Nýjasta slúðrið

Trond OlsenJæja nú er aldeilis slúðrið að flæða. Reyndar segir Moyes við miðla í dag að mjög ólíklegt sé að Everton bæti við sig mannskap núna í janúar. Engir peningar séu til. Reyndar viðurkennir hann að hann sé með nokkur spil úti til að reyna að fá menn að láni.

Það nýjasta er að Moyes sé á eftir Trond Olsen sem að spilar með Bödo Glimt í Noregi. Hann er vinstri kantmaður og hefur spilað 69 leiki með þeim og skorað í þeim 23 mörk. Erfitt er að fá þessar vangaveltur staðfestar.

Nú hefur byrjað þrálátur orðrómur að Brian McBride sé á listanum hans Moyes, spurning hvað til Brian McBrideer í því. Held að það gæti reyndar verið ágætis viðbót.

NAron Gunnarssonú síðast en ekki síst er talað um að Aron "okkar" Gunnarsson sé í sigtinu. En Aron hefur sagt að hann sé ekki að fara neitt.

Þá er einnig talað um fyrirliða Hearts í Scotlandi Christophe Berra. Talið er að Moyes sé búinn að vera að fylgjast með honum lengi. Nokkuð ljóst er núna að Giampaolo Pazzini komi ekki til Everton. Búið er að loka á þær samningaviðræður.

Meira síðar.

Comments are closed.