Rétt að fara að huga að Íslendingaferð

Mynd: FBÞ.

Maður er orðinn svolítið spenntur að sjá liðið okkar „í action“ undir nýjum stjóra og kannski rétt að fara að huga að næstu ferð, eins og meistari Elvar kom inn á. Leikjalistinn er á everton.is/leikir — endilega kynnið ykkur hann.

Einhver nefndi heimaleikinn við Cardiff, svo við sjáum „Íslendinginn“ líka. Sá leikur er hins vegar ekki fyrr en í mars 2014. Liðin Tottenham (í byrjun nóvember) og City (maí 2014 — síðasti heimaleikurinn) hafa verið mjög skemmtileg lið til að taka á móti undanfarin ár. Litli bróðir okkar mætir í gryfjuna í lok nóvember og Everton hefur jafnframt verið í áskrift að þremur stigum á heimavelli gegn bæði Fulham (verður um miðjan desember) og Sunderland (hmmm, það er reyndar annar í jólum svo það gengur ekki).

Þess má einnig geta (ef við viljum eiga séns á tveimur Everton leikjum í ferðinni) að deildarbikarinn byrjar, ef ég man rétt, í lok ágúst/byrjun september og FA bikarinn með nýja árinu — þó erfitt sé að treysta á heimaleik í þeim keppnum til að ná tveimur. Fyrir deildarbikarinn er eini heimaleikur Everton í janúar við Norwich (bleh!) en Aston Villa er reyndar heima í byrjun febrúar — sögufræg viðureign (mest leikna viðureign í efstu deild). Til að hámarka líkur á FA bikarleik væri það Chelsea/Newcastle í september. 

Hef ekki skoðað verð á flugi — en hvað segir fólk? Er einhver leikur sem ykkur líst betur á en annar?

3 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Langar voða lítið að sjá Norwich, Stoke og Arsenal eiginlega — og bara rétt svona volgur að sjá litla bróður mæta. Jú, alltaf gaman að sjá sigur gegn litla bróður en jafntefli er alltaf eins og tvö töpuð stig og mig grunar að maður myndi njóta betur annars leiks. United leikurinn líklega of seint á timabilinu og City og Cardiff sömuleiðis.

    Tottenham heima gæti verið athyglisverður leikur — hef ekki athugað reyndar hvort ég sé laus þá (nóv).

    Febrúar er depressing tími í skammdeginu hér á klakanum og væri skemmtilegt að taka helgarferð þá, en það er bara einn heimaleikur þann mánuðinn — við Crystal Palace. Hef ekkert á móti því — kannski verða þeir sputnik liðið á næsta tímabili. Cardiff heimaleikurinn er svo reyndar mánuðinn þar á eftir.

  2. Georg skrifar:

    Ég er heldur betur til í að fara á leik í vetur enda er fátt skemmtilegra en að fara á evertonleiki og það með þessum frábæra hóp íslendinga. Nú er bara að leggjast undir feld og hugsa hvaða leikur/leikir eru hentugastir. Það væri frábært að ná tveim leikjum í einni ferð þó það sé kannski langsótt að það gangi. Í fljótu bragði finnst mér heimaleikur gegn Tottenham hljóma mjög vel.

  3. Eyþór skrifar:

    Er heitur fyrir ferð, við finnum einhvern góðan leik 🙂