Real Madrid – Everton 2-1

Mynd: Everton FC.

Upptakan af leiknum er komin í loftið, sjá hér.

Flautað var til leiks kl. 00:00 að íslenskum tíma, aðfaranótt sunnudags í sólríku veðri í Los Angeles.

Uppstillingin: Howard, Baines, Distin, Heitinga, Jagielka, Coleman, Osman, Fellaini, Naismith, Kone, Mirallas. Varamenn: Robles, Gibson, Oviedo, Barkley, Deulofeu, Anichebe, Jelavic, Vellios, Stones. Sem sagt, John Heitinga inn fyrir John Stones, Leon Osman fyrir Darron Gibson og Steven Naismith fyrir nafna sinn Pienaar.

Ég reyndi að horfa á leikinn í 4G en gekk brösulega — virkaði stundum fínt en datt út á köflum þannig að þetta yfirlit er alls ekki tæmandi og sýnin á leikinn kannski önnur en þeirra sem náðu honum öllum.

Bæði lið létu boltann ganga vel og skiptu tímanum á bolta nokkuð jafnt. Uppbygging sóknar hjá Everton tókst oft vel en sendingarnar oft sloppy þegar kom að síðasta þriðjunginum. Það var augljóst frá upphafi (og vitað fyrirfram) að Real Madrid menn eru stórhættulegir í skyndisóknum en vörnin hélt þó framan af og rangstöðugildran að virka ágætlega.

Coleman var alls ekki langt fá því að fá víti á 4. mínútu þegar hann var felldur rétt utan teigs hægra megin. Rétt ákvörðun í það skiptið. Ekkert kom þó úr aukaspyrnunni. Coleman og Mirallas voru stundum að fara illa með vinstri bakvörð Real og í eitt skipti komst Mirallas framhjá honum og tók skot utarlega í teignum en í hliðarnetið.

Á 17. mínútu komst Ronaldo í skyndisókn, einn á móti markverði hægra megin í teig og hljóp til hliðar og skaut framhjá Howard í markinu. 1-0 Real.

5 mínútum síðar komst Mirallas aftur framhjá bakverðinum sem felldi hann innan teigs en dómarinn dæmdi ekki víti heldur aukaspyrnu. Great. Toffeeweb náðu rammanum sem sýnir brotið vel:

Ekkert annað en víti. En aukaspyrnan sem dæmd var varð að horni, hornið að öðru horni, og það horn að skalla í innanverða stöng frá Felliani. Millimetraspursmál um mark hjá honum en því miður ekki inn. Real komust strax í skyndisókn, að sjálfsögðu — en ekkert kom úr því.

Á 29. mínútu skoraði Distin skallamark úr horni, sem dæmt var af — af hverju veit ég ekki. Áhorfendur steinhissa þegar markið var dæmt af og létu vel í sér heyra og vallarvörðurinn spilaði meira að segja jingle-lagið sem þeir spila þegar mark er skorað. Hálf hjákátlegt allt. Graeme Sharp (sem lýsti leiknum) sagði að markið hefði fengið að standa ef þetta hefði verið Úrvalsdeildangingin endurræsti sig svo ég náði ekki endursýningunni. 2-0 Real.

Real brunuðu í skyndisókn og Ronaldo komst einn inn fyrir, náði sendingu á Ozil félaga sinn sem átti ekki í erfiðleikum með að skora. Eitthvað var rætt um að hann hefði verið rangstæður (sendingin fram á við og Ozil kominn inn fyrir vörnina). Línuvörðurinn sá þó ekkert athugavert við þetta. 2-0 Real. Svo nálægt því að jafna en í staðinn eykur Real forskotið.

Ronaldo komst svo aftur í skyndisókn rétt fyrir lok hálfleiks en Coleman hljóp hann uppi og blokkaraði skotið. 2-0 í hálfleik.

Sá ekki fyrstu mínúturnar af seinni hálfleik en tók eftir að Jelavic var skipt inn á fyrir Kone. Sá Jelavic næstum komast einn inn fyrir og sóknarmann Real taka flott skot sem Howard varði glæsilega á 57. mínútu og svo var Ronaldo skipt út af eftir 60. mínútna leik.

En Jelavic minnkaði muninn ekki nema um mínútu síðar. Coleman átti háa fyrirgjöf frá hægri, Naimsith vann skallaeinvígi og boltinn barst fyrir markið til Jelavic sem skaut í stöngina og út en boltinn fór í bakið á markverðinum og inn. Flott fyrirgjöf frá Coleman og vel gert hjá bæði Naismith og Jelavic. Everton búið að minnka muninn í 2-1 og komið aftur inn í leikinn.

Howard varði skot frá hægri innan teigs á 64. mínútu og aftur á 66. mínútu þegar hann fékk á sig (ennþá hættulegra) skot innan teigs vinstra megin. Hefðum ekki getað kvartað ef Real hefðu skorað þar. Howard að reglulega vinna fyrir kaupinu sínu.

Gibson og Barkley inn á fyrir Fellaini og Heitinga á 67. mínútu. Benzema út af fyrir Real, sá ekki hver kom inn á fyrir hann.

Real með skyndisókn á 72. mínútu en varnarmenn Everton náðu að komast nógu fljótt aftur og skotið hvort eð er hátt yfir.

Jelavic með skot úr aukaspyrnu sem Mirallas sótti rétt utan vítateigs á 75. mínútu, en boltinn nokkuð yfir markið. Mirallas sótti svo aðra aukaspyrnu vinstra megin við teiginn. Jagielka náði að skalla aukaspyrnuna að marki en boltinn yfir samskeytin hægra megin.

Mirallas út af fyrir Deulofeu (sem átti nokkra flotta spretti í lok leiks), Baines út af fyrir Oviedo, Coleman út af fyrir Stones. Vörnin virkaði hálf kærulaus við þessa skiptingu, Howard sneiddi boltann í sendingu aftur þegar hann ætlaði að að sparka honum frá (sem betur fer fór boltinn í hinn fótinn í staðinn fyrir að rúlla í markið) og Stones næstum búinn að gera mistök líka í að verjast fyrirgjöf. Kom þó ekki að sök, leikurinn endaði 2-1 fyrir Real Madrid.

Þar sem ég sá ekki alveg allan leikinn ætla ég að láta vera að meta leikmenn en mér fannst Everton liðið líta bara nokkuð vel út gegn firnasterku liði Real Madrid og við getum borið höfuðið hátt þrátt fyrir naumt tap. Ronaldo gerði augljóslega gæfumuninn í leiknum, eins og svo mörg lið hafa fengið að kenna á, en hann skoraði eitt og lagði upp annað. Leiðinlegt að tapa en ekki hægt að kvarta yfir því — tekur svolítið pressuna af fyrir lokaleikinn og gefur meira svigrúm fyrir tilraunastarfsemi í þeim leik sem verður um þriðja sætið í sterkri átta liða bikarkeppni. Ekkert yfir því að kvarta enda erfitt að ætlast til þess að sigra Real Madrid. Maður er náttúrulega ósáttur við að fá ekki vítið og að fyrra mark Everton væri dæmt af (og sigurmark Real væri líklega rangstæða) — en við verðum að taka því.

En endilega látið í ykkur heyra hvað ykkur fannst um leikmenn og leikskipulag. Ætla að reyna að horfa á leikinn aftur á morgun og uppfæri kannski skýrsluna. Sjáum til.

24 Athugasemdir

  1. Gunni D skrifar:

    Það er mjög erfitt að meta svona leiki vegna þess að menn eru ekkert að beita sér að fullu.Þetta er hálfgerður dúkkulísu f´tbolti. Ég sá ekki eina einustu tæklingu í þessum leik.Maður veit ekki hver munur er á líkamlegum stirk leikmanna á Spáni eða Englandi.Gaman væri að sjá muninn á alvöru leik og þessum með tæklingum ,gulum spjöldum og öllu sem því fylgir.Mirallas var flottur í nótt. Góðar stundir.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Áttum að fá víti í fyrri hálfleik, það var ekkert að markinu hjá Distin og annað mark Madrid var rangstaða.

    Hef ekki séð svona hlutdrægann dómara síðan í Clattenburg derbyleiknum.

  3. Finnur skrifar:

    Viðbrögð stjórans og leikmanna við leiknum:

    Martinez: http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/08/04/martinez-praises-blues-improvement
    Martinez var mjög sáttur eftir leikinn en staðfesti þetta sem ritað var hér að ofan (með markið sem hefði átt að standa).

    Viðtalið við Coleman er hér:
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/08/04/coleman-relished-ronaldo-duel
    Hann var mjög sprækur í leiknum, gerði varnarmönnum Real Madrid oft erfitt fyrir, var næstum búinn að fiska víti og lagði upp mark. Hann var jafnframt kátur með að fá tækifæri til að mæta Ronaldo.

    Og Naismith segir að hann sé orðinn góður af meiðslunum sem hrjáðu hann á síðasta tímabili og ég tel hann eigi eftir að koma á óvart á því næsta, miðað við það sem ég hef séð af honum á undirbúningstímabilinu. Hann sagði líka að Jelavic, sem nú hefur skorað 2 mörk í þeim tveimur seinni hálfleikjum sem hann hefur spilað í röð, líti vel út á æfingum og eigi eftir að skora ófá mörk á næsta tímabili.
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/08/04/naismith-backs-jela-to-fire

  4. Ari S skrifar:

    Þetta var flottur leikur hjá okkar mönnum, Coleman og Mirallas…markið okkar og sérstaklega hver skoraði það. ..hr Jelavic. He’s back. Það sáust tilþrif til Deulofeu, …. 🙂

  5. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    nú er spurt á fótbolti.net hvaða lið þú haldir að verði Englandsmeistari á komandi leiktíð. Þú getur valið sex lið og það er athyglisvert að það eru bara fimm af þeim liðum sem enduðu í sex efstu sætum síðustu leiktíðar en svo er liðinu sem endaði í sjöunda sæti bætt við sem sjötta liðinu en liðið sem var í sjötta sæti í fyrra ekki með…….Þetta segir allt sem segja þarf um þessa umfjöllun fjölmiðla. Skítapakk 🙂

  6. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    ég ætla að gera skriflega athugasemd við þetta og skora á ykkur að gera slíkt hið sama!!!!!!!

  7. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    svohljóðandi athugasemd var send rétt í þessu :
    Ég mótmæli uppsetningu könnunar sem fer fram á fótbolti.net núna um hvaða lið við höldum að verði Englandsmeistari á komandi leiktíð. Hvaða rök eru fyrir því að hafa liðið í sjöunda sæti síðustu leiktíðar í könnuninni en ekki liðið í sjötta sæti? Kv. Sigurjón

  8. Finnur skrifar:

    Done (en orðað öðruvísi til að vera ekki eins). Algjörlega fáránlegt, sérstaklega þegar litið er til þess að við höfum ekki misst neinn sem skipti máli og bara styrkt hópinn.

  9. Ari S skrifar:

    done

    Samt er svo langt síðan ég byrjaði að kvarta undan þessu. Meira en tíu ár, beint til eiganda og stofnada síðunnar sem ég kannast lítillega við og er drengur góður. Hann er sennilega orðinn leiður á mér með þetta en ég mun aldrei hætta þessu „væli“

  10. Gunni D skrifar:

    Þetta er ömurlegt,sérstaklega í ljósi þess að maður les á þessari síðu allt fárið í kringum nagdýrið,og efasemdir fyrirliða liðsins í 7.sæti síðustu leiktíðar ,að þeir hafi ekkert í baráttu um meistaradeildarsæti að gera,verði það selt.Þ.e.a.s.nagdýrið.

  11. Gunnþór skrifar:

    sammála ykkur þetta er óþolandi dónaskpur,þetta eru allt liverpoolmenn sem eru alltaf að reyna upphefja klúbb sem einhverntíman gat eitthvað.Þetta á ekkert skilt við fagmennsku um fótboltann á Englandi.

  12. Elvar Örn skrifar:

    Ég sendi eftirfarandi á fotbolta.net

    „Sælir
    Ég verð að segja að mér finnst það svolítið kómískt og kjánalegt að vera með könnun um hvaða lið verði Englandsmeistari og Everton sem hefur verið fyrir ofan Liverpool seinustu tvö ár er ekki á þessum lista en Liverpool er þar. Hef gjarnan heyrt að fotbolti.net sé Liverpool síða og því miður ýtir þessi könnun undir þann orðróm enn frekar.
    En batnandi mönnum er best að lifa, kannski ræður fagmennskan yfirhöndinni.“

    Jæja best að fara að fara að undirbúa sig undir leikinn gegn Valencia í nótt 🙂

  13. Orri skrifar:

    Eigum við ekki að taka svona frétt með fyrirvara.En þetta með könnunina á fótbolti.net,það sýnir mikla ósvífni ófagmannleg vinnubrögð.En vonandi endurskoða þeir þetta.En þeir meiga sétja Liverpool þar sem þá langar til.Við verðum bara að venju fyrir ofan þá í vetur.

  14. Georg skrifar:

    Margt mjög jákvætt við leikinn gegn Real Madrid, það má segja að Real Madrid voru mjög heppnir að koma úr þessum leik með 2-1 sigur þar sem nokkrir hlutir féllu klárlega þeirra megin, löglegt mark dæmt af okkur, víti ekki dæmt og svo gátu þeir ómögulega endursýnt hvort þetta hafi verið rangstaða í seinna markinu hjá Real þar sem Ronaldo var kominn langt fram yfir þegar hann fékk boltann. Hinsvegar gátu þeir margendursýnt þar sem þeir töldu brot á Distin.

    Varðandi könnun fotbolta.net þá sýnir þetta enn og aftur hvað þeir geta verið litaðir. Það er ekkert eðlilegt við það að lið sem hefur endar tvær lektíðir í röð fyrir ofan Liverpool sé ekki á þessum lista en svo setja þeir Liverpool þarna. Ég er sjálfur búinn að senda kvörtun á fotbolta.net, finnst þeir vera gera lítið úr okkar flotta klúbb.

    kv. Georg

  15. Jón G skrifar:

    Finnst ykkur að það sé verið að gera lítið úr Everton með því að segja að þeir eigi ekki séns á titlinum?

    Auðvitað á Liverpool ekki að vera þarna en common….

  16. Georg skrifar:

    Jón þú misskilur mig, mér finnst vera gera lítið úr okkar klúbb að Liverpool sé þarna en ekki við, þar sem við höfum endað fyrir ofan þá síðustu 2 leiktíðir. Annaðhvort að hafa bæði liðin á þessum lista eða hvorug.

  17. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    spurningin ætti auðvitað að vera: Hvaða lið telur þú líklegast til að verða Englandsmeistari á komandi leiktíð? og svo ætti að vera möguleiki að velja öll liðin í úrvalsdeildinni en ekki einhver fyrirfram ákveðin lið!

  18. halli skrifar:

    Gunnþór

    „sammála ykkur þetta er óþolandi dónaskpur,þetta eru allt liverpoolmenn sem eru alltaf að reyna upphefja klúbb sem einhverntíman gat eitthvað“

    Bíddu hvað er langt síðan Everton vann titil?

    Talandi um klúbb sem einu sinni gat eitthvað.

  19. Einar G skrifar:

    Sammála Sigurjóni auðvitað á að vera hægt að velja úr öllum liðum, en hlupu allir yfir linkinn hjá Elvari??? Er Alfreð á leiðinni? Búinn að sjá þetta á 3 stöðum, en líklega bara kjaftæði er það ekki?

  20. Elvar Örn skrifar:

    Nákvæmnlega, hlustar enginn á mig? Nei grín.
    Ég bara sá þessa frétt og vildi deila henni hér þar sem að um er að ræða Íslending og nokkuð góðan þar að auki.
    Það er rétt að fleiri miðlar eru komnir með þessa frétt en ég hef ekki séð neinn af þessum svokölluðu stóru eða áreiðanlegri koma með þessa frétt, þ.e. að Everton sé með Albert Finnbogaso í sigtinu. Sjáum hvað setur.

  21. Finnur skrifar:

    Real Madrid unnu svo Chelsea í úrslitum, 3-1 — Ronaldo aftur allt í öllu hjá þeim (skoraði tvö og lagði upp eitt).

  22. Beggi skrifar:

    Ég er harður Liverpool Maður, verð bara að fá segja nokkur orð 🙂 Reyndar dáist ég af Everton og hvernig þeim hefur gengið undanfarin ár. Everton er með hörkulið með flottan hóp af leikmönnum, Reyndar það gott lið að það er kannski smá möguleiki að Liverpool nái þeim í vetur. Liverpool gæti kannski farið ofar ef þeir kaupa 2 stóra fyrir lok gluggans enn eins og liðinn eru í dag þá er þetta ansi lík lið, Bæði lið munu vera í hörkubaráttu í vetur og það mun kannski muna 5-8 stig eftir 38 leiki, Kannski Everton Kannski Liverpool ómögulegt að segja því þetta eru lið á svipuðum stað í deildinni,

  23. Ari S skrifar:

    Já Everton eru í ágætis málum og hafa bætt við sig leikmönnum en það besta sem getur komið fyrir Liverpool er að losa sig við Suarez. Eins góður og hann getur verið þegar hann er í lagi þá getur hann verið hræðilegur líka og skemmir mikið út frá sér. Hann er alltof dýr fyrir félagið sem hefur stutt við bakið á honum alla tíð. Þið eigið miklu meiri möguleika án hans. Mitt mat 🙂