Accrington Stanley vs. Everton (kl. 18:45)

Mynd: Everton FC.

Everton leikur við Accrington Stanley á eftir (kl. 18:45) en nokkrir leikmenn — sem vantaði á móti Austria Vín — eru nú komnir til móts við hópinn, eins og Kone, Jelavic, Heitinga og Coleman. Accrington Stanley er sögufrægt félag á Englandi en það eru 125 ár síðan sömu tvö lið tóku þátt í fyrstu umferð ensku deildarkeppninnar sem leikinn hefur verið frá upphafi, árið 1888. Gaman að því.

Til gamans má einnig geta að James Beattie, fyrrum sóknarmaður Everton, er stjóri Accrington Stanley.

Upphitunarpakkinn um Accrington Stanley er hér en allar upplýsingar um það hvernig hægt er að horfa á leikinn beint (sem og aðra leiki undirbúningstímabilsins) er að finna hér.

Comments are closed.