Evrópudeildin og meiri bjartsýni

Í síðustu frétt var því velt upp hverju væri um að kenna hjá Everton, þ.e. afhverju fleiri stig væru ekki komin í hús. Það er kannski eitt sem gleymist, Everton hefur ekki tapað sjö síðustu leikjum. Er það ekki bara ágætt??? Erkióvinirnir geta ekki státað af þessu, er það nokkuð? Þetta er kannski galli okkar Everton manna, við eigum það til að verða pirraðir aðeins of fljótt.

 

En að öðru, stærsti leikur okkar í Evrópu í 25 ár er næsta fimmtudag, og ef að við náum að halda hlutfalli okkar, þ.e. ekki tapa, þá erum við í mjög góðum málum í Evrópudeildinni. Benfica er klárlega sterkasta liðið í riðlinum sem við verðum að kljást við. Everton seldi sína 3500 miða strax á leikinn og talið er að mun fleiri munu mæta.

 

Gaman væri að fá hugmyndir manna að uppstillingu fyrir fimmtudaginn. Sérstaklega þar sem það virðist vera ólíklegt að Pienaar spili. Hvern viljið þið sjá stjórna spilinu??

Þá er athyglisvert að sjá að 13 ára tvíburar eru að reyna fyrir sér með undir 13 ára liði Everton um þessar mundir, þetta eru synir gömlu kempunnar Daniel Amokachi, þeir Nazim og Khaled. Eru þarna á ferð næstu stjörnur Everton???

Góðar stundir

Comments are closed.