Everton – Wigan 0-3

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin fyrir leikinn: Mucha, Baines, Coleman, Heitinga, Distin, Mirallas, Neville, Osman, Pienaar, Fellaini, Jelavic. Varamenn: Springthorpe, Gibson, Naismith, Hitzlsperger, Barkley, Anichebe, Duffy.

Wigan menn gerðu sér lítið fyrir, þegar þeir mættu á Goodison í dag, og einfaldlega yfirspiluðu Everton liðið, röðuðu inn þremur mörkum á um það bil jafn mörgum mínútum og slökktu vonir leikmanna og stuðningsmanna Everton um að ná á Wembley. Skelfilegri leik hef ég varla séð Everton liðið spila og nákvæmlega ekkert sem reynt var gekk upp. Það var ótrúlegt að sjá að eiginlega allir léku undir getu í dag og áttu afleitan leik og máttarstólpar á borð við Fellaini, Pienaar, Baines langt fjarri sínu besta. Fellaini átti arfaslakan leik — sinn lélegasta leik sem ég man eftir. Hann var skelfilegur.

Bæði lið hefðu getað komist yfir á fyrsta hálftímanum. Wigan þegar þeir skutu utan vítateigs í innanverða fjærstöngina og út aftur í teiginn þar sem bæði Mucha og sóknarmaður Wigan (Kone) hefðu getað náð til knattarins hefðu þeir áttað sig á því.

Þetta reyndist bara viðvörun Wigan um það sem koma skyldi því þeir voru í miklum ham allan leikinn og nánast allt gekk upp hjá þeim. Maður hélt reyndar að Everton ætlaði að refsa þeim fyrir að mistakast að skora þar sem boltinn datt vel fyrir Jelavic utarlega í teignum (eða rétt utan hans, man það ekki) en markvörður Wigan bjargaði þeim með stórkostlegum hætti.

Svo á 30 mínútu datt botninn algjörlega úr þessu hjá okkar mönnum. Wigan menn fengu hornspyrnu og sendu fyrir þar sem sóknarmaður Wigan fékk óáreittur að djöflast og djöflast í markverðinum innan „altaris“-reitsins (þar sem markvörðurinn er heilagur). Kevin Never-a-friend-of-Everton að dæma. Leit framhjá því, að sjálfsögðu. Skalli. 0-1 fyrir Wigan.

Mínútu síðar sendi Neville stungusendingu lífs síns — á sóknarmann Wigan, þegar hann ætlaði að gefa á Distin en kom í staðinn sóknarmanni Distin einum inn á móti Mucha. 0-2 fyrir Wigan. Talandi um að skjóta sig í fótinn.

Og aðeins tveimur mínútum síðar féll boltinn glæsilega fyrir leikmann Wigan utan teigs sem náði þrusuflottu skoti sem fór í sveig í átt frá marki og svo að því aftur og sleikti nánast stöngina innanverða. Óverjandi fyrir Mucha. 0-3 fyrir Wigan.

Eftir þetta vantaði algjörlega baráttuviljann og eins og menn hefðu einfaldlega gefist upp þó nóg væri eftir af leiknum til að jafna. Þetta er nokkuð sem maður var mjög hissa að sjá þar sem eitt af aðalsmerkjum Everton liðsins er að þeir gefast aldrei upp, ekki einu sinni þó þeir lendi tveimur mörkum undir á Old Trafford, eins og frægt er orðið.

Ekki hjálpaði til að allt féll með Wigan mönnum í dag á meðan ekkert gekk upp hjá Everton sem áttu í erfiðleikum með einföldustu hluti eins og að senda boltann á milli sín. Það var því kannski týpískt fyrir daginn að Coleman skyldi skalla framhjá opnu marki úr dauðafæri í lokin (markvörðurinn á jörðunni) og Baines í ákjósanlegu færi vinstra megin skyldi skjóta langt framhjá. Það var ekkert að gerast sem gerði það að verkum að maður hafði trú á að Everton tækist að jafna.

Anichebe kom inn á fyrir Neville í hálfleik og var nokkuð ferskur og líka lifnaði aðeins leiknum þegar Barkley kom inn á. Sá síðarnefndi átti skot rétt framhjá marki og átti að fá víti þegar honum var hrint inni í teig — en það er svo sem ekki hægt að kvarta yfir því, því Wigan hefði getað fengið víti hinum megin þegar boltinn barst í hendina á Mirallas að mér sýndist.

Pallarnir hálftómir þegar dómarinn flautaði leikinn af þar sem áhorfendur flestir búnir að fá nóg, sem er nokkuð sem maður sér ekki oft á Goodison og þeir sem voru eftir létu óánægju sína vel í ljós með því að púa á leikmenn þar sem þeir gengu af velli. Þeir áttu það skilið, eiginlega allir sem einn.

Mucha verður ekki kennt um mörkin og hann átti eina mjög flotta markvörslu. Distin átti góða spretti. Mirallas leit út fyrir að vera okkar besti maður en var svo skipt út af í lokin. Meira að segja Moyes átti slakan dag.

Sky Sports gefur ekki út einkunnir fyrir leikinn. Hér er mín útgáfa: Mucha 7, Baines 6, Distin 6, Heitinga 5, Coleman 5, Pienaar 5, Osman 5, Neville 4, Mirallas 7, Fellaini 4, Jelavic 5.

En, það þýðir ekki að svekkja sig á því. Þetta er búið. Eina vonin er að tryggja sér sæti í Evrópukeppninni gegnum deildina.

19 Athugasemdir

  1. jón ásgeir skrifar:

    0-3

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Algjörlega til háborinnar skammar. Everton í hnotskurn þessa síðustu 3-4 mánuði. Ráðaleysið algjört, engin barátta og lykilmenn eins og Pienaar,Fellaini og Osman ekki að standa sig.
    Og hvað er málið með að setja Gibson á bekkinn og Neville í byrjunarliðið?????? Algjört rugl!!!!! Þessi árátta hjá Moyes að troða Neville einhversstaðar inná kostaði okkur annað markið í dag. Hefði það ekki komið hefðum við kannski getað snúið leiknum okkur í hag.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það jákvæða úr þessum leik var að Barkley fékk loksins að spreyta sig og Mucha var fínn, ekki hægt að kenna honum um neitt markanna.

  4. Gestur skrifar:

    vanmat og aumingjaskapur
    tímabilið búið og Everton að skíta uppá bak

  5. Gunni D skrifar:

    Sælir félagr. Já eigum við ekki frekar að líta á það jákvæða úr þessum leik.Þetta var náttúrulega algjört stórslys,þessar þrjár mínútur þegar mörkin komu.Það fyrsta var nú bara verðskuldað. Tímabilið er nú fráleitt búið. Svona komment sér maður nú bara ‘a kop.is.Við skulum nú ekki taka þau upp hér. Moyes hlýtur að vita hvað hann er að gera, allavega treysti ég honum 100%. Nú er það bara 4. sætið.Góðar stundir.

  6. Gestur skrifar:

    Ég tel að það verði mjög erfitt að reyna að gera gott úr þessu tímabili úr þessu. Everton á mjög erfitt leikjaplan eftir. Man.City heima og Tottenham,Arsenal,Liverpool og Chelsea úti.
    Þegar Everton tapar á heimavell fyrir Wigan 0-3 lístmanni ekki á blikuna. Það virðist vera algert áhugaleysi hjá leikmönnum svo veit ég ekkert hvernig er kommentað á kop.is , hef ekki áhuga á að lesa hvað fer fram þar.

  7. Halli skrifar:

    Ég er svakalega svekktur með liðið okkar í dag og veit ekki hvað er til ráða frá áramótum finnst mér mikið andleysi einkenna liðið sóknarleikurinn slakur og halda hreinu er ekki til í orðabókinni á Goodison og ef menn fara ekki að taka sig saman og spila fótbolta gæti tímabilið orðið lélegt næstu leikir eru erfiðir

  8. Ari G skrifar:

    Vill segja sem minnst um þennan leik. Núna á bara að reyna að finna nýja eigendur sem eiga pening og rífa liðið upp. Ég tel mjög líklegt að Moyes fari í sumar spái að hann taki við utd er viss um að það sé búið að ákveða þetta bakvið tjöldin. Spái að Ferguson hætti í vor og Moyes taki við enda fá þeir varla betri stjóra. Everton þarf að taka sig taki og leita að öðrum eigendum, nýjan stjóra þótt ég vill auðvitað halda Moyes áfram. Vill selja eða losna við NOKKRA.

  9. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    Phil Neville átti fallegustu sendingu sem hann hefur nokkurn tímann getað ímyndað sér…..stungusendinguna sem gaf þeim mark nr. 2 . Ég hefði tekið hann af leikvelli strax þar á eftir en ekki beðið í 15 mín fram að hálfleik. Bara sú ákvörðun Moyes að hafa neville systurina í byrjunarliðinu í stað Gibsons og já jafnvel Hitlzbergers hlýtur að vera nóg til þess að manutd vill ekki sjá hann. Ég væri til í að skipta honum strax út fyrir Martinez hjá Wigan. Annars var þetta alveg skelfilega lélegt hjá okkur og mín tilfinning að leikmönnum liði fullt eins vel með sementspoka í markinu eins og þennan Mucha. En þá einbeitum við okkur bara að deildinni, segja þeir þetta ekki alltaf þegar bikarinn er úti

  10. Finnur skrifar:

    Jæja, við duttum þó út fyrir Úrvalsdeildarliði…

  11. Einar G skrifar:

    Þetta var alveg hræðilegt. Eina jákvæða við daginn var að meistarinn Elvar Örn bauð mér að horfa á leikinn hjá sér, takk fyrir það. Mucha var besti maður leiksins og var sá sem var með smá barráttu í sér. Mirallas var sprækur á köflum, skildi ekki afhverju hann var tekinn út. Gaman að sjá Barkley sem á að koma núna inn í hópinn.

    • Elvar Örn skrifar:

      Takk fyrir innlitið Einar, ég fer fram á 3-0 sigur næst þegar ég býð þér í heimsókn, hehe.

      Alveg sammála með Mucha og Mirallas og það fylgdu ferskir vindar að fá Barkley inn og vona ég svo sannarlega að hann spili í næstu leikjum.

  12. Finnur skrifar:

    Ég verð reyndar að segja að þrátt fyrir að vera 3-0 undir var mjög kátt á hjalla á löngum köflum meðal Everton stuðningsmanna á Ölveri og brandararnir fuku alveg hægri vinstri. Þetta er einfaldlega frábær hópur. Og þrátt fyrir að vera dapur yfir úrslitunum þá hlakka ég til að mæta á Goodison í næsta mánuði.

  13. Ari S skrifar:

    No words, þetta er mér að kenna. Ég var sofandi í fyrri hálfleiknum.

    Everton forever!

    Take care, Ari.

  14. Finnur skrifar:

    Juuust great. Everton hefði fengið leik við sigurvegarann úr viðureign Millwall og Blackburn á Wembley.

    Það verður í nægu að snúast fyrir Wigan menn í lok tímabils. Verður fróðlegt að vita hvort þeir nái að bjarga sér frá falli?

    • Halli skrifar:

      Og ekki bara það því sigurvegarinn úr þessum leik er kominn í evrópukeppnina sem runner up í FA cup og Swansea líka sem winner í hinum bikarnum þannig að það er bara 5 sætið ï deildinni sem gefur evrópusæti

  15. Gestur skrifar:

    það verður að bíða lengi eftir öðru eins tækifæri á að komast í úrslitaleikinn.

  16. Finnur skrifar:

    Síðast fór Everton erfiðu leiðina að úrslitunum – það virðist henta þeim betur en þegar gatan virðist greiðfær.