Arsenal vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton mætir Arsenal á útivelli kl. 18:45 á morgun (þri) í leik sem kemur til með að skera úr um það hvort Everton eigi möguleika á 4. sætinu. Liðið er ekki nema þremur stigum frá því en það eru ekki nema 6 leikir eftir af tímabilinu. Ef Everton nær ekki hagstæðum úrslitum úr þessum leik þá er ekki hægt að ætlast til að næstu þrjú lið fyrir ofan Everton fatist svo hrapallega flugið að Everton nái að komast yfir þau. Sigur í leiknum, aftur á móti, sendir þau skilaboð að Everton liðið sé til alls líklegs og geti unnið hvaða lið sem er — sem er það sem þeir hafa sýnt svo eftirminnilega í deildinni (t.d. fjögur stig á móti City og fjögur á móti Tottenham, sem og þrjú stig á móti United).

Everton hefur verið á ágætis flugi undanfarið, taplausir í fimm leikjum og þar af unnið fjóra en á móti kemur að tölfræði Arsenal er enn betri: 8 sigrar í síðustu 10 deildarleikjum (og aðeins 1 tap: á útivelli gegn Tottenham). Árangur Everton á útivelli gegn Arsenal er hins vegar arfaslakur: 15 töp, tvö jafntefli og enginn sigur. Everton er fyrir Arsenal eins og Sunderland er fyrir okkur. Löngu kominn tími til að breyta því og við vorum ekki langt frá því í síðasta leik gegn þeim. Til gamans má geta að Everton er taplaust í síðustu fjórum heimsóknum til London.

Við þurfum góð úrslit úr leiknum til að eiga einhvern séns í Champions League, hversu lítill sem hann verður, og til þess þarf Moyes að hafa úr sínu sterkasta liði að velja, þarf að ná taktíkinni réttri, leikmenn að mæta rétt stemmdir til leiks og eiga góðan leik og hlutirnir auk þess að detta með okkar mönnum.

Fyrsti parturinn af því er líklega í höfn, en allir munu vera heilir hjá Everton (nema einhver meiðsli hafi komið upp í leiknum við QPR sem ekki hafa spurst út). Sá síðasti af meiðslalistanum, Tony Hibbert, er kominn aftur þó hann sé mjög ólíklegur til að láta sjá sig nema kannski á bekknum (enda lék hann allan leikinn með U21 árs liðinu í kvöld). Spái óbreyttu liði. Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman. Pienaar og Mirallas á köntunum, Gibson og Osman á miðjunni. Fellaini fyrir aftan Anichebe frammi. Hjá Arsenal eru markvörðurinn Fabianski og Diaby meiddir. Rosicky er ýmist sagður heill eða meiddur en Mertesacker er kominn aftur úr banni.

Spái 1-1 jafntefli, Giroud með mark og svo jafnar Fellaini.

Í öðrum fréttum er það helst að minningarathöfn var haldin um þá sem létu lífið í Hillsborough slysinu en 24 ár eru í dag síðan slysið átti sér stað. Graeme Sharp og Sir Philip Carter, forseti til lífstíðar, tóku þátt í athöfnum í Liverpool City Center þar sem meðal annars var afhjúpaður minnisvarði um fórnarlömbin. Bill Kenwright mætti einnig á Anfield og flutti ræðu við mjög góðar viðtökur gesta (sjá ræðuna).

Af öðru er það helst að Moyes staðfesti að Gibson gæti þurft að fara undir hnífinn í sumar en imprað hefur verið á þessu áður. Einnig heldur sigurganga Everton U21 liðsins áfram en þeir lentu snemma undir í leik gegn Middlesbrough U21 en kantmaðurinn Kennedy og hinn hárprúði Vellios skoruðu mörk hvor um sig sitt hvoru megin við hálfleikinn sem þýddi að Everton vann 1-2 og er á góðri leið með að vinna riðilinn og komast í úrslitakeppnina. Tony Hibbert lék, eins og áður sagði, allan leikinn.

En, Arsenal næst. Biðjum til Duncan Ferguson um góð úrslit í leiknum.

15 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    2-0 fyrir Arsenal okkur vantar gæða sóknarmann til að klára svona leiki,big vic er fínn á móti minni liðunnum en er í vandræðum á móti betri liðunnum í deildinni því miður.

  2. Georg skrifar:

    Þetta er leikur sem við verðum að vinna. Ég spái 1-2 fyrir Everton, Mirallas með bæði.

  3. Halli skrifar:

    Ég væri til í að sjá Jelavic koma inn í þennan leik fyrir Osman og bakka þá Fellaini niður á miðjuna með Gibson ég held að við fengjum sterkari miðju og sterkari sókn út úr því en ekki á ég von á þessu það er gott að hafa von. Eins og Finnur skrifar hér þá er þetta einn mikilvægasti leikur okkar á tímabilinu vegna evrópukeppninnar svo ég ætla okkar mönnum sigur það hlýtur að styttast í sigur á móti þeim á útivelli 2-0 Piennar og Baines

  4. Finnur skrifar:

    Moyes sagði að hann vildi koma Arteta úr jafnvægi og vildu menn meina að það þýddi að Fellaini fengi það hlutverk að glíma við hann. Þar sem Arteta er djúpur miðjumaður hjá Arsenal liggur þá ekki beint við að Fellaini verði framliggjandi eins og hann hefur verið? Það er spurning. Kemur í ljós.

  5. Finnur skrifar:

    Spurning hvort Wilshire sé líka tæpur hjá þeim: http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/22163895

  6. Coleman23 skrifar:

    Sé fyrir mér að þessi leikur verði mjög kaflaskiptur, við verðum að byrja vel og mæta fastir fyrir, þó svo að Jelavic hafi ekki verið uppá sitt besta held ég að hann gæti komið öllum á óvörum og verið í byrjunarliði. Ég spái 3-2 leik sem fer bláum í hag! COYB!!!

  7. Georg skrifar:

    Ég er alveg viss um að þetta verði byrjunarliði hjá Moyes:

    —————–Howard———-
    Coleman-Jagielka-Distin- Baines

    Mirallas-Gibson-Osman-Pienaar
    ——————Fellaini————–
    —————-Anichebe———–

  8. Hallur j skrifar:

    3-0 fyrir everton og vic með þrennu

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Eftir að hafa séð síðustu mínúturnar af leik Arsenal gegn Nowich held ég að við eigum ekki séns. Ekki af því að Arsenal séu svo frábærir heldur af því að það var engu líkara en það sé búið að ákveða að Arsenal skuli ná í topp 4 sæti. Spái 3-1 fyrir Arsenal í kvöld. Eitt gefins víti og 2 rangstöðumörk. Anichebe skorar fyrir okkur.

  10. Orri skrifar:

    Nú er að duga eða drepast fyrir okkur.Ég hef trú á mínum mönnum og spái okkue 2-0 sigri,mér er slétt sama hverjir skora mörkin.

  11. Georg skrifar:

    Liðið er klárt fyrir leikinn, Osman er ekki með væntanlega vegna meiðsla og Barkley kemur inn í staðinn.
    Everton: Howard, Baines, Gibson, Jagielka, Mirallas, Distin, Barkley, Pienaar, Coleman, Fellaini, Anichebe (Subs: Mucha, Heitinga, Jelavic, Oviedo, Naismith, Hitzlsperger, Neville)

  12. Georg skrifar:

    Núna fær Barkley væntanlega að spila þá stöðu sem hann er bestur í, á miðjunni þar sem að Pienaar og Mirallas eru væntanlega á köntunum. Það væri gaman að sjá hann blómstra í dag.