Ben McLaughlin skrifar undir

Mynd: Everton FC.

Hjartað tók örugglega kipp hjá mörgum Everton stuðningsmönnum og konum, þegar Everton frétt með titilinn „búið að semja um launakjör“ birtist. Hér var þó ekki tilkynning um nýjan sóknarmann, heldur var verið að semja við ungan írskan hægri bakvörð sem njósnararnir fundu á mála hjá Dunkalk á Írlandi. Sá heitir Ben McLaughlin og er 17 ára en kaupverðið var ekki gefið upp. Það er þó ekki talið vera hátt, en að auki var með í samningnum loforð um að Everton myndi spila vináttuleik við Dunkalk.

Enn er annars beðið frétta af belgíska landsliðs-sóknarmanninum Mirallas og/eða ungliðanum M’Baye Niang, sem einnig er sóknarmaður. Mirallas var sagður í læknisskoðun á Finch Farm (og Niang var á reynslu í nokkra daga) þannig að það er ekkert annað að gera en að bíða átekta og sjá hvað verður uppi á teningnum. Tímabilið er annars að hefjast í dag þannig að það er nóg annað að hugsa um svo sem.

Moyes sagði einnig að til stæði að leyfa Barkley að fara á láni til Sheffield Wednesday til að öðlast mikilvæga reynslu með því að spila reglulega í aðalliði þeirra. Kannski nær hann að hlaupa af sér hornin og fær að gera mistök til að læra af í streituminna umhverfi en Úrvalsdeildin vissulega er. Moyes sagði þó að fyrst þyrfti að styrkja liðið aðeins. Fréttamiðlar vildu annars líka meina að Vellios yrði lánaður til annars liðs, en ekkert hefur heyrst um það frá Moyes. Sjálfur hefði maður viljað sjá hann fá nokkur tækifæri til að spreyta sig í sókninni á tímabilinu.

Hvað um það. Tímabilið loksins að hefjast aftur. Góða skemmtun!

1 athugasemd

  1. Tóti skrifar:

    who ?
    við verðum að treysta moyes fyrir þessum…