Aðalfundur Everton klúbbsins á Íslandi

Mynd: Everton FC.

Stjórn Everton klúbbsins á Íslandi boðar til aðalfundar laugardaginn 22. september 2012, kl. 10:15. Fundurinn verður haldinn á Ölveri í salnum á ská til móts við innganginn við aðalbarinn (sem kalla má Everton stofuna en þar höfum við verið að hittast reglulega til að horfa á Everton spila). Ölver mun bjóða upp á afslátt á hamborgurum og bjór.

Allir skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðis- og tillögurétt á fundinum en fundurinn er opinn öllum Everton stuðningsmönnum (ekki bara skráðum félagsmönnum) og vonumst við eftir því að sjá sem allra flesta.

Dagskrá aðalfundar (skv. 8. grein laga félagsins) verður:

– Kosning fundarstjóra og fundarritara.
– Stjórn leggur fram skýrslu tveggja síðustu starfsára.
– Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga.
– Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
– Lagabreytingar, löglega fram bornar.
– Kosning 7 stjórnarmanna til tveggja ára.
– Kosning endurskoðenda.
– Ákvörðun um árgjald.
– Önnur mál.

Til skoðunar á fundinum verður einnig 4. grein lagana (sjá https://everton.is/log) en hún er svohljóðandi:

Um þátttöku og inntökugjöld:

– Inntökugjald og árstillag til félagsins skal ákveðið á aðalfundi þess. Stjórnin má fella niður eða gefa helmings afslátt af gjöldum til yngri félagsmanna en 20 ára.
– Nýir félagsmenn geta sótt um inngöngu í félagið til stjórnar þess.
– Félagsmenn skulu greiða fullt árgjald ef þeir ganga í félagið áður en starfsárið er hálfnað, annars hálft gjald.

Að fundi loknum gerum við okkur glaðan dag og horfum saman á leik Swansea og Everton, sem hefst kl. 11:45. Tökum fram bláu treyjurnar, gerum salinn bláan og tökum fána og slíkt með okkur. Fyrir þá sem ekki mæta á fundinn endilega látið sjá ykkur á leiknum. Það eru bjartir og góðir tímar framundan!

Kveðjur, Stjórnin.

Formaður: Haraldur Anton Haraldsson
Varaformaður: Elvar Birgisson
Gjaldkeri: Hólmar Örn Finnsson
Ritari: Einar Guðberg Jónsson
Meðstjórnandi: Eyþór Hjartarson
Meðstjórnandi: Georg Fannar Haraldsson

12 Athugasemdir

  1. Leifur skrifar:

    Félagar !
    Ferð á Everton – Tottenham 9. des í bígerð.
    Nánar hér og á facebook á næstu klukkutímum.

  2. Finnur skrifar:

    Takk fyrir það, Leifur. Ég skelli þessu með færslunni sem ég set inn í kvöld eða á morgun (upphitun fyrir laugardagsleikinn). Næ því ekki alveg strax — það er hvort eð er töluverður tími til stefnu.

  3. Halli skrifar:

    Vonandi að menn fjölmenni á aðalfund og geri klúbbinn sterkari því að klubburinn verður aldrei sterkari en þeir sem starfa í honum. Það er eitthvað gott að gerast í vetur hjá okkar mönnum.

  4. Gunnþór skrifar:

    líst vel á þetta að funda og hittast aðeins og horfa á leik, mæti.

  5. Finnur skrifar:

    Gaman að heyra. Sjáum þig allt of sjaldan.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Ég og Georg komumst líklega ekki, erum bókaðir annað því miður. Mætum ef eitthvað breytist. Gunnþór, hvernig ferðu suður?

  7. Elvar Örn skrifar:

    Já og gleymdi einu, við mætum Leeds í þriðju umferð létt-bikarsins á Elland Road, í seinni hluta september.

  8. Finnur skrifar:

    Elvar: Vonandi breytist það og við náum að sjá ykkur.

    Varðandi Leeds, var að semja fréttina þegar þú settir inn kommentið. Sjá: http://everton.is/?p=2045 🙂

    Athyglisverð fréttin um N’zonzi. Hafði ekki séð þetta áður. Þetta verður meira og meira kreisí eins og alltaf alveg þangað til glugganum er lokað. 🙂

  9. Orri skrifar:

    Ég er bara ekki klár á því hvort ég sé í skuld við Evertonklúbbinn, ef svo er þætti mér vænt um að vita hvar ég á að gera upp.

  10. Finnur skrifar:

    Sæll Orri, ég bar þetta undir formanninn og hann sagði að þú værir skuldlaus. Árgjaldið var ekki rukkað í fyrra og meðan svo er þá er ekki hægt að líta á það sem skuld. Á aðalfundinum verður ákveðin upphæð á árgjaldinu en mér skilst þetta sé endurskoðað á hverjum aðalfundi. Endilega reynum að fjölmenna á fundinn.