Everton unnu Portsmouth 3-1

 

Fyrsta mark leiksins kom þegar innan við mínúta var liðin og það kom uppúr aukaspyrnu sem Yakubu fiskaði eftir aðins 7 sekúndur. Pienaar tók aukaspyrnuna og fór boltinn til Yobo sem lagði boltann glæsilega á hausinn á Yakubu og auðvitað skoraði Yakubu. Eins og Evertonmenn eru farnir að segja: "feed the Yak and he will score"! Eftir markið voru Evertonmenn miklu betri og áttu nokkrar mjög góðar sóknir, til að mynda komu Cahill og Pienaar með frábært samspil þegar þeir spóluðu sig í gegnum leikmenn Portsmouth með frábærum sendingum sín á milli og því miður náði Cahill ekki að hitta boltann nógu vel í lokinn, en hefði hann skoraði hefði þetta verið eitt flottasta mark sem maður hefur séð. En svo á 37. mín alveg uppúr þurru þá skoruðu leikmenn Portsmouth eftir skot Glenn Johnson og þar sem Defoe hljóp að boltanum og rétt fór í hann, sem var nóg til að trufla Howard í markinu. Fyrir þetta mark voru Portsmouth menn búnir að eiga svo gott sem ekkert í leiknum og var þetta gjörsamlega gegn gangi leiksins.

Seinnihálfleikur þá komur Portsmouth sterkari til leiks en í þeim fyrri. Lítið var samt um færi framanaf, en svo á 65 mín þá skipti Moyes, Andy Johnson inná og virstist sú skiptin hafa skipt höfuð máli í leiknum, því að sóknarleikur Everton bættist margfallt eftir innkomu AJ og á 73. mín skoraði Tim Cahill flott skallamark eftir góða sendingu frá hverjum öðrum en Pienaar. Svo á 81 mín innsiglaði Yakubu svo sigur eftir að Andy Johnson kom með frábæra sendingu þvert yfir völlinn og yfir Sol Campell og beint á Yakubu, Yakubu plataði Campell og þrumaði síðan boltanum í markið.

3-1 niðurstaðan í leiknum og virðist vera að Everton ætli ekkert að gefa eftir í baráttunni um 4. sætið. Formið á Everton eftir leikinn gegn Liverpool 20 okt. er búið að vera frábært og hefðu þeir byrjað leiktíðina jafn vel og þeir eru búnir að spila, þá væru þeir að berjast um meistaratitilinn. Svo einfalt er það.

Svo vill ég benda á fólki að skoða "Myndefni" þar sem Ragnar er búinn að gera flottann pistil um leikinn og þar að auki er hægt að sjá mörkin út leiknum.

Comments are closed.