Af ungliðum og ólympíuförum

Mynd: Everton FC.

Ekki nema tæpur hálftími í vináttuleik við Blackpool sem sýndur verður beint á Everton TV fyrir þá sem keyptu aðgang. Útsendingin byrjar um það bil kl. 13:45 að íslenskum tíma.

Á meðan beðið er er rétt að greina frá því að nánari upplýsingar bárust á dögunum um fyrirkomulag U21 árs keppni Úrvalsdeildarinnar, sem minnst var á hér á everton.is í fyrri færslu. Leikið verður í þremur riðlum og svo útsláttakeppni þar á eftir. Leikið verður fram að áramótum og árangurinn í keppninni notaður til að meta í hvaða styrkleikaflokki liðin lenda. Efstu þrjú liðin í 8 liða riðlunum tveimur og efstu tvö liðin í 7 liða riðlinum verða í úrvalsflokki. Everton er með ágætis leikmenn í yngri flokkunum þannig að ég á ekki von á öðru en að markmiðið sé að komast í efsta flokk.

Í öðrum fréttum er það helst að bæði karlkyns og kvenkyns fulltrúar Everton á Ólympíuleikinum í London duttu út í 8 liða úrslitum. Gueye lék með Senegal sem tapaði 4-2 fyrir Mexíkó og Scott, Williams og Brown töpuðu með kvennaliði Bretlands gegn Kanada 2-0.

Comments are closed.