Ekki nógu gott- en er framtíðin björt?

Ekki fór vel fyrir okkar mönnum í gær, 3-2 tap fyrir Hull. Hull komst í 3-0 og náðu Everton menn að minnka muninn með sjálfsmarki og vítaspyrnu, en það var ekki nóg. Staða liðsins er orðin annsi slæm í deildinni og lítur út fyrir að mögulega þurfum við að berjast við falldrauginn. Björtu hliðarnar eru þær að deildin er mjög jöfn og það þarf ekki marga sigra til að komast í efri hluta deildarinnar. Vonum það besta.

Moyes hefur gefið út að hann muni skella sér á markaðinn í janúar, hann segist vilja ná inn einum til tveimur góðum leikmönnum. Spurning hvaða menn það eru.

Heyrst hefur að Moyes hafi áhuga á Steven Taylor hjá Newcastle, en hann fór til að horfa á leik með Newcastle um daginn. Þá er Alan Hutton hjá Tottenham í sigtinu. Einnig er Neven Subotić, ofarlega á lista Moyes, en hann spilar með Borussia Dortmund, hann hefur þó sjálfur sagt að ólíklegt sé að hann fari frá þýskalandi í bráð. Einnig þá hefur heyrst að Man City sé á eftir honum og líklegt er að þeir geti boðið mun hærra í hann en Everton.

Eitthvað fór sá orðrómur af stað um daginn að Moyes væri að spá í að hætta hjá Everton, en hann hefur blásið á þær sögusagnir. Í öðrum fréttum þá hafa yfirvöld bannað byggingu nýs vallar Everton í Kirby. Hvað finnst aðdáendum um þetta? Stjórn Everton er miður sín yfir þessum fréttum, en samkvæmt aðdáenda síðum virðast þeir aðdáendur vera frekar sáttir.

David Moyes hefur gefið það út að leikmenn hans verði að taka ábyrgð á leik sínum, en hann sjálfur muni taka ábyrgð á því að velja menn í liðið. Þetta segir hann eftir mjög slakt gengi að undanförnu. Moyes er svektur og sár yfir gengi liðsins og segir að menn þurfi að fara að stíga upp og taka ábyrgð inni á vellinum.

Næst er heimaleikur gegn Liverpool, nú þarf að sýna og sanna að við erum stóra liðið í Liverpool. Við þurfum nauðsynlega á sigri að halda og vonandi gegnur það eftir á sunnudaginn.

Góðar stundir.

Comments are closed.