Johnny Heitinga neitar framlengingu

Mynd: Everton FC.

Johnny Heitinga sagðist í viðtali við Goal tímarítið hafa hafnað framlengingu á samningi sínum við Everton en hann er 29 ára miðvörður sem á ár eftir af samningi sínum. Þó svo hann hafi verið valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum fyrir tveimur tímabilum síðan náði hann sér ekki jafn vel á strik á nýyfirstöðnu tímabili og fékk því ekki eins mikið að spila. Hann segist vilja fá fleiri tækifæri með aðalliðinu, sem fer náttúrulega eftir frammistöðu hans, Jagielka og Distin (sem er með samning til sumars 2014) sem og hversu mikils hann verður metinn af nýjum stjóra, sem enn er ekki ljóst hver verður.

5 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Er ekki málið að selja hann og kaupa Lescott til baka

  2. Finnur skrifar:

    Það væri ekkert vitlaust — en það þarf líklega að ráða stjóra fyrst. 🙂

  3. Baddi skrifar:

    Takk drengir fyrir frábært bjórkvöld.

  4. Finnur skrifar:

    Já, takk sömuleiðis. Þetta var mjög gaman.

  5. Ari G skrifar:

    Endilega að selja hann á hann ekki eitt ár eftir. Endilega að kaupa Lescott í staðinn ef hann vill koma og gerir ekki miklar launakröfur. Gott að Sylvia Distin ætlar að vera eitt ár í viðbót. Svo þurfum við markaskorara þetta mundi duga ef Everton notar Barkley og ungu leikmennina meira. Framtíðin er björt hjá Everton þótt einhver verði seldur t.d. Fellaini þá mundi Everton fá fullt af peningum og mundu bara styrkast meira. Núna bíð ég bara eftir að Martinez skrifi undir.