Opinn umræðuþráður

Mynd: Everton FC.

Það er kvöldleikur í miðri viku gegn Arsenal en þessari frétt er ekki ætlað að ræða hann heldur líta á helstu fréttir vikunnar og gefa orðið svo laust.

Steven Naismith var valinn í lið vikunnar hjá Goal.com. Þetta mun vera í fyrsta skipti á tímabilinu sem Naismith verður fyrir valinu. Fellaini tók sér hlé frá spilamennsku um vikuna til að hleypa öðrum að í lið vikunnar en Baines hefði einnig verið vel að því kominn að vera valinn af Goal.com enda varð hann fyrsti leikmaðurinn í Evrópu til að skapa 50 færi fyrir liðið sitt á tímabilinu og er eini varnarmaðurinn á topp 10 listanum yfir sókndjarfar sendingar á vallarhelmingi andstæðings skv. OPTA tölfræðinni.

Vinstri bakvörðurinn Jake Bidwell (19 ára) fékk lán sitt hjá Brentford framlengt fram yfir áramót en hann var upphaflega á mánaðarlöngum lánssamningi. Bidwell hefur fengið 16 byrjunarleiki með þeim og einu sinni komið inn á sem varamaður.

Everton U18 gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Bolton U18 en George Waring skoraði mark Everton. Leik Everton U21 við Bolton U21 var frestað vegna vatnselgs en til stóð að nota þann leik til að meta hvar meðal annars Barkley stendur eftir að hafa verið kallaður úr láni eftir að Neville meiddist.

Úr slúðurdeildinni er það helst að Everton hefur ítrekað verið orðað við miðvörðinn Vegard Forren sem spilar með Molde og er 24 ára gamall. Slúðrið sagði að hann hefði meira að segja mætt í læknisskoðun hjá Everton en ég á erfitt með að taka það trúanlega. Vegard hefur hins vegar fundið fyrir áhuganum og segist sjálfur hafa áhuga á að taka næsta skref og að sér litist vel á Everton. Einnig hefur Everton verið orðað við hina og þessa markverði, yfirleitt sagt til að veita Tim Howard meiri samkeppni en form hans hefur tekið smá dýfu undanfarið. Nú síðast voru nefndir til sögunnar Alex Manninger, fyrrum markvörður Arsenal, Artur Boruc, áður hjá Celtic, Egyptinn Adam Mansour, fyrrum Sunderland markvörðurinn Craig Gordon og Bandaríkjamaðurinn Zac MacMath, sem hefur áður fengið að æfa með Everton liðinu. Svo munu allir sökum fjárhagsörðuleika vera til sölu í janúar hjá Birmingham þannig að margir koma til með að horfa hýru auga á Jack Butland sem leikur með þeim en hann hefur spilað með unglingalandsliði Englands allt frá U16 upp í U21. Þó rétt að taka fram að þetta er líklega allt saman bara hugarórar, allavega þangað til annað kemur í ljós.

Orðið er annars laust í kommentakerfinu. Hvað viljið þið ræða?

10 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    það virðist vanta alvöru leiðtoga sem knýr liðið áfram og svo þegar framherjinn hættir að skora verður þetta alltaf erfitt. Ég held að Everton verði að skipta út Anichebe því miður, hann er alltof mikið meiddur og fá einhvern sem setur pressu á Jelacic.

  2. Finnur skrifar:

    Og nú er sagt að Everton sé með 15 ára danskan sóknarmann að nafni Daniel Stückler á trial frá Lyngby…
    http://www.toffeeweb.com/season/12-13/news/23065.html

  3. Orri skrifar:

    Vonandi verður ekket af þessu Ólafur Már.

  4. Halli skrifar:

    Það þarf ekki einu sinni að ræða það að hann er ekki að fara til þeirra á 8 mills eins og sá gamli vill borga. Svo er það bara þannig að ef við ætlum að gera eitthvað meira en þetta 5-8 þá má ekkialltaf selja bestu mennina Moyes segir þetta lið í ár sitt besta frá því að hann tók við.

  5. Finnur skrifar:

    Þetta með Baines kemur reglulega upp. Leiði þetta alltaf hjá mér, sérstaklega þegar nokkuð er í opnun gluggans.

    En hvað segið þið um að stækka Champions League?
    http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/20523405

  6. Halli skrifar:

    Væri til í að sjá Everton reyna sig á á þessu stigi fótboltans

  7. Halli skrifar:

    Það verður svakalegt ef rétt er að Baines sé meiddur fyrir leikinn á móti man c

  8. Finnur skrifar:

    Nú reynir á Oviedo. Vonandi Mirallas orðinn heill…

  9. Ari S skrifar:

    Já nú reynir á Ovideo. Það er slæmt að missa besta vinstri bakvörð í heimi en kannski erum við bara líka með þann 5. besta eða svo… Oveideo hefur komið mér á óvart þó hann hafi ekki alltaf spilað í vinstri bkavarðarstöðunni. Virðist alveg geta spilað nokkuð vel annars staðar á vellinum….:)