Útungunarvélin hjá Everton

Ég rakst á grein á Aboutaball.co.uk um Akademíuna hjá Everton. Þar er verið að segja að Everton geti tekið hrós fyrir þeirra starf þar. Í greininni er sagt frá því að á meðan þeir klúbbar sem hafa verið taldir bestir í ungliðastarfinu, Arsenal, Man Utd og fleiri, leita til meginlands Evrópu eftir ungum leikmönnum. Leitar Everton uppi leikmenn frá Bretlandseyjum. Mikið lof er borið á ungliðastarf Everton í þessari grein og hvet ég ykkur til að skoða hana, en hana má nálgast hér.

Ekki er margt nýtt að frétta af leikmannamarkaðnum en líklegt er að samingar náist um Landon Donovan á næstu dögum, eða allavegana fyrir jól, þetta er þó algjörlega óstaðfest.

Þá er Moyes að skoða 22 ára skoskan framsækinn miðjumann eða sóknarmann. Graham Dorrans frá West Brom, talið er að verðmiðinn á honum sé 4 milljónir punda. Moyes verður að keppa við Sunderland, Villa, Birmingham og Stoke til að ná honum til Everton. Graham þessi hefur náð þokkalega góðum árangri með West Brom og er talinn vera nokkuð gott efni.

Ég mun reyna að setja inn allt slúður og staðfestar fréttir af leikmannamarkaðinum um leið og þær berast.

Góðar stundir!

Comments are closed.