Yfirlit frétta

Mynd: Everton FC.

Það er ekki á hverjum degi sem Everton mætir ítölsku meisturunum, er betri aðilinn meirihluta leiks og vinnur leikinn en það gerðist þó í morgun og var ekki til að minnka spenninginn fyrir næsta tímabil sem hefst eftir rúmlega tvær vikur! Martinez var kátur í leikslok með framganginn og með John Stones og fleiri leikmenn. Distin sagði í viðtali að Juventus menn hefðu lagt mikla áherslu á að vinna leikinn, eins og viðbrögð þeirra í lokin sýndu — sem staðfesti, að hans sögn, að þetta hefði átt lítið skylt við vináttuleik, sem hann sagði að væri óásættanlegt. Ekki náði þetta athygli minni þegar ég horfði á upptöku af leiknum, en hann fór í sama viðtali fögrum orðum um Stones, sem var sposkur líka í sínu viðtali — sérstaklega þegar rætt var um vítið sem hægt er að sjá hér:

Svellkaldur, drengurinn. 🙂

Við höfum annars vanrækt nokkuð ungliðana í undirbúningnum og síðar gleðinni yfir sigrinum á Juventus en ungliðarnir eru einnig að gera það gott þessa dagana. U15 ára liðið komst í undanúrslit í Milk Cup eftir 6-1 sigur á County Armagh á miðvikudaginn þar sem Nathan Broadhead skoraði þrennu. Everton lenti 0-1 undir í leiknum en náðu 4-1 forskoti í hálfleik. Þeir lentu svo 3-0 undir gegn Watford í undanúrslitunum en náðu að jafna með mörkum frá George Withe, Tom Pearce og Tom Davies og síðar sigra með hjálp vítaspyrnukeppni. Þeir mæta á föstudeginum County Antrim, sem slógu út Liverpool í hinum undanúrslitunum.

Annar ungliði, sem nýlega var lánaður til Brentford — Conor McAleny, er að gera það gott. Skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum með þeim, í 3-2 sigri á Úrvalsdeildarliðinu Cardiff, og var nálægt þrennunni.

Ibou Touray (18 ára vinstri bakvörður) skrifaði undir atvinnumannasamning við Everton um daginn. Hann var á reynslu hjá Liverpool þegar Everton hringdi í föður hans og bauð honum scholarship samning. Hann var snöggur að samþykkja það enda fannst honum Everton betri kostur en Liverpool, eins og hann orðaði það. Hann fylgir í fótspor Matthew Pennington, Chris Long, Conor Grant og Tyias Browning sem allir skrifuðu undir atvinnumannasamning á dögunum.

U21s árs liðið tapaði 1-3 fyrir U21s árs liði Blackburn, sem skartaði nokkrum reynsluboltum úr Úrvalsdeildinni. Long skoraði eina mark Everton.

Í slúðurdeildinni er það helst að frétta að orðrómur barst að umbinn hans Joey Barton hefði verið með einhverjar meiningar um það að skjólstæðingur sinn væri tilbúinn að helminga launin sín til að komast að hjá Everton (og að það væri eina liðið sem hann væri tilbúinn að lækka sig fyrir). Það er skiljanlegt að hann vilji það (en hann ku vera Everton stuðningsmaður) en ég sé hann ekki fitta inn í hópinn né leikskipulagið hjá Martinez. Neville Southall sagði við þetta tækifæri: „We’ve already got a kitman“ en Barton sjálfur gaf lítið fyrir þessar sögusagnir. Everton var einnig orðað við Mohamed Sissoko og við Luca Marrone (á láni). Allt frekar fjarstæðukennt. Exectioner’s Bong kom auk þess með greiningu á James McCarthy sem Everton hefur verið orðað við að undanförnu.

6 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Snilldin ein þessi skrif hjá everton.is

    Southall sagði einnig að Barton væri eins og Forrest Gump gæti bara hlaupið… haha… vil helst ekki eyða orðum í þennann gaur… frekar vildi ég sjá Warren Barton spila í liðinu heldur en þennann Barton.

    Ég er sáttur við liðið eins og það er í dag… en auðvitað þurfum við sterkari kalla á miðjuna, ekki endilega til þes að leysa Gibson og Fellaini af heldur til þess að vera þeim til halds og trausts eins og einhver sagði. Í minnsta lagi jafn góða og þá.

    Hlakka mikið til þess að sjá Everton leika annað hvort gegn L.A. Galaxy eða Real Madrid á sunnudagsmorgninum…. kær kveðja, Ari

    Og Stones… vá…. „A star is born“

  2. albert gunnlaugsson skrifar:

    Frábært…. maður kemur bara hér inn á síðuna og veit allt! Takk fyrir mig 🙂

  3. Elvar Örn skrifar:

    Þá er það staðfest.

    Mætum Real Madrid á laugardaginn kl. 24:00, það er nú bara þjóðhátíð útaf fyrir sig. Flottur leikur á flottum tíma.
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/08/02/everton-to-face-real-madrid

  4. Kiddi skrifar:

    Frábær samantekt að venju Finnur og co.
    Þvílík vítaspyrna hjá Stones, það verður fróðlegt að fylgjast með þessu varnar -og vítaspyrnutrölli 🙂

  5. þorri skrifar:

    Ég hef ekki séð fallegra víti, og þetta var bara æfíngaleikur. Ef þessi maður verður ekki aðal vítaskyttan þá veit ekki hver á að vera það. Mér líst vel á að mancunet kaupi Fellaini okkar, þá getum við fengið einn góðan í staðinn. Mér líst vel að everton sé að skoða Alfreð sem spilar í Hollandi. Hann gæti alveg komið í staðinn fyrir Fellaini. Þetta fer að nágst óðum, maður hlakkar ekki smá til. ÁFRAM EVERTON.

  6. þorri skrifar:

    Lætur ekki stuðníngsmannaklúbbur liverpool svona út af því við erum bara orðnir betri en þeir? Það hef ég nú haldið. Hvernig hefur annars gengið undirbúgngs tímabilið hjá okkar mönun. Það sem ég hef heyrt og séð er bara nokkuð gott.