingu á leiknum hérna á everton.is

    kær kveðja,

    Ari

  12. Finnur skrifar:

    NSNO síðan með góða fyrirsögn á umfjöllun sinni á leiknum:
    „Moyes finally sees Everton win at Old Trafford“.

    😀

  13. Halli skrifar:

    Það að vinna utd á old trafford er bara yndislegt ég man ekki eftir þeim siðasta 1992. Það var rosa flott stemming á Ölver. Það er óskiljanlegt að Fellaini skildi ekki fá rautt eftir brotið á MaCarthy en þá sáum við að dómarar sleppa svona atvikum samanber Mirallas vs Suarez. En til hamingju Evertonmenn

  14. Sigurbjörn skrifar:

    Það voru dálítið blendnar tilfinningar fyrir þennan leik. Í aðra röndina var maður bjartsýnn í ljósi frammistöðunnar undanfarið en á hinn bóginn í ljósi reynslunnar þá gat maður ekki annað en óttast það versta. En okkar menn sýndu mikinn karakter og við áttum sigurinn alveg fyllilega skilinn þrátt fyrir að hlutirnir þyrftu aðeins að falla með okkur á köflum. Nú getur maður ekki varist þeirri tilhugsun að kannski sé alveg raunhæft að leggja Arsenal um helgina og blanda okkur virkilega í toppbaráttuna ! COYB

  15. Holmar skrifar:

    Magnaður sigur! Síðast þegar Everton vann á Old Trafford var ég ekki svo mikill aðdáandi enskrar knattspyrnu að ég muni sérstaklega eftir því, horfði meira á ítalska á því tímabili.(skömmustulegur broskall) Svakalega þurfti að bíða lengi eftir þessu og þetta gæti ekki verið sætara en núna með Moyes við stjórnvölin hjá United. (Mæli með að allir taki smá pásu frá lestrinum og syngi upphátt You´re getting sacked in morning og Are you watching David Moyes)

    Leikurinn var vel spilaður af okkar hálfur, þó heppnin hafi stundum verið með okkur í eigin vítateig. En okkar lið átti fullt af færum og var sigurinn sanngjarn, Deulofeu þarf að æfa sig einn á móti markmanni. McCartchy vex í áliti hjá mér við hvern leik og Barry er auðvitað ósigrandi! Endurtek uppástungu mína úr kommenti við leikskýrsluna úr Stoke leiknum, selja Baines kaupa Lukaku og Lescott, Oviedo er greinilega fullfær um að leysa vinstri bakvörðinn. Var flottur varnarlega og augljóslega góður fram á við líka.

    Verð að hrósa Tim Howard fyrir hans leik líka, frábærar vörslur og góð viðbrögð þegar þurfti að grípa inn í. Fannst Pienaar eiginlega slakastur okkar manna, í þessum leik, kannski að verða of hægur í þetta kallinn.

    Annars lítið til að kvarta yfir og ég hlakka gríðarlega til að sjá leikinn gegn Arsenal, tel að allt geti gerst. Martinez búinn að sýna að álögin fylgdu Moyes en ekki liðinu, það er að geta ekki unnið á útivelli gegn þessum „fjórum stóru“. Jákvæð nálgun hjá honum og unun að horfa á liðið í skyndisóknum ásamt því að pressa United á eigin vallarhelmingi á útivelli. Ekki gamla taktíkin að pakka í vörn og spila upp á jafntefli með möguleika á marki eftir fast leikatriði. Einnig ánægður með hvernig Martinez nálgast starfið almennt hann er jákvæður og bjartsýnn og ekki hræddur við að tjá sig. Held að næstu ár með hann við stjórnvölinn verði skemmtilegri en árin á undan, þó svo að ég hafi alltaf stutt Moyes og borið virðingu fyrir því hvað hann gerði fyrir Everton, þá er hann nú ekki mikill skemmtikraftur blessaður.

    NSNO

  16. Gunnþór skrifar:

    Sammála Hólmari með að kaupa Lukaku og Lescott,Pienaar er stuttu byrjaður aftur eftir meiðsli og er hann gríðalega mikilvægur í þessu Everton liði.En hvernig fannst mönnum Höddi Magg vera í þessum leik?Mér fannst hann vægast sagt hrikalega lélegur ,snobbið gagnvart stóru liðunnum er orðið (hefur reyndar verið um langt skeið}all svakalegt og átakanlegt að þurfa að hlust á þetta,er sjálfur með sky heima hjá mér þannig að maður þarf sem betur fer að hlusta á hann,Gaupa og Valtýr í lágmarki,en þarna fannst mér Höddi fara yfir strikið og hann sem poolari þarf að fara skammast sín hvernig hann fjallar um Everton.

  17. Elvar Örn skrifar:

    Já Gunnþór og skoðaðu netmiðlana. Þar er allstaðar talað um aðkomu Moyse að þessum leik og að Man Utd hafi tapað og bleri bleri. Hvergi sagt í fyrirsögn að Everton hafi staðið sig vel eða komið á óvart eða felt Golíat eða Oviedo að brillera, allt snerist um tap United og Moyse, pappakassafréttamennska.

    Annars úber gaman að sjá liðið spila þessa dagana. Eigum Deulofeu ennþá inni.

    Sammála með Pienaar, hann var frekar slakur í þessum leik og var mjög gjarn á að hægja á tempóinu, hvort sem það var viljandi eða ekki. Vildi sjá Deulofeu koma inná í hans stað fyrr í leiknum en mér fannst leikur Everton slakna við það að taka Barkley útaf og því tel ég að það hafi verið mistök. En sigur er sigur og gott að hafa þessa menn tilbúna á sunnudaginn gegn Arsenik 🙂

  18. Gunni D skrifar:

    Sælir félagar.Ef þetta lið nær tökum á skyndisóknunum, nær að sækja hratt með nákvæmni í sendingum, þá mega andstæðingarnir fara að biðja fyrir sér.Þetta er alveg hárrétt í kommentunum hér fyrir ofan, oftar en ekki er það Pienar sem drepur skindisóknirnar niður. snýst í kringum sjálfan sig á miðjum vellinum og vírðist ekkert vita hvað á að gera við boltann.En þetta er frábær leikmaður,og sérstaklega með Baines upp við teig andstæðinganna .Samt svolítið gjarn á að detta og hætt við að dómararnir fari að sjá í gegn um það. Martines er búinn að lofa okkur miklu meiri gæðum í leik liðsins og það verður bara gaman ef hann stendur við þau orð. Eigum við ekki bara að slá því föstu að liðið blómstri á seinni helmingi tímabilsins eins og mörg undanfarin ár Það væri ekkert leiðinlegt Tökum Arsenal um helgina; Barkley með neglu, sláin inn a la Rooney. Góðar stundir.

  19. EinarFJ skrifar:

    Frábært hjá okkur og ég verð að deila þessu með ykkur

  20. Finnur skrifar:

    Þrír í liði umferðarinnar að mati Goal tímaritsins:
    http://www.goal.com/en-gb/news/2896/premier-league/2013/12/05/4455958/premier-league-team-of-the-week-suarez-steals-the-show-after
    (Jagielka, Oviedo og Lukaku)