Everton vs Aston Villa

Við eigum leik við Aston Villa á morgun kl. 14:00. Það eru 8 leikir eftir og fer hver að verða síðastur að ná Evrópusæti fyrir lok tímabils. Það eru ansi margir á sjúkralistanum í augnablikinu en við eflumst alltaf við mótlæti þannig að það er aldrei að vita hvað gerist. Það er ljóst að Arteta, Fellaini og Saha verða alls ekki klárir fyrir leikinn og spurningamerki við Cahill, Rodwell og Coleman. Echo miðillinn sagði reyndar að Rodwell væri á góðri leið með að jafna sig og ætti séns að spila og líklega Coleman líka því meiðsli hans hljómuðu ekki alvarleg. Kannski er það bara óskhyggja — kemur í ljós. Hjá Aston Villa er Clark í banni og spurning hvort Walker sé klár.

Aston Villa hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið, sérstaklega eftir tap gegn Wolves á heimavelli og þjálfari þeirra (Gerard Houllier) er ekki vinsælasti maðurinn þessa dagana. Þeir eru þó með góða einstaklinga innanborðs og til alls líklegir á góðum degi. Til marks um það má nefna að þeir hafa ekki tapað síðustu 9 leikjum gegn Everton. Kominn tími til að breyta því. Cahill hefur skorað 6 mörk í síðustu 10 leikjum gegn þeim. Vonandi nær hann að spila, sérstaklega í ljósi þess að Villa hafa fengið á sig flest skallamörk af öllum liðum í deilinni þetta tímabilið (samtals 13) og hafa aðeins einu sinni haldið hreinu í síðustu 20 leikjum.

Við erum aftir á móti taplausir í síðustu 7 heimaleikjum og erum í þriðja sæti formtöflunnar (miðað við síðustu 6 leiki). Þeir eru í fjórða neðsta (17.) sæti sömu töflu (hafa ekki unnið leik síðan þeir unnu Blackburn í FA bikarnum undir lok janúar mánaðar).

En að öðru… þá var Joseph Yobo orðaður við Newcastle (miðað við dagsetninguna gæti það mögulega verið aprílgabb) og Shane Duffy (19 ára) skrifaði undir lánssamning hjá Burnley í allavega mánuð. Af öðrum leikmannamálum (draumóradeildin) má nefna að Everton liðið hefur verið orðað við Ever Banega, Danny Welbeck, Fernando Gago, Wes Brown, og Jack Stevens.

En, tökum Aston Villa á morgun. Ég spái því að við fáum ekki víti í leiknum. 🙂

Comments are closed.