Everton – Portsmouth mörkin

Eftir 8 sekúndur var brotið á Yakubu eftir að hann hafði hirt boltann af Lassana Diarra. Eftir 48 sekúndur var hann búinn að skora eftir að Pienaar hafði sent boltann úr aukaspyrnunni inn á teiginn þar sem Yobo flikkaði honum áfram. Virtist ekki vera neitt sérstakt en Yakubu var fljótastur að hugsa og skallaði boltann í markið.

{swfremote}http://media.imeem.com/v/FEzMuVARec/aus=false/pv=2{/swfremote}

Defoe náði svo að jafna á 37. mín og virtist markið peppa þá alla upp. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Portsmouth var síðan sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks án þess þó að skapa sér nokkuð að ráði. En á 65. mín kom Andrew Johnson inn á og við það breyttist leikurinn okkur í hag. Á 72. mínútu átti Cahill glæsilega sendingu fram á Yakubu sem hélt boltanum vel undir pressu frá Glen Johnson. Hann sendi síðan boltann á Pienaar sem átti síðan frábæra fyrirgjöf þar sem Cahill var mættur aftur óvaldaður og skallaði boltann í netið.

{flvremote}http://vid272.photobucket.com/albums/jj192/iykyh1878/030208-21cahill.flv{/flvremote}

 Nú voru Evertonmenn komnir með leikinn í hendur sér. Á 79. mín átti Johnson langa og fullkomna sendingu fram á Yakubu. Yakubu tók vel við honum og fór illa með Sol Campell og þrumaði boltanum af stuttu færi í netið.

 {flvremote}http://vid272.photobucket.com/albums/jj192/iykyh1878/yakubu2.flv{/flvremote}

Comments are closed.