Þetta mjakast!!

Góðan daginn, í gær náðist fínn árangur með því að gera 3-3 jafntefli við Chelsea. Held að maður verði að vera ánægður með þau úrslit í ljósi meiðslalista okkar. Saha heldur áfram að halda okkur á floti. Þess vegna eru ekki nógu góðar fréttir að Saha hefur ekki skrifað undir nýjan samning hjá Everton. Klausa í samningi hans gerir það að verkum að hann getur samið við hvaða lið sem er núna í janúar. Heyrst hefur að erkióvinirnir í Liverpool séu á höttunum á eftir Saha. Benitez er loks búinn að fatta að hann þarf einhvern frammi við hliðina á Torres. Nú er bara vonandi að Moyes nái að fá Saha til að setja nafn sitt á blað. Við þurfum á honum að halda.

Þá hefur heyrst að Man. Utd og Chelsea hafi mikinn áhuga á að fá Jack Rodwell til sín. Rodwell hefur þó gefið það út að hann sé hollur David Moyes og vilji ekki fara frá Everton. Hann segir að Moyes hafi treyst á hann og þakkar honum fyrir að hafa gefið honum tækifæri þegar hann var 16 ára gegn AZ Alkmaar og varð þar af leiðandi yngsti leikmaður Everton til að leika í Evrópukeppni.

Nú fyrst Yobo er orðinn meiddur er líklegt að Moyes þurfi að leita fyrir sér á leikmannamarkaðnum að varnarmanni sem og sóknarmanni. Moyes hefur viðurkennt að viðræður við Landon Donovan séu komnar langt á leið og það styttist í að þeir geti gefið upp hvort samingar hafi náðst eður ei.

Þá hefur heyrst að Moyes sé að skoða Ivan Rakitic, leikmann Shalcke í þýskalandi. Fjárhagserfiðleika þýska liðsins hefur gert það að verkum að nokkrir hátt launaðir leikmenn þeirra verða seldir á klink í janúar. Rakitic er vinstri vængmaður sem hefur þó spilað sem sóknarmaður með landsliði Króatíu.

Þá er einnig talið að Everton, ásamt fleiri liðum muni skoða Kazim-Richards, leikmann Fenerbache, en hann hefur verið settur á sölulista eftir að hafa verið uppvís að kynlífshneiksli ásamt fleiri liðsfélögum sínum.

Meira síðar, góðar stundir!

Comments are closed.